Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 44
24 24. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Við hrósum... ...forráðamönnum FH og KR sem ætla ekki að láta stórlið í Evrópu komast upp með að næla í unga og efnilega leikmenn frá Íslandi fyrir lítinn sem engan pening. Bæði félögin hafa fengið tilboð í sína efnilegustu leikmenn en þeim tilboðum, sem þóttu óásættanleg, hefur verið svarað með gagntilboðum sem enn hefur ekki borist svar við. Það hefur löngum verið lenska hjá erlendum liðum að ætla að fá íslenska leikmenn nær ókeypis en það er varla til of mikils mælst að íslensku liðin fái sanngjarna upphæð fyrir sína menn sem þeir hafa alið upp.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Miðvikudagur NÓVEMBER KÖRFUBOLTI Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu franska liðinu Reims á útivelli í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í gær, 94- 106. Keflavík byrjaði leikinn gríðarlega sterkt, hitti vel strax frá byrjun og komst Reims lítið áleiðis gegn firnasterkri vörn Keflavíkinga. Magnús Þór Gunn- arsson og Nick Bradford nýttu öll þriggja stiga skot sín í fyrsta leik- hluta sem Keflavík vann, 38-25. Reims sótti aðeins á í byrjun þriðja fjórðungs með 8-3 áhlaupi. Staðan í leikhléi var 53-62, Keflavík í vil. Reims ætlaði ekki að láta sitt eftir liggja og með hinn stóra Ryan Fletcher í broddi fylkingar náði liðið að saxa á forskotið og minnstur varð munurinn í lok þriðja leikhluta, fimm stig, 83-78. Minnugir leiksins gegn Bakken Bears í síðustu viku ætluðu Kefl- víkingar ekki að missa niður feng- inn hlut og var Magnús Þór Gunn- arsson drjúgu undir lokin og kom Keflavík í þægilega 18 stiga for- ystu undir lokin sem var allt of stórt bil fyrir Reims til að brúa. Lokatölur voru 94-106 og fyrstu útisigur Keflavíkur í Evrópu- keppni orðinn staðreynd. „Þeir komast yfir í byrjun en um miðjan fyrsta leikhluta erum við með leikinn í hendi okkar,“ sagði Falur Harðarson, aðstoðar- þjálfari Keflavíkurliðsins. „Skot- nýting okkar var mjög góð og leik- urinn var mjög hraður sem hent- aði þeim ekkert sérlega vel. Nú er fyrsti útisigurinn í höfn og þetta gefur okkur byr undir báða vængi uppá framhaldið,“ sagði Falur að leik loknum. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Bakken Bears í Danmörku 7. desember nk. smari@frettabladid.is NICK BRADFORD HJÁ KEFLAVÍK Bradford skoraði 29 stig í fyrsta útisigri Keflvíkinga í Bikarkeppni Evrópu í gær. Keflavík braut blað í sögu félagsins í gærkvöldi Fyrsti útisigurinn í Evrópukeppni■ ■ LEIKIR 19.15 Grindavík og Njarðvík mætast í Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.15 Grótta/KR og Þór Ak. mætast á Seltjarnarnesi í átta liða úrslitum SS-bikars karla í handbolta.  19.15 KA og ÍBV mætast í KA- heimilinu í átta liða úrslitum SS- bikars karla í handbolta.  20.00 Haukar 2 og HK mætast á Ásvöllum í átta liða úrslitum SS- bikars karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Meistaramörk á Sýn. Sýnt frá leikjum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik PSV og Arsenal í Meistaradeildinni í fótbolta.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn 2. Bein útsending frá leik Werder Bremen og Inter Milan í Meistaradeildinni í fótbolta.  21.40 Meistaramörk á Sýn. Sýnt frá leikjum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.  22.15 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Chelsea og Paris St. Germain í Meistaradeildinni í fótbolta.  22.20 Handboltakvöld á RÚV. Sýnt frá leikjum úr SS-bikar karla í handbolta sem fram fóru fyrr um kvöldið.  00.05 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Werder Bremen og Inter Milan í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin A-RIÐILL MÓNAKÓ–LIVERPOOL 1–0 Saviola (55.). OLYMPIAKOS–DEPORTIVO 1–0 Djordjevic (68.). OLYMPIAKOS 5 3 1 1 4–2 10 MÓNAKÓ 5 3 0 2 5–4 9 LIVERPOOL 5 2 1 2 3–2 7 DEPORTIVO 5 0 2 3 0–4 2 B-RIÐILL R. MADRID–LEVERKUSEN 1–1 Raul (70.) - Berbatov (36.). D. KIEV–ROMA 2–0 Dellas (sjálfsm. 73.), Shatskikh (82.). D. KIEV 5 3 1 1 11–5 10 LEVERKUSEN 5 2 2 1 10–7 8 R. MADRID 5 2 2 1 8–8 8 ROMA 5 0 1 4 4–13 1 C-RIÐILL B. MÜNCHEN–MACCABI 5–1 Pizarro (12.), Salihamidzic (37.), Frings (44.), Makaay (71., 80.) - Dego (Víti 56.). JUVENTUS–AJAX 1–0 Zalayeta (15.). JUVENTUS 5 5 0 0 5–0 15 B. MÜNCHEN 5 3 0 2 10–3 9 AJAX 5 1 0 4 4–8 3 MACCABI 5 1 0 4 3–11 3 D-RIÐILL MAN. UTD–LYON 2–1 G. Nevill (19.), Van Nistelrooj (53.) - Diarra (40.). S. PRAG–FENERBAHCE 0–1 Kovac (sjálfsm. 20.). MAN. UTD 5 3 2 0 14–6 11 LYON 5 3 1 1 12–8 10 FENERBAHCE 5 2 0 3 7–13 6 S. PRAG 5 0 1 4 2–8 1 Kvennalandslið í handbolta SLÓVAKÍA–ÍSLAND 26–26 Mörk Íslands: Hrafnhildur Skúladóttir 9, Kristín Guðmundsdóttir 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 1, Ásdís Sigurðardóttir 1. Stig Keflavíkur: Anthony Glover 29 (12 frák.), Nick Bradford 29 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 25 (7 frák.), Jón Norðdal Hafsteinsson 10, Gunnar Einarsson 7, Sverrir Þór Sverrisson 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.