Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2004, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 24.11.2004, Qupperneq 48
28 24. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Kynningu á ævisögu Hall- dórs Laxness á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í kvöld klukkan 20.00. Höfundur ævisögunnar, Hall- dór Guðmundsson, mun segja frá bók sinni og ræða efni hennar við Silju Aðalsteins- dóttur sem stýrir dagskránni, en Silja hlaut í síðustu viku verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar á degi íslenskrar tungu. Dagskráin, sem er á vegum Bókabúðar Máls og menningar og JPV útgáfu, er ókeypis og öllum opin meðan húsrúm leyfir. 1Bókaútgáfan Salka heldur útgáfuhátíð í Þjóðleikhús- kjallaranum klukkan 20.30 í kvöld. Höfundar og þýðend- ur lesa upp úr verkum sínum auk þess sem Jóhanna Þór- hallsdóttir syngur nokkur lög við undirleik Tómasar R. Einarssonar og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kynnir verð- ur Hlín Agnarsdóttir. Hildur Hermóðsdóttir, útgefandi Sölku, segir að árið hafi verið gjöfult og nú sé tími til að gleðjast yfir vel unnum verkum. Salka sendir frá sér alls um 30 titla á þessu ári og þar kennir ýmissa grasa. Bæði er um að ræða handbækur sem fjalla beinlínis um hvernig má efla líkamlega hreysti og andlega vellíðan og skáldskap sem kveikir nýjar hug- myndir og víkkar sjóndeildarhringinn. Lesið verður upp úr íslenskum verkum og þýddum, en þar má til dæmis nefna skáldsögur Kristínar Ómarsdóttur, Auðar Ólafsdóttur og Margrétar Lóu Jónsdóttur, ljóðabók Hallgerðar Gísla- dóttur og Sigurðar Skúlasonar, lesið verður upp úr Bulgari sambandinu eftir Fay Weldon og síðast en ekki síst mun Gísli Rúnar Jónsson lesa upp úr Hinsegin holl- ráðum fyrir svoleiðis karlmenn sem er byggð upp á þátt- unum sívinsælu Queer Eye for the Straight Guy. Kl. 12.30: Háskóla- tónleikar í Norræna hús- inu: Guðríður St. Sigurð- ardóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigur- geir Agnarsson flytja Tríó fyrir píanó, víólu og selló í a-moll, op. 114 eftir Johannes Brahms. menning@frettabladid.is Útgáfuhátíð Sölku ! MIÐVIKUDAGUR 24/11 HUGSTOLINN KAMMERÓPERA - kl 20 Uppselt FIMMTUDAGUR 25/11 HUGSTOLINN KAMMERÓPERA - kl 20 FÖSTUDAGUR 26/11 HÉRI HÉRASON Coline Serreau- kl 20 GEITIN EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee - kl 20 Síðasta sýning SVIK eftir Harold Pinter - kl 20 LAUGARDAGUR 27/11 OPIÐ HÚS Forsala aðgöngumiða á 2. - 5. sýningu á Híbýlum vindanna kl. 13-15. MÁLÞING - LEIKHÚSMÁL Nýtt leikhús? Eða sama gamla? Kristín Eysteinsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Jón Atli Jónasson, María Ellingsen. kl 16 - Aðgangur ókeypis CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse - kl 20 Allra síðasta sýning SUNNUDAGUR 28/11 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren kl 14 - 75. sýning BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson kl 20 - Uppselt SCREENSAVER Rami Be’er kl 20 - Aukasýning Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 fös. 26. nóv. kl. 20. laus sæti. lau. 27. nóv. kl. 20. laus sæti. aðeins þessi sýningahelgi Laugardagur 27. nóv. kl. 20.00 Sunnudagur 28. nóv. kl. 20.00 Föstudagur 3. des. kl. 20.00 Sunnudagur 5. des. kl. 20.00 Miðvikudagur 8. des. kl. 20.00 Síðustu sýningar fyrir jól Föstudagur 26. nóv. kl. 20.00 laus sæti Laugardagur 4. des. kl. 20.00 laus sæti Síðustu sýningar fyrir jól Fös. 26.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 27.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 4.12 20.00 Laus sæti Lau. 11.12 20.00 Laus sæti Fim. 30.12 20.00 Laus sæti ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum “Geðveik sýning, sú besta sem ég hef séð.” Auðunn Lúthersson, 11 ára. Sun 28. nóv. kl. 16 Aukasýning Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Litla stúlkan með eldspýturnar lau. 27. nóv. kl. 14 – sun. 28. nóv. kl. 14 - sun. 5 des. kl. 14. - sun. 12. des kl. 14 Hvar ertu Rómeó? -aríur og söngvar eftir Gounod, Bellini, Bernstein og Sondheim Hádeigistónleikar í samvinnu við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar Fimmtudaginn 25. nóv. kl. 12:15 í DUUS húsum, Keflavík Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Kurt Kopecky píanó Gestir: Maríus Sverrisson og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Miðasala við innganginn Aldan stigin – ljóð úr heimi ræðara, far – og fiskimanna - ljóð við lög eftir Schubert Hádeigistónleikar þriðjudaginn 30. nóv. kl. 12:15 Ágúst Ólafsson baritón og Izumi Kawakatsu píanóleikari Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 (hádeigistónleikar) upp í 6.500 – og allt þar á milli Gjafakort seld í miðasölu Miðasala á Netinu: www.opera.is Stóra sviðið kl. 20:00 ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Í kvöld mið. 24/11 nokkur sæti laus, fös. 3/12 nokkur sæti laus, fös. 7/1. EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Fim. 25/11 uppselt, fös. 26/11 uppselt, lau. 4/12 uppselt, lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1, lau. 8/1. NORÐUR – Hrafnhildur Hagalín 9. sýn. lau. 27/11, 10. sýn. sun. 28/11. Aðeins þessar tvær sýningar eftir. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 28/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 5/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 12/12 kl. 14:00, sun. 30/12 kl. 14:00. ERN EFTIR ALDRI – Auður Bjarnadóttir. Sýning Svöluleikhússins. Mið. 1/12. Allra síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20:00 SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov. Fim. 25/11, fös. 26/11. Aðeins þessar tvær sýningar eftir. NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco. Lau. 27/11 örfá sæti laus, fös. 3/12, lau. 11/12. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Lau. 27/11 örfá sæti laus, sun. 28/11 nokkur sæti laus, fös. 3/12. MISSIÐ EKKI AF SVARTRI MJÓLK ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! Auður Ólafsdóttir er lektor í listfræði við Háskóla Íslands, en gefur sér tíma á kvöldin til að skrifa skáldsögur. Önnur bók hennar, Rigning í nóvember, hlaut fyrir stuttu bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. „Ég held að skáldskapur komist ekki með tærnar á hæla raunveru- leikans hvað snertir hið ótrúlega eða lygilega. Þar hefur lífið vinn- inginn,“ segir Auður Ólafsdóttir, sem hlaut á dögunum bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmunds- sonar fyrir skáldsöguna Rigning í nóvember. Sagan fjallar um unga konu sem leggur upp í ferðalag með fjögurra ára heyrnarskertum syni vinkonu sinnar. Þau halda í sum- arbústað þar sem konan reynir að greiða úr málum sínum og kynn- ast sjálfri sér upp á nýtt. Auður segir bókina ekki síður fjalla um samskipti konu og fjög- urra karlmanna, þar sem hefð- bundnar kynímyndir eru brotnar upp. „Konan vill til dæmis ekki eignast barn og telur sig ekki færa um að annast börn. Manninn hennar dreymir aftur á móti um að eignast börn. Svo eru karl- mennirnir í bókinni í ummönnun- arhlutverkum. Þeir eru til dæmis að elda handa henni og annast hana.“ Fyrir einhverja kaldhæðni ör- laganna er þessi kona, sem vill ekki eignast barn, beðin fyrir barn vinkonu sinnar og smám saman verður til mjög sterkt og sérstakt samband milli þeirra. „Hún kemur fram við barnið sem vin og félaga og fer frumlega og fallega leið að því, kannski af því að hún kann ekki á þetta. Stundum klúðrum við einhverju sem við teljum okkur fullfær í, á móti spjörum við okkur oft mjög vel við aðstæður við teljum okkur fyrirfram ekki ráða við.“ Meginstef í bókinni eru dálítið óútreiknanleg eða ólíkindaleg samskipti fólks, þar sem fólk skiptir gjarnan um hlutverk. „Viðfangsefnið speglast í bygg- ingunni á þann hátt að hver ein- asti kafli spinnst ófyrirsjáanlegar leiðir. Ég veit ekki hvort það teng- ist því að höfundur telji lífið svo skelfilega óstabílt að við eigum ekkert víst nema augnablikið.“ Auður er lektor í listfræði við Háskóla Íslands og jafnframt safnstjóri listasafns skólans. Hún hefur áður sent frá sér skáldsög- una Upphækkuð jörð árið 1998. „Það verður lengra milli verka hjá mér fyrir bragðið af því ég er í fullri vinnu. Hins vegar skrifa ég frekar hratt.“ Með bókinni fylgir 64 blað- síðna pési með mataruppskriftum sem Auður skrifaði á einni helgi þegar bókin var að öðru leyti nán- ast fullskrifuð. „Mér var bent á að það væri mjög mikið af mat í bókinni. Þeir sem voru að lesa fyrir mig hand- ritið vildu gjarnan prófa þennan mat.“ ■ AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR Telur lífið svo óstöðugt að við eigum ekkert nema augnablikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI Óútreiknanleg samskipti

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.