Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 2
2 6. desember 2004 MÁNUDAGUR Jólaljósin tendruð á Austurvelli: Sendiherrann söng jólavísu JÓLALJÓS Jólaljósin voru tendruð á Óslóarjólatrénu á Austurvelli í Reykjavík klukkan 16 í gær. Fjöl- margir borgarbúar voru viðstadd- ir atburðinn eins og undanfarin ár og skemmtu sér vel þrátt fyrir rigningarsúld og snjóleysi. Það var sendiherra Noregs á Íslandi sem færði Reykvíkingum jólatréð frá vinaborginni Ósló og tók nýsettur borgarstjóri, Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, við því fyrir hönd borgarbúa. Söng sendi- herrann jafnframt norska jóla- vísu með samstarfsfólki sínu úr sendiráðinu. Vakti atriðið mikla lukka viðstaddra. Það var síðan hinn níu ára norsk-íslenski dreng- ur, Helge Snorri Seljeseth, sem tendraði ljósin. Í tilefni dagsins spilaði lúðra- sveit falleg lög auk þess sem sungnir voru jólasöngvar. Jóla- sveinar komu jafnframt í bæinn og glöddu unga sem aldna með ærslalátum sínum. ■ Háværari kröfur um frestun kosninganna Nær hundrað manns létust í árásum vígamanna í Írak frá föstudegi til sunnudags. Aukið mannfall hefur orðið mörgum tilefni til að krefjast þess að kosningunum í næsta mánuði verði frestað. ÍRAK, AFP/AP Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæp- lega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. „Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?“ spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmála- manna úr röðum s ú n n í - m ú s l i m a sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosning- unum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. „Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum,“ sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjöl- þjóðahersins í Tikrit í gærmorg- un. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rút- urnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bíl- sprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og víga- menn hófu skothríð á þjóðvarð- liðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Við telj- um ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosn- ingunum. „Jú, ég var að koma úr stillingar- törn úti á landi. Er alveg hræðilega stilltur.“ Segir Kristinn Leifsson, yngsti píanóstillari landsins sem starfar við hlið föður síns Leifs Magnússonar. Kristinn þarf mikið næði við stillingarnar en þarf jafnan að eiga við óstillta krakka sem fela sig í píanóherberginu meðan á stillingu stendur. SPURNING DAGSINS Kristinn, ertu ekki stilltur? Samkynhneigð pör: Þurfa leyfi foreldranna BANDARÍKIN, AP Samkynhneigðir nemendur í gagnfræðaskólanum Coopers Hill í Utah þurfa að fá samþykki foreldra sinna til að fá að dansa saman á skóladansleikj- um. Þetta hefur vakið mikla reiði samkynhneigðra nemenda. Tom Worlton skólastjóri segir regluna hafa verið setta til að vara foreldra við því að samkynhneigð pör kynnu að verða fyrir aðkasti. Quovaudis Atwood, faðir sautján ára nemanda, sagði að sér virtist sem skólayfirvöld væru frekar að reyna að komast hjá því að axla ábyrgð ef eitthvað kæmi upp á. ■ Allir klárir í bátana – stökkir að utan, mjúkir að innan! ar gu s 04 -0 71 3 Samfylkingin: RÚV í þágu almennings ALÞINGI Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Ríkisútvarpið sem almannaút- varp. Í tillögunni er vísað til Evr- ópuráðstilmæla frá 1996 um tryggt sjálfstæði almannaút- varps og lagt til að nefnd þing- flokka, fræðimanna og fjölmiðla- fólks athugi stöðu RÚV. Flutn- ingsmenn telja stjórnarhætti RÚV ekki standast slíka skoðun; breyta verði starfsháttum póli- tísks útvarpsráðs og því að einn ráðherranna velji útvarpsstjóra og þrjá framkvæmdastjóra að eigin vild. ■ GLÖÐ BÖRN Börnin glöddust mjög á Austurvelli í gær þegar jólasveinarnir stigu á stokk. Vakti sprell þeirra mikla kátínu viðstaddra. M YN D /P JE TU R BORIS TADIC Boris Tadic, forseti Serbíu, hefur gagnrýnt forsætisráðherra landsins harðlega. Forseti Serbíu: Vill kosningar BELGRAD, AP Boris Tadic, forseti Serbíu, hefur lagt til að kosningar verði haldnar í landinu til að hægt verði að skipta um ríkisstjórn. For- sætisráðherra Serbíu, Vojislav Kostunica, hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir að neita að handtaka og framselja hóp meintra stríðsglæpamanna sem hafa verið ákærðir af stríðsglæpa- dómstóli Sameinuðu þjóðanna. Kostunica hvatti hina ákærðu til að gefa sig fram í stað þess að láta lögregluna handtaka þá. Gagnrýndi Tadic þá ákvörðun harðlega og sagði flesta ákærða einstaklinga neita að gefa sig fram. ■ AP /M YN D ÁREKSTRAR Í HÁLKU Tveir minni- háttar árekstrar urðu í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði á sunnudagsmorguninn vegna hálku, en engin slys á fólki. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir ölvun í akstri og sviptur ökuleyfi á staðnum. Á VETTVANGI BÍLSPRENGJUÁRÁSAR Í það minnsta 22 létu lífið í árásum vígamanna á íraska þjóðvarðliða og starfsmenn fjöl- þjóðahersins í gær. Milli 90 og 100 manns hafa látið lífið síðustu þrjá daga. Eftir því sem mannfallið verður meira fjölgar þeim sem vilja fresta kosningunum í næsta mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Húsbrot í Fossvogi: Fleiri þurfa að gefa skýrslu HÚSBROT Enn á eftir að ræða við nokkra menn sem veitt geta upplýs- ingar um húsbrotið í Logalandi í Fossvogi aðfaranótt laugardags að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykja- vík. Skýrslur voru teknar af nokkrum í gær og á laugardag en lögreglan vill ekki gefa upp hversu margir hafa gefið skýrslu. Sjö eða átta menn ruddust inn í íbúðina og var hurðarhúnn skotinn af með haglabyssu til að komast inn. Menn- irnir réðust að húsráðanda, hand- leggsbrutu hann og veittu honum skurð á enni. Kona sem var í íbúð- inni náði að forða sér út. - hrs DÓMSMÁL Öryrkjabandalag Íslands ætlar að kæra ríkisstjórn Íslands fyrir brot á samningum strax á nýju ári. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist vonast til þess að málið verði þingfest í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann reikni ekki með töf á dómsmálinu í dómskerfinu miðað við málavöxtu. „Í raun er það ríkisstjórnin en ekki Öryrkjabandalagið sem er að búa til nýtt dómsmál með því að svíkja samninginn annað árið í röð,“ segir Garðar og bendir á að ríkis- stjórnin hafi á síðustu þremur árum verið þrisvar dæmd fyrir brot á Öryrkjabandalaginu. „Samt taka þeir blákalt þá ákvörðun að kalla yfir sig, og okkur öll, fjórða dómsmálið og það í máli sem er hundrað prósent öruggt að þeir eru sekir í. Þeir vita að við höfum nægar sannanir. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þjóð- ina, hvar í flokki sem menn kunna að standa, þessi skortur á virðingu sem landsherrarnir virðast hafa fyrir því að fara eftir lögum og rétti í þessu landi. Einnig hve lítið mál það er í þeirra huga að láta dæma íslensk stjórnvöld. Sjálf erum við orðin hundleið á því að þurfa, ár eftir ár, að stefna sömu aðilum fyrir dóm,“ segir Garðar. - þlg GARÐAR SVERRISSON Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að á nýja árinu verði lögð fram kæra á hendur ríkisstjórn Íslands vegna brots á samningum, nú fjórða árið í röð. Öryrkjabandalag Íslands: Kærir ríkisstjórn Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.