Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 57
MÁNUDAGUR 6. desember 2004 AF NETINU Ófriður um heiðurslaun Annað árið í röð kýs formaður mennta- málanefndar Alþingis að slíta sundur friðinn um heiðurslaun listamanna, sem Alþingi veitir árlega. Í atkvæðaskýringu sinni um málið í dag kallaði formaðurinn fulltrúa stjórnarandstöðunnar í nefnd- inni „gamlar nöldurskjóður“ vegna þeirrar gagnrýni sem við höfum leyft okkur að setja fram á vinnubrögð hans við tilnefningu á heiðurslaunalistann. Sú gagnrýni sem fulltrúar stjórnarandstöð- unnar í nefndinni hafa nú sett fram er af sama toga og fyrir ári síðan, en þessi tvö síðustu skipti hefur hefðbundnum vinnubrögðum við ákvörðun um heið- urslaunin verið kastað fyrir róða. Strax og menntamálanefnd þingsins tók að hlut- ast til um það hvaða einstaklinga úr hópi listamanna Alþingi sæi ástæðu til að heiðra sérstaklega, hefur verið reynt að ná um niðurstöðuna víðtækri sátt í nefndinni. Það hafa menn gert með því að eiga samtal um alla hugsanlega möguleika í þessum efnum. Í ár og í fyrra hefur sá háttur hins vegar verið hafður á að formaður hefur lagt fram fullmótaða tillögu í upphafi fundar og ekki heimilað um hana eðlilegar umræður, heldur látið nægja að leyfa stjórnarandstöðu- þingmönnum að halda eintöl um tillög- una og eftir atvikum velta upp þeim nöfnum öðrum sem nefndarmönnum hafa borist ábendingar um að gætu átt heima á lista heiðurslistamanna. Þessar athugasemdir okkar hafa hins vegar ekki kallað fram málefnaleg skoðanaskipti og hafa engu breytt um vilja formannsins og stjórnarliðanna sem fylgt hafa honum að málum athugasemdalaust. Eftir að til- laga formannsins var kynnt í gær, varð sem sagt engu breytt. Kolbrún Halldórsdóttir á althingi.is/kolbrunh Forsjárhyggja Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram frumvarp er bannar allar reykingar á veitingastöðum. Nú vill svo til að ég hef blessunarlega aldrei fiktað við sígarettureykingar og hef því ekki áhyggjur af því hvar ég fái að kveikja í rettunni. En ég lít svo á að ég hafi engu að síður mikilvægra hags- muna að gæta í málinu. Þeir hagsmunir felast í því að taka ákvarðanir um mitt eigið líf sjálfur. Stjórnmálamenn sem alltaf vilja hafa vit fyrir fólki, alltaf stjórna því hvað aðrir eru að gera, fara alveg óskaplega í taugarnar á mér. Af hverju má eigandi veitingahúss ekki leyfa reykingar inni á staðnum sínum? Er einhver neyddur til þess að eiga við hann viðskipti eða sækja um vinnu hjá honum? Augljóslega ekki. Hvert er þá vandamálið? Ef fólk vill heldur borða á reyklausum veitingastað blasir við að staður sem framfylgir slíku banni af sjálfsdáðum mun laða til sín viðskipta- vini. Hafsteinn Þór Hauksson á sus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.