Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 6
6 6. desember 2004 MÁNUDAGUR Þjóðarhreyfingin: Söfnun fer vel af stað SÖFNUN Hans Kristján Árnason, forsvarsmaður Þjóðarhreyfing- arinnar, segir söfnun fyrir aug- lýsingu í bandaríska stórblaðinu New York Times sem hrundið var af stað á fimmtudaginn ganga betur en menn þorðu að vona. Hans Kristján sagðist þó ekki gefa upp tölur um hversu mikið hafi safnast fyrr en að loknum fundi aðstandenda söfnunar- innar í dag. „Stjórnin þarf bara að samræma upplýsingagjöfina, en við erum feykilega ánægð með undirtektirnar, sem koma okkur þægilega á óvart,“ sagði Hans Kristján og bætti við að ekki væri það síst í ljósi þess að margir væru til að bítast um buddur landsmanna á þessum árstíma. „Ég get þó sagt þér að miðað við Norðmenn sem gerðu svipaða hluti í sumar og birtu sína auglýsingu í Washington Post 12. október, þá förum við miklu hraðar af stað. Áhuginn er mun meiri hjá fjöldanum hér,“ segir hann og telur að stuðningur ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak liggi þungt á samvisku Íslendinga. Upplýsingar um söfnun Þjóð- arhreyfingarinnar er að finna á vef samtakanna, thjodarhreyf- ingin.is. - óká Aðför að atvinnuvegunum Einar Oddur Kristjánsson telur hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum tefla framtíð útflutningsgreinanna í tvísýnu og gagnrýnir bankann harðlega fyrir að stemma ekki stigu við innstreymi erlends lánsfjár. VAXTAHÆKKUN Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabank- ans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórn- málamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í um- ræðum um fjárlög á Alþingi fyr- ir helgi. Einar Oddur Kristjáns- son, varaformaður fjárlaga- nefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengis- hækkana sem af framtakinu leiða. „Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri al- vöru,“ sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxta- hækkununum flest til foráttu. „Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfé- lagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn,“ segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána ein- staklingum landinu. „Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur,“ bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lána- stofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar elds- neytisverðs og íbúðarverðs. Ein- ar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. „Seðla- bankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um rík- isfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum,“ seg- ir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmála- manna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú. sveinng@frettabladid.is Kirkjugarðar: Gestum leiðbeint ÞJÓNUSTA Eins og undanfarin ár munu starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma aðstoða fólk sem huga að leiðum ástvina um jólin. Á Þorláksmessu og aðfangadag leiðbeina starfsmenn gestum í Foss- vogs-, Gufunes- og Hólavallagarði. Fólk sem ætlar að heimsækja kirkjugarðana og er ekki öruggt um að rata getur nálgast staðsetningu leiða á vefsíðunni gardur.is, hringt í Kirkjugarðana með góðum fyrirvara eða sótt upplýsingar og ratkort á skrifstofu Kirkjugarðanna alla virka daga frá klukkan hálf níu á morgn- ana til klukkan fjögur á daginn. - þlg Skortur á fatafellum í Kanada: Veronica fékk leyfi WASHINGTON POST Veronica, 31 árs gömul fatafella frá Rúmeníu, er í sviðsljósinu í Kanada um þessar mundir eftir að innflytjenda- ráðherra landsins, Judy Sgro, ákvað að veita henni landvistar- leyfi á undan öðrum umsækjend- um. Ástæðan er sú að Veronica vann sjálfboðastarf fyrir Sgro þegar hún barðist fyrir endur- kjöri á þingi. Stjórnvöld í Kanada hafa lagt mikla áherslu á að veita erlendum fatafellum landvistarleyfi vegna skorts á vinnuafli í faginu. Hefur ákvörðunin valdið miklum deilum í landinu. „Þetta er frábært starf,“ sagði Veronica. „Það hefur veitt mér betri tækifæri í lífinu en mig hafði órað fyrir.“ ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað er geymt í búrinu sem umhverf-isráðherra vígði í Kópavogi um helg- ina? 2Hvað heitir dúkkan sem Bríet, félagungra femínista, kynnti í gær? 3Í hvaða stéttarfélögum eru konur meðhærri heildarlaun en karlar? Svörin eru á bls. 30 Fyrsta bókin um íslenska stjörnuhimininn Loksins er fáanleg handbók fyrir þá sem hafa unun af því að horfa til himins á vetrarkvöldum. Með myndum og kortum og greinargóðum upplýsingum er kennt hvernig best er að standa að stjörnuskoðun hérlendis. Bók sem ekkert heimili getur verið án. Í fyrsta sinn á Íslandi! • 53 stjörnumerki sem sjást frá Íslandi • Allt um stjörnuskoðun • Örnefnakort af tunglinu • Mikill fjöldi mynda og stjörnukorta Stjörnuskífa fylgir með! 9. sæti Handbækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 24. – 30. nóv. SAMNINGURINN HANDSALAÐUR Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Avis á Íslandi, og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, handsala samning um söfnunarbauka fyrir smápeninga í bíla- leigubílum Avis. Avis og Rauði krossinn: Samið um söfnunarbauka HJÁLPARSTARF Viðskiptavinum Avis á Íslandi gefst brátt tækifæri til að losa sig við smápeninga sem þeir eiga afgangs og styðja um leið mannúðar- og hjálparstarf Rauða krossins. Í gær gerðu Avis og Rauði krossinn með sér samning um að í öllum Avis bílaleigubílum hér verði askja frá Rauða krossinum fyrir afgangsaur. Búist er við að erlendir ferðamenn muni nota tækifærið til að losa sig við íslenska mynt og seðla fyrir brott- för frá landinu. Í tilkynningu kemur fram að féð eigi að nota til að styrkja verk- efni Rauða krossins hér á landi. - óká Innbrot í Vogahverfi og Hafnarfirði: Sömu þjófar stálu sömu hlutum LÖGREGLA Tilkynnt var um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Súðarvogi snemma á sunnudagsmorguninn. Fljótlega kom í ljós að þjófarnir voru hinir sömu og handteknir voru í Breiðholti aðfaranótt sunnudags, vegna innbrots í Hafnarfirði. Þaðan höfðu þre- menningarnir stolið fyrirtækis- bíl sem þeir klesstu á ljósastaur í Seljahverfi og skemmdu mikið. Að sögn lögreglu fannst þýfi úr innbrotinu í Súðarvogi í bíln- um og reyndist samskonar og tekið hafði verið ófrjálsri hendi í Hafnarfirði; eða tölvubúnaður og rafsuðuvélar. Þjófarnir unnu mikil skemmdarverk á báðum stöðum, spörkuðu upp hurðum og brutu og brömluðu, auk þess sem blaðið veit til þess að á báð- um stöðum hafi verið skitið í ruslafötur. Lögregla segir fótspor hafa komið upp um þjófana, sem og varningurinn sérstæði sem stolið var. Mennirnir voru allir undir áhrifum áfengis og hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Þeir voru handteknir á Nikkabar í Efra-Breiðholti, en sjónarvottar bentu lögreglu á þann felustað þjófanna. - þlg Rauði krossinn: Dagur sjálf- boðaliðans HJÁLPARSTARF Mikið var um dýrðir á degi sjálfboðaliðans í gær þegar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands var með opið hús í nýju húsnæði deildarinnar að Lauga- vegi 20. Hundruð sjálfboðaliða voru sérstaklega kallaðir til sam- kvæmisins þar sem boðið var upp á jólaleiki, tískusýningu úr L-12 verslun Rauða krossins, tónlistar- atriði og fleira. Með samkomunni vildi Reykjavíkurdeildin þakka sjálfboðaliðum gott starf og gefa þeim tækifæri til að kynnast og eiga góða stund saman. - þlg ÓVENJULEGAR AÐFARIR Innbrotsþjófar sem létu greipar sópa á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu unnu mikil skemmdarverk, auk þess að gera stykkin sín í ruslafötur á báðum stöð- um. Myndin er sviðsett. HANS KRISTJÁN ÁRNASON Hans Kristján vísar á bug gagnrýni í þá veru að þjóðarhreyfingin ætli að auglýsa umboðslaust í New York Times í nafni þjóðarinnar. „Þjóðarhreyfingin skrifar undir auglýsinguna,“ segir hann og bætir við að þjóðerni aðstandenda auglýsingarinnar komi fram í upphafi meginmáls hennar. EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON „Það er ástæða til að tala til þessara manna í fullri alvöru.“ BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON Seðlabankinn tjáir sig ekki um gagnrýni á bankann. BÍLVELTA VIÐ HÖFN Bíll valt í mikilli hálku á þjóðvegi 99 um tíuleytið á laugardagskvöld. Veg- urinn er tengivegur Hafnar í Hornafirði við þjóðveg eitt. Tveir voru í bílnum en sakaði ekki. Bíllinn er talsvert skemmdur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.