Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 06.12.2004, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 6. desember 2004 himnesk sending ar gu s 04 -0 66 3 Öf lugt dre i f iker f i um al l t land • s ími 569 8400 • landf lutningar. is Hámarksþyngd 30 kg, hámarksstærð 0,09 m3 (t.d. 45x45x45 cm). 490 kr. Sama verð fyrir alla jólapakka! Notið þægindin Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. H ön nu n: G ís li B . Vitatorg Bílahús með innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu. 223 stæði. Myndbandsupptaka úr leik Þórs og Fram sýnir vel hvað gerðist fyrir norðan: Ingólfur sagði Fréttablaðinu ósatt HANDBOLTI Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþrótta- höllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að um- mæli Ingólfs eftir leikinn stand- ast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. Í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn sagði Ingólfur: „Strákarn- ir í 3. flokki Þórs byrja að ögra mér þegar ég geng í átt að klefan- um og stíga fyrir mig. Þá ýtti ég þeim bara í burtu en um leið sé ég að allt verður vitlaust. Ég var sjálfur alveg rólegur.“ Á myndbandinu sést greinilega að Ingólfur tekur lykkju á leið sína til búningsklefa, sem var greið, og stígur þrjú skref til vinstri svo hann geti stuggað við einum 3. flokks stráknum. Einnig sést á myndbandinu að Ingólfur er ansi æstur á þessum tíma en ekki eins rólegur og hann vildi vera láta. Fréttablaðið hafði sam- band við Ingólf í gær og spurði hann að því af hverju hann hefði sagt ósatt. „Ég er úti í París og á eftir að sjá þetta myndband. Ég greindi bara frá hlutunum eins og mér fannst þeir hafa verið á þessum tíma. Það er nú oft þannig að maður upplifir hlutina öðruvísi þegar maður er mjög heitur,“ sagði Ingólfur. Fréttablaðið hafði einnig samband við fyrirliða Framara, Guðlaug Arnarsson, en hann ver ekki gjörðir Ingólfs þó hann vilji sjá ákveðnar breytingar á dómi aganefndar. „Alvarleikinn í broti Ingólfs sést greinilega á þessu mynd- bandi en dómurinn er samt ekki í samræmi við aðra dóma aga- nefndar í vetur. Brot Þórsarana sést líka greinilega á myndband- inu og þeir verða að axla sína ábyrgð í þessu máli. Ef aganefnd- in ætlar að halda þessu banni á Ingólfi til streitu þá verða þeir að þyngja refsinguna sem Þór fékk,“ sagði Guðlaugur. henry@frettabladid.is MEÐ GÖMLU FÉLÖGUNUM Í KA Ingólfur Axelsson er uppalinn í KA og lék gegn sínum núverandi félögum í Fram í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Fréttablaðið/Róbert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.