Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2004, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.12.2004, Qupperneq 20
Ferskt og hollt fyrir barnið Silja Egilsdóttir nýtur þess að borða hollan og heimatilbúinn mat. Meðal þess fræðsluefnis sem foreldrum er rétt á heilsugæslu- stöðinni er bæklingur sem heitir Næring ungbarna og þar er far- ið vel og ítarlega yfir það hvað er óhætt að gefa barninu á ýms- um aldursskeiðum og hvers það þarfnast. Þar eru líka leiðbein- ingar um hvernig búa má til all- an mat sjálfur. Margir foreldrar brosa út í annað og hugsa: það er ábyggilega fínt, en ætli maður hafi nú ekki nóg annað að gera og svo eru matvörubúðirnar fullar af gæðastöðluðum krukk- um og pökkum með barnamat sem er áreiðanlega fínn og svo er grauturinn járnbættur og þetta er svo þægilegt ... Og vissulega er þetta þægi- legt en þegar að er gáð er úrval- ið kannski ekki eins mikið og það lítur út fyrir að vera þannig að til lengdar verður þessi mat- ur leiðigjarn fyrir barnið. Frá sex mánaða aldri mega börn borða ýmiss konar ávexti og grænmeti, þar á meðal kart- öflur, rófur, rauðrófur, gulræt- ur, brokkolí, blómkál, baunir og maískorn, epli, perur, banana og melónur. Snögg leit í barnamats- hillunni úti í hverfisbúðinni skil- aði aðeins tveimur af þessum grænmetistegundum, þótt úr- valið af ávaxtamaukinu væri heldur skárra. Í grænmetis- og ávaxtaborðinu svigna allar hill- ur undan hvers kyns nýmeti, og hvað er í raun einfaldara en að kaupa það, sjóða, stappa og mauka? Sá sem á blandara eða töfrasprota getur hæglega útbú- ið talsvert magn af hverri teg- und og fryst í litlum skömmtum sem er auðvelt að afþíða, til dæmis í klakaboxum, og þá er alltaf hægt að velja á milli nokk- urra fæðutegunda þegar kemur að matartímanum. Auðvitað sýnir sig líka fljótt að þetta er líka miklu ódýrara. Með þessu móti má prófa sig áfram með bragð- og fæðuteg- undir, til dæmis með því að mauka saman nokkrar tegundir af ávöxtum eða grænmeti, kjöti, fiski, pasta eða hrísgrjónum, allt eftir því hvað barnið er far- ið að borða, og bæta út í mjólk, ólífuolíu, smjöri eða öðru slíku til að mýkja og bragðbæta. Allt hráefnið á að vera ferskt og ómeðhöndlað þegar það er eldað, og sem nýjast. Athugið að hnetur eða möndlur á aldrei að gefa ungbarni. Ef einhver vafi kemur upp um það hvað óhætt er að gefa barninu að borða er til dæmis hægt að leita upplýs- inga hjá ungbarnaeftirlitinu á heilsugæslustöðinni. ■ Þegar kemur að því að byrja að gefa barninu sínu fasta fæðu vakna margar spurningar og sú fyrsta er auðvitað þessi: Hvaða matur er bestur fyrir barnið? Heilsuátak Nú styttist í jólin og kvíða margir því að heilsuátakið fari í hundana. Ekki óttast of mikið. Reyndu að forðast tertur og sætindi til jóla og verðlaunaðu þig um jólin. Reyndu að borða ekki yfir þig og ekki gleyma ávöxtunum og grænmetinu góða.[ ] Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Herra og dömu- náttfatnaður. Kringlunni 8, Sími :553-3600 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Grænmetisréttur Þvoið, afhýðið og sjóðið vel nokkrar tegundir af grænmeti, til dæmis brokkolí, blómkál, gulrætur og kartöflur, og maukið saman í blandara. Hlutföllin skipta í sjálfu sér ekki máli. Bætið vænni slettu af smjöri eða ólífuolíu út í og jafnið vel. “Ávaxtakombó“ fyrir sjö mánaða 3 bananar, vel þroskaðir 1 gul melóna 2 stór epli 2 perur Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og per- urnar og setjið í pott með sjóðandi vatni. Sjóðið þar til ávextirnir eru mjúkir, gætið þess að ofsjóða ekki, því þá breytast eplin í eplamauk. 8-10 mínútur er kappnóg. Setjð í blandara ásamt banönum í bit- um og aldinkjötinu úr melónunni. Blandið hressilega í 2-3 mínútur, eða þar til maukið er jafnt og kekkjalaust. Þetta mauk má bera fram eitt sér sem ìeftirréttî eða sem snarl á milli aðalmál- tíða, og setja út á graut, ab-mjólk, skyr eða annan spónamat. Kjötréttur kornabarnsins 300-400 g magurt kjöt, t.d. af framhrygg 6-8 meðalstórar kartöflur 3-4 gulrætur 1 rófa, eða svipað magn af öðru græn- meti – brokkolí, blómkáli, maís eða grænum baunum fersk, fínsöxuð steinselja ef vill Sjóðið kjötið í um það bil lítra af vatni þar til það er vel meyrt. Þvoið og afhýð- ið grænmetið, skerið það í teninga og látið það sjóða með kjötinu síðustu 15 mínúturnar. Maukið allt saman vel í blandara (má líka nota töfrasprota) og þynnið með soðvatninu ef þurfa þykir. Til að búa til fiskrétt má fara eins að, nota fisk í staðinn fyrir kjöt og þar sem fiskur þarf styttri suðu er óhætt að hafa grænmetið í suðunni allan tímann. Hádegishafragrautur 1/2 dl hafragrjón 1 dl vatn eða stoðmjólk (1/4 dl í viðbót ef eldað í örbylgjuofni) 10-12 rúsínur fjórðungur úr epli, peru eða banana Setjið haframjöl og vatn í pott, eða ílát sem má fara í örbylgjuofn. Saxið rúsínurnar smátt og rífið epli eða peru, eða stappið banana, og setjið saman við. Látið koma upp suðu og sjóðið í eina mínútu við vægan hita á eldavélinni, eða eldið í tvær og hálfa mínútu á mesta styrk í örbylgjuofni. Þynnið með vatni eða stoðmjólk ef þurfa þykir og gætið þess að grauturinn fái að kólna svolítið áður en hann er borðaður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.