Fréttablaðið - 07.12.2004, Side 49

Fréttablaðið - 07.12.2004, Side 49
29ÞRIÐJUDAGUR 7. desember 2004 Lynghálsi 4 Sími: 567 3300 Opið virka daga 9-18 www.hestarogmenn.is Steinefna- og vitamin-vika Tilboðsverð kr. 5.990 80 dagaskammtur Við höfum gefið hrossum okkar Right Balance bætiefnið og erum mjög ánægð með virkni þess. Við höfum fundið umtalsverðan mun á styrk og vexti hófa. Herdís og Indriði í Grafarkoti, Húnavatnsýslu Afsláttur á saltsteinum og FB fóðri Úrvalshryssan Blæja frá Hólum hefur verið seld til Svíþjóðar. Kaupandi er Anna R. Danielsson dýralæknir, seljandi Hólaskóli. Blæja varð Íslandsmeistari í tölti 1999 og í öðru sæti í sömu grein á LM 2000, knapi Egill Þórarinsson. Það er stórfrétt út af fyrir sig að svo afburðagóð hryssa skuli gefin föl, ef ekki væri sá hængur á gripnum að hún hefur verið úr- skurðuð ófrjó og með varanlegt mein á framfæti, sem sagt óhæf til reiðar. Og þá er fréttin ekki lengur sú að hryssan hafi verið gefin föl, heldur sú að til skuli vera kaupandi sem vill gefa stórfé fyrir svo gallað hross. Kaupverðið var 1,5 milljónir króna, sem verður að teljast býsna hátt verð fyrir hross sem gagnast hvorki til undaneldis né útreiða. Eftir því sem næst verður komist er ætlun kaupandans að halda Blæju sem eins konar heið- urshross, sem venjulegt fólk myndi einfaldlega kalla að fá sér gæludýr. En er það virkilega svo? Er ekki þarna á bak við löngun og vissa um að geta gert betur en kollegarnir? Ingimar Jónsson, bóndi á Flugu- mýri, sem hafði milligöngu um kaupin, segist ekki geta fullyrt um hver sé tilgangur Önnu. Þó beri að hafa í huga að í Svíþjóð séu mjög færir dýralæknar á sviði hrossasjúkdóma og hún eygi því kannski von um að hægt sé að koma fyli í hryssuna. Ingimar segir enn fremur að Blæja hafi lit- ið mjög vel út þegar hún var sótt að Hólum, spræk og algjörlega óhölt að sjá, enda verið brúkunar- laus í þrjú ár. Hann segir að marg- ir hafi sýnt hryssunni áhuga eftir að hún kom til Svíþjóðar, þ.á.m. nokkrir þekktir knapar sem líti hýru augu til þessarar snjöllu keppnishryssu. Þrá frá Hólum öll Talandi um Hólaskóla þá má geta þess að flaggskip hryssustofnsins á búinu, Þrá frá Hólum, er fallin. Hún eignaðist nokkrar mjög góð- ar dætur um ævina en synir henn- ar náðu því ekki að komast í hóp úrvals stóðhesta. Reyndar hefur enginn slíkur komið frá Hólum um áraraðir en nú hillir undir breytingar í því efni. Þrír álitlegir folar á 4. og 5. vetri eru í tamn- ingu. Efnilegastur er Brúnn und- an Þilju frá Hólum og Nagla frá Þúfu, sérlega glæsilegur, reistur og háfættur, svartur. Annar undan Þrennu frá Hólum og Kormáki frá Flugumýri, mjúkur alhliða hestur, jarpur, og svo er foli á 5. vetri undan Þulu frá Hólum og Kraflari frá Miðsitju, sem fór vel af stað í fyrra og lofar góðu um framhald- ið. ■ JENS EINARSSON FJALLAR UM HESTA OG HESTAMENNSKU Á HESTBAKI Gæludýr fyrir eina og hálfa milljón B Í Ó M I Ð I Á S E E D O F N Ú Í B Í Ó Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Vinningar: Miðar á Seed of Chucky DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA SCF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9 . h v e r v i n n u r BLÆJA FRÁ HÓLUM Blæja frá Hólum, knapi Egill Þórarinsson. Hryssan hefur verið seld til Svíþjóðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.