Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 6
6 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Brýnt að fá ný jarðgöng: Umferðarteppa í Oddskarði SAMGÖNGUR Aukin og breytt um- ferð um Oddskarðsjarðgöngin á Norðfjarðarvegi veldur vegfar- endum vandræðum. Hjá Vega- gerðinni fengust þær upplýsing- ar horft til tímabilsins 1. júní til 24. ágúst sé aukning umferðar 10 prósent frá síðasta ári. Frá ára- mótum talið hefur umferð aukist um 8 prósent. „Þó aukningin sé ekki mikil er þetta að verða slæmt ástand. Þungaflutningar hafa aukist gríð- arlega, ekki síst eftir að Síldar- vinnslan hóf slátrun á laxi í Norð- firði,“ segir Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Göngin eru einbreið með tveim- ur útskotum og sennilega þau einu í heiminum með blindhæð. Fólk er bakkandi þarna fram og til baka þannig að úr er orðið verulegt vandamál.“ Guðmundur segir ný jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar brýnasta hagsmunamál sveitar- félagsins. „Annað hvort þarf að fara sem fyrst í að gera ný göng, eða menn þurfa að eyða fleiri hundruð milljónum í að laga þessi göng og gera þau nútíma- legri,“ segir hann og bendir á að jarðgöngin um Oddskarð hafi verið opnuð árið 1978 og því barn síns tíma. „Þau hafa verið mikil samgöngubót, en í dag eru þau orðin veruleg hindrun.“ ■ Borgarfyrirtæki í samkeppni seld Samstaða er um það innan R-listans að selja borgarfyrirtækin Vélamiðstöðina og Malbikunar- stöðina. Hafa loks fallist á okkar sjónarmið, segir oddviti D-listans. Tilboð Vélamiðstöðvarinnar í verkefni fyrir Sorpu óheppilegt, segir forseti borgarstjórnar. SAMKEPPNI Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að enginn ágreiningur sé um það inn- an borgarstjórnar Reykjavíkur að einkahlutafélögin Vélamiðstöðin og Malbikunarstöðin verði seld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, seg- ir þessa niður- stöðu vera fagnaðarefni: „Það er aug- ljóst að tvær grímur hafa runnið á R- listamenn eft- ir að málefni Vélamiðstöðv- a r i n n a r komust í há- mæli. Við höf- um barist fyr- ir því að borg- in dragi sig út úr þessum samkeppnisrekstri og með þess- ari kúvendingu er meirihlutinn að fallast á okkar sjónarmið.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar, hefði fengið verk hjá borginni fyrir hundruð milljóna án útboðs. Vélamið- stöðin átti auk þess lægsta boð í einn hluta verkefnis í útboði á vegum Sorpu sem Reykjavíkur- borg er stærsti eigandinn að. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að Vinstri grænir hafi viljað skoða hvort til greina komi að selja Vélamiðstöð- ina en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. „Ég verð að segja að þetta tilboð þeirra í Sorpu er óheppilegt og það hefur gefið okk- ur tilefni til að skoða þessi mál upp á nýtt,“ sagði Árni Þór í samtali við Fréttablaðið. S t j ó r n a r - f o r m a ð u r Sorpu er Alfreð Þor- steinsson en hann er jafn- framt stjórn- a r f o r m a ð u r O r k u v e i t u Reykjavíkur, annars eig- anda Vélamið- stöðvarinnar. Forstjóri Orkuveitunnar og sam- starfsmaður Alfreðs þar, Guð- mundur Þóroddsson, er einn þriggja stjórnarmanna Vélamið- stöðvarinnar. Alfreð sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki sjá neitt at- hugavert við viðskipti Vélamið- vöðvarinnar við fyrirtæki borg- arinnar. „Umhverfi á þessum markaði hefur verið að breytast. Einkaaðilar hafa í sívaxandi mæli tekið að sér verkefni sem Vélamiðstöðin sinnti áður,“ seg- ir Alfreð. „En nú er fullur vilji til þess hjá núverandi meiri- hluta að selja Vélamiðstöðina og það sama á við um Malbikunar- stöðina,“ sagði Alfreð en hann vildi ekki gefa upp hvenær af sölunni yrði, aðeins að það yrði „í fyllingu tímans“. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að ekkert útiloki að salan eigi sér stað fljótlega. „Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að ganga til þessa verks á næstu mánuðum,“ segir Vilhjálmur. Stjórnarformaður Vélamið- stöðvarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson, vildi ekki svara því hvort honum væri kunnugt um þær fyrirætlanir borgarinnar að selja fyrirtækið. „En það hefur auðvitað ýmislegt verið rætt,“ sagði Stefán. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,2 -0,08% Sterlingspund 129,62 -0,07% Dönsk króna 11,72 -0,24% Evra 87,16 -0,23% Gengisvísitala krónu 121,94 0,15% Kauphöll Íslands - hlutabréf Fjöldi viðskipta 364 Velta 2.958 milljónir ICEX-15 3.406,42 2,70% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1.164.452 Burðarás hf. 746.875 Landsbanki Íslands hf. 621.054 Mesta hækkun Fiskeldi Eyjafjarðar hf 16,67% Landsbanki Íslands hf. 5,77% Burðarás hf. 2,27% Mesta lækkun Fjárfestingarfélagið Atorka hf. -3,02% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -2,97% Actavis Group hf. -0,22% Erlendar vísitölur DJ* 10.174,7 -0,1% Nasdaq* 1.852,4 -0,4% FTSE 4.453,9 1,0% DAX 3.832,3 1,1% NIKKEI 11.129,33 -0.01% S&P* 1.104,4 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða framsóknarkona sagðist ekkiætla að láta strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur? 2Hvaða tvo háskóla er verið að talaum að sameina? 3Með hvaða liði ætlar körfuboltamað-urinn Jón Arnór Stefánsson að leika í vetur? Svörin eru á bls. 46 BURÐARÁS BÆTIR VIÐ Burðarás bætti við sig eignarhlut í breska bankanum Singer and Friedland- er í gær. Eignarhlutur Burðarás er nú 9,44 prósent. Búist er við því að KB banki sem á tæp 20 prósent í bankanum hefji yfir- tökutilraunir á næstu vikum. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON „Með þessari kúvend- ingu er meirihlutinn að fallast á okkar sjónarmið.“ ESKIFJÖRÐUR Brattur og bugðóttur vegur liggur fyrir ofan bæinn upp í jarðgöngin í Oddskarði sem eru í um 600 metra hæð. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að þegar lagt var upp með sameiningu sveitarfélaga á Austfjörðum hafi verið lofað að berjast fyrir nýjum jarðgöngum. MEÐALUMFERÐ Á DAG UM NORÐFJARÐARVEG Á ODDSSKARÐI Allt árið Sumar Vetur 2000 262 336 192 2001 274 347 214 2002 305 416 244 2003 307 397 235 Heimild: Vegagerð Ríkisins. ■ VIÐSKIPTI SKREIÐARVINNSLA EKKI Í HÆTTU Skreiðarvinnsla á Íslandi er ekki hættu vegna nýrra heilbrigðis- reglna Evrópusambandsins. Í Stikl- um, vefriti viðskiptaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins, segir að ís- lensk stjórnvöld muni ekki gangast undir reglurnar, sem hindri alda- gamlar hefðir í matvælavinnslu. ■ SJÁVARÚTVEGUR ALFREÐ ÞORSTEINSSON „Nú er fullur vilji til þess hjá núverandi meirihluta að selja Vélamiðstöðina.“ VÉLAMIÐSTÖÐIN Alfreð Þorsteinsson segir að til greina komi að selja Vélamiðstöðina en engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. 06-07 26.8.2004 21:30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.