Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 38
30 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Við hneykslum á ... ... öllum þeim íþróttamönnum sem hafa fallið á lyfjaprófi á Ólympíu- leikunum. Á hverjum degi kemur fram nýr svartur sauður meðal bestu íþróttamanna heims og setur um leið svartan blett á leikana og íþróttir almennt. Sem betur fer komast fáir orðið upp með þetta svindl. „Ég vil sjá Wayne Rooney verða að afa hjá Everton.“ Bill Kenwright, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton.sport@frettabladid.is Við fullyrðum... ... að argentínska landsliðið í knatt- spyrnu sé hið eina sanna draumalið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Liðið hefur unnið alla sína fimm leiki með saman- lagðri markatölu 16-0. FÓTBOLTI Það efast enginn um það að fáir íslenskir knattspyrnumenn eru að spila jafn vel og Gylfi Ein- arsson um þessar mundir. Gylfi hefur farið á kostum með norska liðinu Lilleström í sumar og til að taka af allan vafa um raunveru- lega getu hans var hann besti mað- ur vallarins þegar Ísland vann Ítalíu fyrir skömmu. Þar skoraði hann eitt mark, lagði upp annað og vann flest þau návígi sem hann fór í. Hluti af ástæðu þess að hann er að spila jafn vel og raun ber vitni er að hann er loksins farinn að spila þá stöðu sem hentar honum best, sem framliggjandi miðju- maður. Gylfi hefur átt erfitt uppdrátt- ar frá því að hann kom til Noregs í október árið 2000, verið inni og úti úr liði Lilleström og aldrei náð að festa sig í sessi í íslenska landslið- inu. Allt þar til nú. Í dag er hann á toppi ferils síns, með lausan samn- ing eftir að tímabili lýkur og hefur þegar hafnað nýju tilboði frá Lille- ström. Hann hefur gefið það út að hann vilji spila í sterkari deild þar sem spilaðir eru fleiri leikir en í norsku úrvalsdeildinni. Það er skiljanlegt að Gylfi vilji notfæra sér sterka stöðu sína í augnablikinu en hann skal þó vara sig á því að færast ekki of mikið í fang. Hjá Lilleström passar hann vel inn í liðið og allt leikur í lyndi en það er engin trygging fyrir því að að það sama verði uppi á ten- ingnum ef hann færir sig um set, ég tala ekki um ef hann fer í ein- hverja af stærstu deildum Evrópu. Það hefur verið landlægur ósiður hjá íslenskum knatt- spyrnumönnum að taka stærri skref en þeir raunverulega valda og margir leikmenn hafa einfald- lega fryst feril sinn með illa ígrunduðum ákvörðunum um eigin framtíð. Arnar Gunnlaugs- son byrjaði tímabilið 1998-1999 frábærlega með Bolton í ensku 1. deildinni. Hann skoraði glæsileg mörk og var kominn í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins. Það leið ekki á löngu þar til hann fór að krefjast launahækkunar eða að vera settur á sölulista. Hann var seldur til Leicester City í febrúar 1999 en þau draumafélagaskipti snerust fljót- lega upp í martröð fyrir Arnar sem enn sér ekki fyrir endann á. Hann spilaði fáa leiki fyrir félag- ið, fór þaðan til skoska liðsins Dundee United þar sem það sama var uppi á teningnum og endaði síðan í KR þar sem smám saman hefur fjarað undan ferli þessa eitt sinn frábæra knattspyrnu- manns. Gylliboðið freistaði Þórður Guðjónsson var kóngur í Belgíu þegar hann lék þar með Genk og átti stóran þátt í því að liðið varð belgískur meistari árið 1999 og bikarmeistari ári seinna. Þórður freistaðist af gylliboði spænska liðsins Las Palmas vorið 2000 en þrátt fyrir að kosta mikið spilaði hann aðeins átta leiki fyrir félagið þau tvö tímabil sem hann dvaldi hjá liðinu. Hann fór að lokum til Bochum en þar hefur hann aldrei náð sömu hæðum og hjá Genk forðum daga og var til að mynda sá eini í byrjunarliði Ís- lands gegn Ítölum sem ekki átti fast sæti í sínu félagsliði. Jóhannes á Spáni Bróðir Þórðar, Jóhannes Karl, fetaði í fótspor bróður síns ári seinna. Hann átti hreint út sagt frábært tímabil með hollenska liðinu RKC Waalwijk leiktíðina 2000-2001 eftir að hafa komið til liðsins frá Genk og var af mörg- um talinn vera einn af bestu miðjumönnum hollensku deildar- innar. Honum bauðst að fara til spænska stórliðsins Real Betis haustið 2001 og eftir tólf leiki þar var ljóst að hann var ekki inni í framtíðarplönum félagsins. Þá tók við kapphlaupið mikla hjá honum þar sem hann var lánaður til enskra úrvalsdeildarliða, fyrst Aston Villa og síðan Wolves. Hann spilaði nánast ekkert með Wolves í fyrra jafnvel þótt liðið væri án nokkurs vafa það léleg- asta í ensku úrvalsdeildinni og það hafði sín áhrif á knattspyrnu- manninn Jóhannes Karl. Nú er hann hins vegar laus úr spænsku prísundinni og kominn til Leicest- er en eftir stendur að hann hefur bætt sig meira í golfi en fótbolta undanfarin þrjú ár. För Helga til Grikklands Helgi Sigurðsson skoraði grimmt með norska liðinu Stabæk sumarið 1999. Hann hafði skorað fjórtán mörk í átján leikjum með félaginu það tímabil þegar hann var seldur til gríska stórliðsins Panathinaikos fyrir 140 milljónir íslenskra króna. Helgi átti aldrei möguleika að festa sig í sessi hjá hinu geysisterka gríska liði og varð því fegnastur þegar hann var keyptur til norska liðsins Lyn sumarið 2002. Þar náði hann sér ekki á strik, var hálfdrættingur miðað við þann Helga Sigurðsson sem lék í Stabæk áður en hann fór til Grikklands og spilar nú með dan- ska liðinu AGF. Það eru svo sem ekki slæm örlög að spila í Árósum en varla sá staður sem menn hefðu búist við að Helgi myndi spila fimm árum eftir að hann var einn heitasti framherji norsku úr- valsdeildarinnar. Hér hafa verið taldir upp fjórir snjallir leikmenn sem liðu annað hvort fyrir það að vera fórnarlömb aðstæðnanna eða ofmátu sjálfa sig. Að sjálfsögðu hafa margir nokkrir íslenskir leikmenn tekið skrefið upp á við eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson. Gylfi Einarsson gæti vel leikið það eftir en hann verður að hafa í huga að það er nauðsyn- legt að sníða sér stakk eftir vexti, velgengni á einum stað tryggir hana ekki á öðrum. oskar@frettabladid.is Að sníða sér stakk eftir vexti Gylfi Einarsson vill nota sterka stöðu sína hjá Lilleström til þess að komast í betri deild en hann má passa sig á því að færast ekki of mikið í fang. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Haile Gebr-s e l a s s i e , eþíópíski lang- hlauparinn, kennir lélegri æfingabraut um lélega frammi- stöðu sína í 10 þús- und metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gebrselassie, sem er tvöfaldur ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari, segir braut- ina afleita. „Þetta er ein versta æf- ingabraut heims“ sagði hlauparinn. „Það eru steinar og holur úti um allt á henni, sem gerir manni mjög erfitt fyrir“. Gebrselassie skaddaðist á hásin mánuði fyrir leikana og gat því ekki beitt sér af fullum styrk. Lið Argentínu-manna í fótbolt- anum hefur lagt öðrum liðum lín- urnar með framúr- skarandi leik og ef fram fer sem horfir mun fátt koma í veg fyrir sigur þess á Ólympíuleikunum. Argentína hefur skorað 16 mörk í fimm leikjum og haldið marki sínu hreinu. Carlos Tevez, nýráðinn leikmaður Boca Juniors næstu fjögur árin, hefur skor- að 7 af sextán mörkum sinna manna. Gárungarnir segja þetta að- eins vera byrjunina á glæsilegu tíma- bili sem fram undan er hjá þessu unga og skemmtilega liði og að það verði illviðráðanlegt á HM í Þýska- landi 2006. Þjálfari liðsins, Marcelo Bielsa, sagði liðsheildina skipta mestu máli. „Tevez er frábær leik- maður en við erum fyrst og fremst gott lið,“ sagði Bielsa. Hamish Carterfrá Nýja-Sjá- landi sigraði í þrí- þraut á Ólympíu- leikunum. Félagi hans, Nýsjálending- urinn Bevan Docherty, var annar eftir að hafa haldið í við Carter megnið af keppninni. Carter endaði í tuttugasta og sjötta sæti á leikunum í Sydney fyrir fjórum árum en hefur æft grimmt síðan og er nú orðinn einn þeirra bestu. Sviss- lendingurinn Sven Riederer hamp- aði þriðja sætinu. GYLFI ERFIÐUR VIÐ AÐ EIGA Marco Materazzi, leikmaður Inter, réð ekkert við Gylfa Einarsson í landsleik Íslands og Ítalíu eins og sjá má hér fyrir ofan. Fréttablaðið/Hari ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON ÍÞRÓTTABLAÐAMAÐUR ÍÞRÓTTASKÝRING Knattspyrnumaðurinn Gylfi Einarsson hjá Lilleström í Noregi hyggst breyta til. 38-39 (30-31) SPORT 26.8.2004 18:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.