Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2004 OFIÐ Í KABÚL Atvinnulíf Afganistans er að stórum hluta knúið áfram af vinnuframlagi barna. Sakína, níu ára, og Javed, 6 ára, eru hér við vinnu sína í vefnaðarverksmiðju í Kabúl. Sýningin Kýr 2004: Besti gripurinn valinn LANDBÚNAÐUR Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setur á morg- un sýninguna Kýr 2004 sem haldin verður í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Sýningin hefst klukkan hálf eitt á kálfasýningu, að því er fram kemur á vef Búnaðarsambands Suður- lands. „Keppt verður í fjölmörgum flokkum og má búast við hörku keppni,“ segir á vef Landssam- bands kúabænda. Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi standa fyrir kúasýning- unni, sem gert er ráð fyrir að ljúki síðdegis þegar besti gripur sýning- arinnar hefur verið valinn. Guðmundur Jóhannesson, nautgriparæktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem sæti á í undirbúningsnefnd sýningarinnar, segir útlit ráða mestu við mat sýningargripa. „Þetta er fegurðarsýning,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að- komu landbúnaðarráðherrans þá eina að setja sýninguna, bestu gripirnir fengju ekki koss að laun- um. „Hún fær ekki svo vegleg verðlaun vinningskýrin.“ ■ STRANDAGLÓPAR Á HEATHROW Ferðalög þúsunda ferðamanna hafa raskast vegna manneklu og tækniörðug- leika British Airways. British Airways: Aflýsir 90 ferðum LONDON, AP Breska flugfélagið British Airways aflýsti nokkrum flugferðum í gær, fjórða daginn í röð, sökum manneklu og tækniörðugleika. Flugfélagið aflýsti flugi frá Baltimore og Maryland í Banda- ríkjunum til Heathrow-flugvall- ar og flugi til Amsterdam vegna tækniörðugleika. Flugi til Zürich og Osló var aflýst vegna manneklu. Flugfélagið hefur aflýst alls um 90 flugferðum undanfarna fjóra daga og þúsundir ferða- manna hafa hvorki komist lönd né strönd. Miklar annir eru á flugvellinum um þessar mundir enda ferðalög í hámarki. ■ Garðabær: Kaupa vatn af Hafnfirð- ingum VATNSBÓL Samningar hafa náðst milli Garðabæjar og Hafnar- fjarðar um að Garðbæingar fái vatn frá Hafnfirðingum þegar og ef þörf verður á slíku í fram- tíðinni. Er um baktryggingu að ræða af hálfu bæjarstjórnar Garðabæjar en vatnsból Garðbæinga verða notuð áfram meðan hægt er. Vatnsveita Hafnarfjarðar hefur um skeið séð iðnaðarhverfinu við Moldu- hraun í Garðabæ fyrir öllu vatni og verður því haldið áfram. Frá þessu er skýrt á vef Víkurfrétta. ■ KÖGUN Á ÁÆTLUN Hagnaður Kögunar á öðrum ársfjórðungi nam 90 milljónum króna, saman- borið við 43 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir skatta á fyrstu sex mánuðum árs- ins nemur 174 milljónum króna. Hagnaður varð af öllum fyrir- tækjum Kögunar. Fyrirtækið gerðist nýverið kjölfestufjárfest- ir í Opnum kerfum þegar það keypti ríflega 35 prósenta hlut í félaginu. ■ VIÐSKIPTI M YN D /A P GUTTORMUR OG GUÐNI Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setur fegurðarsamkeppnina Kýr 2004 í Ölfushöll á Ingólfshvoli á morgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Upplýsingatækni: Ísland með formennsku UPPLÝSINGATÆKNI Geir H. Haarde fjármálaráðherra stýrði fundi Nor- rænu ráðherranefndarinnar um upplýsingatækni sem fram fór á Hótel Nordica í gær, en Ísland fer með formennsku í nefndinni í ár. Ræddu ráðherrarnir meðal ann- ars um þróun lýðræðis í upplýsinga- samfélaginu, en Norðurlöndin hafa haft forystu um að leita leiða til að nýta tæknina sem best í þágu þeirra lýðræðislegu gilda sem hin nor- rænu samfélög byggja á, segir í til- kynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í framhaldi af fundinum er hald- in ráðstefna um lýðræði og upplýs- ingatækni. ■ 20-21 26.8.2004 15:40 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.