Fréttablaðið - 27.08.2004, Side 21
21FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2004
OFIÐ Í KABÚL
Atvinnulíf Afganistans er að stórum hluta
knúið áfram af vinnuframlagi barna. Sakína,
níu ára, og Javed, 6 ára, eru hér við vinnu
sína í vefnaðarverksmiðju í Kabúl.
Sýningin Kýr 2004:
Besti gripurinn valinn
LANDBÚNAÐUR Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra setur á morg-
un sýninguna Kýr 2004 sem haldin
verður í Ölfushöll á Ingólfshvoli.
Sýningin hefst klukkan hálf eitt á
kálfasýningu, að því er fram kemur
á vef Búnaðarsambands Suður-
lands.
„Keppt verður í fjölmörgum
flokkum og má búast við hörku
keppni,“ segir á vef Landssam-
bands kúabænda. Búnaðarsamband
Suðurlands og Félag kúabænda á
Suðurlandi standa fyrir kúasýning-
unni, sem gert er ráð fyrir að ljúki
síðdegis þegar besti gripur sýning-
arinnar hefur verið valinn.
Guðmundur Jóhannesson,
nautgriparæktarráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands,
sem sæti á í undirbúningsnefnd
sýningarinnar, segir útlit ráða
mestu við mat sýningargripa.
„Þetta er fegurðarsýning,“ sagði
hann. Aðspurður sagði hann að-
komu landbúnaðarráðherrans þá
eina að setja sýninguna, bestu
gripirnir fengju ekki koss að laun-
um. „Hún fær ekki svo vegleg
verðlaun vinningskýrin.“ ■
STRANDAGLÓPAR Á HEATHROW
Ferðalög þúsunda ferðamanna hafa
raskast vegna manneklu og tækniörðug-
leika British Airways.
British Airways:
Aflýsir 90
ferðum
LONDON, AP Breska flugfélagið
British Airways aflýsti
nokkrum flugferðum í gær,
fjórða daginn í röð, sökum
manneklu og tækniörðugleika.
Flugfélagið aflýsti flugi frá
Baltimore og Maryland í Banda-
ríkjunum til Heathrow-flugvall-
ar og flugi til Amsterdam vegna
tækniörðugleika. Flugi til
Zürich og Osló var aflýst vegna
manneklu.
Flugfélagið hefur aflýst alls
um 90 flugferðum undanfarna
fjóra daga og þúsundir ferða-
manna hafa hvorki komist lönd
né strönd. Miklar annir eru á
flugvellinum um þessar mundir
enda ferðalög í hámarki. ■
Garðabær:
Kaupa vatn
af Hafnfirð-
ingum
VATNSBÓL Samningar hafa náðst
milli Garðabæjar og Hafnar-
fjarðar um að Garðbæingar fái
vatn frá Hafnfirðingum þegar
og ef þörf verður á slíku í fram-
tíðinni. Er um baktryggingu að
ræða af hálfu bæjarstjórnar
Garðabæjar en vatnsból
Garðbæinga verða notuð áfram
meðan hægt er. Vatnsveita
Hafnarfjarðar hefur um skeið
séð iðnaðarhverfinu við Moldu-
hraun í Garðabæ fyrir öllu
vatni og verður því haldið
áfram. Frá þessu er skýrt á vef
Víkurfrétta. ■
KÖGUN Á ÁÆTLUN Hagnaður
Kögunar á öðrum ársfjórðungi
nam 90 milljónum króna, saman-
borið við 43 milljóna hagnað á
sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir
skatta á fyrstu sex mánuðum árs-
ins nemur 174 milljónum króna.
Hagnaður varð af öllum fyrir-
tækjum Kögunar. Fyrirtækið
gerðist nýverið kjölfestufjárfest-
ir í Opnum kerfum þegar það
keypti ríflega 35 prósenta hlut í
félaginu.
■ VIÐSKIPTI
M
YN
D
/A
P
GUTTORMUR OG GUÐNI
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
setur fegurðarsamkeppnina Kýr 2004 í
Ölfushöll á Ingólfshvoli á morgun.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Upplýsingatækni:
Ísland með
formennsku
UPPLÝSINGATÆKNI Geir H. Haarde
fjármálaráðherra stýrði fundi Nor-
rænu ráðherranefndarinnar um
upplýsingatækni sem fram fór á
Hótel Nordica í gær, en Ísland fer
með formennsku í nefndinni í ár.
Ræddu ráðherrarnir meðal ann-
ars um þróun lýðræðis í upplýsinga-
samfélaginu, en Norðurlöndin hafa
haft forystu um að leita leiða til að
nýta tæknina sem best í þágu þeirra
lýðræðislegu gilda sem hin nor-
rænu samfélög byggja á, segir í til-
kynningu frá fjármálaráðuneytinu.
Í framhaldi af fundinum er hald-
in ráðstefna um lýðræði og upplýs-
ingatækni. ■
20-21 26.8.2004 15:40 Page 3