Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 44
27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) „How could I forget about you? You're the only person I know.“ -Jason Bourne komst að því í The Bourne Identity að það er ekki mikið mál að verða ástfanginn og kynnast ógleymanlegri stúlku þegar maður man ekki nokkurn skapaðan hlut. Morgan Spurlock er staddur á landinu til að kynna heimildar- mynd sína, Super Size Me, sem frumsýnd var í Háskólabíói í gær. Í heilan mánuð nærðist leikstjór- inn eingöngu á fæði frá McDon- ald’s og þegar afleiðingarnar bár- ust heiminum fyrir sjónir í mynd- inni var heldur betur hrist upp í hamborgaraveldinu óbifandi. Burt með leikföng og trúða Viðbrögðin leyndu sér ekki, mat- seðill McDonald’s tók stakka- skiptum eftir að Super Size Me var frumsýnd í Bandaríkjunum og nú dynur á auglýsingaherferð fyrir hollari rétti keðjunnar í hverri borg sem Morgan Spurlock drepur niður fæti. Sjálfur er hann í skýjunum með látalætin og bein- ir nú spjótum sínum að íslenskum markaði. Hann skorar á McDon- ald’s að hætta að hæna börn að sér með siðlausum auglýsingabrell- um, leikföngum og trúðum. „Ég vona að sem flestir sjái myndina því boðskapurinn er mik- ilvægur fyrir Evrópuþjóðir sem sí- fellt verða fyrir meiri áhrifum frá Bandaríkjunum, meðal annars í neysluvenjum og mataræði. Amer- ískir lifnaðarhættir hafa breiðst út um allan heim og ég tel nauðsynlegt að gera allt sem í mínu valdi stend- ur til að sporna við þeirri þróun. Vekja fólk til umhugsunar og varpa ljósi á hin tvíræðu skilaboð sem forsvarsmenn McDonald’s senda út til viðskiptavina sinna. Á sama tíma og þeir segjast elska alla eyða þeir milljörðum í markaðssetningu til að lokka börnin til sín og stofna heilsu þeirra í hættu.“ Varist bandaríska fituvítið Spurlock hvetur Íslendinga til að líta á ástandið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar og grípa í taumana áður en þjóðin þarf að glíma við lifrarskemmdir, sykur- sýki, hjartasjúkdóma og aðrar af- leiðingar skyndibitavæðingarinnar. „Það er ótrúlegt að okkur hafi tekist að búa til kvikmynd sem fær risa á borð við McDonald’s til að skjálfa á beinunum og endurskoða starfsemi sína. Að mörgu leyti hef ég náð markmiði mínu en það má alltaf gera betur. McDonald’s er brilljant markaðssett, ekkert fyrir- tæki er snjallara í áróðri. Viðbrögð þess við myndinni voru að bæta salati og örlítið hollari réttum við matseðilinn en sá matur er samt óhollur. Salat með djúpsteiktum kjúklingi, dressingu og sykri ... Þetta er ekkert næringarríkur mat- ur! Svo segja þeir að það hafi stað- ið til í langan tíma að breyta mat- seðlinum en mér finnst tímasetn- ingin óhjákvæmilega benda til þess að þeir óttist minni viðskipti í kjöl- far myndarinnar. Heimsótti McDonald’s á Íslandi Við fórum til dæmis á íslenskan McDonald’s í gær og báðum þá um upplýsingabækling um næringar- innihald matarins og eftir langan tíma kom maður með snepil sem geymdur var inni í skáp einhvers staðar á bak við. Hann sagði mér að reyndar vantaði upplýsingar um allan holla matinn í bækling- inn. Áhugavert, því ef það er rétt að McDonald’s hafi lengi ætlað sér að koma fituminni réttum í sölu væru upplýsingar um næringar- innihald þeirra að sjálfsögðu í ný- legum bæklingi um matseðilinn. Mér finnst líka fyndið að McDonald’s hefur auglýst heilsu- rétti sína grimmt í öllum fjölmiðl- um á þeim stöðum þar sem ég hef verið að kynna myndina mína. Alls staðar þar sem ég kem eru birtar heilsíður með auglýsingum fyrir salötin og allan „holla“ matinn. Hvílík tilviljun að slíkt sjáist á nákvæmlega sama tíma og frumsýning myndarinnar. Ég lofa því að hið sama mun gerast hér á Íslandi, ef ekki á morgun þá bráð- lega. Krókur á móti bragði Annað mjög sniðugt bragð sem talsmenn McDonald’s beita er að koma fram í fjölmiðlum og fjalla um hvað myndin sé vel gerð og skemmtileg. Þeir passa sig á að vera fyndnir og hressir og viður- kenna að hún dragi ekki upp sér- lega góða mynd af fyrirtækinu. En sér til varnar segja þeir myndina þó óraunhæfa því ég borðaði svo mikið af kalóríum en hreyfði mig sama og ekkert, sem er alrangt. Ég minnkaði hreyfinguna til muna en hreyfði mig samt tvöfalt meira á þessum þrjátíu dögum sem tilraun- in stóð yfir en hinn almenni borg- ari. Ég tók fullkomlega meðvitaða ákvörðun um að hreyfa mig ekki meira en meðal Ameríkani gerir daglega. Aldrei þrættu talsmenn McDonald’s fyrir hin beinu tengsl milli fitu- og sykurmikils matar og lífshættulegra sjúkdóma eða hversu skaðlegur Big Mac í raun er fyrir mannslíkamann. Þeir vita það vel sjálfir en viðskiptavinirnir eiga rétt á að fá að heyra það líka.“ Heimsækir skóla Einmitt það hefur Morgan Spur- lock hugsað sér að koma fólki í skilning um. Á næstu mánuðum ferðast hann um heiminn og sýnir mynd sína í grunnskólum og menntaskólum svo börn og ung- lingar fái þá fræðslu sem hann telur McDonald’s hafa sniðgengið að veita þeim. „Ef þú gefur 46 milljón manns að borða á hverjum degi, 200- faldan fjölda Íslendinga, berðu þá ekki ábyrgð á að upplýsa fólkið um skaðsemi matarins?“ thorat@frettabladid.is MORGAN SPURLOCK Heimildarmynd leikstjórans var frumsýnd í Háskólabíói í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Látið börnin í friði The Bourne Supremacy Internet Movie Database 7.4 /10 Rottentomatoes.com 79% = Fersk Metacritic.com 71 /100 Entertainment Weekly A Los Angeles Times 3 1/2 stjarna (af 5) Thunderbirds Internet Movie Database 4.5 /10 Rottentomatoes.com 20% = Rotin Metacritic.com 33 /100 Entertainment Weekly C+ Los Angeles Times 2 stjörnur (af fimm) 44-45 (36-37) Bioefni 26.8.2004 18:38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.