Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 20
20 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR
HÆRRA KAUP, TAKK
Starfsmenn í hótel- og veitingarekstri í
Aþenu notuðu tækifærið í gær og héldu í
kröfugöngu um götur borgarinnar. Sjaldan
hafa fleiri ferðamenn komið til Aþenu en
nú vegna Ólympíuleikanna en þrátt fyrir
fullbókuð hótel og annir á veitingastöðum
eru laun flestra starfsmanna afar lág. Enn-
fremur fá fæstir starfsmannanna fasta
ráðningarsamninga og mörgum verður
sagt upp strax að leikunum loknum.
KJARAMÁL Kjaranefnd grunnskóla-
kennara og launanefnd sveitar-
félaganna frestuðu fundi hjá
ríkissáttasemjara sem settur
hafði verið í gær, fimmtudag, til
dagsins í dag.
Setið hefur verið á óformleg-
um samningafundum undanfarna
daga sem aðilar segja gagnlega þó
enginn skráður árangur hafi
náðst. Birgir Björn Sigurjónsson,
formaður launanefndar, segir við-
ræðurnar hreinskiptar og góðar;
vinnulagið gott og því hafi verið
ákveðið að halda óformlegu fund-
arstarfi áfram. ■
Fáir vitja reiðhjóla
hjá lögreglunni
Tilkynnt hefur verið um 293 týnd eða stolin reiðhjól það sem af er þessu ári. Hörður Jóhannes-
son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir mörg hjól skila sér til lögreglu en fáir eigendur vitji hins
vegar um þau.
REIÐHJÓL Tilkynnt hefur verið um
293 týnd eða stolin reiðhjól það
sem af er þessu ári en í fyrra voru
hjólin alls 345. Hörður Jóhannes-
son, yfirlögregluþjónn hjá lög-
reglunni í Reykjavík, segir eitt til
tvö hundruð hjólum, sem finnast
hingað og þangað um borgina,
vera komið til lögreglu á ári
hverju. Ekki komi þó margir og
vitji um hjólin.
Reiðhjólaupp-
boð er hjá lögregl-
unni einu sinni á
ári og eru þá boð-
in upp öll þau hjól
sem hafa verið í
vörslu lögregl-
unnar í að
minnsta kosti eitt
ár. Hörður Jó-
hannesson segir
uppboðið ávallt
vera vel sótt og að
minnsta kosti eitt
hundrað hjól selj-
ist í hvert skipti.
Hann segist ekki vita ástæðu þess
að fáir komi og vitji um hjól sín
hjá lögreglunni. Hugsanlega hafi
fólk þegar fengið hjólin bætt hjá
tryggingunum eða kannski þyki
fólki hjól ekki vera dýr og kaupi
einfaldlega nýtt hjól.
„Ef reiðhjól eru skilin eftir
ólæst getur fólk ekki vænst þess
að koma að hjólinu sínu á sama
stað aftur. Við hvetjum fólk til að
læsa hjólunum við fasta hluti og
nota viðurkennda lása,“ segir Ein-
ar Guðmundsson, forvarnafulltrúi
Sjóvá-Almennra.
Reiðhjól eru tryggð í fjöl-
skyldutryggingum, en í flestum
tryggingum er einhver sjálfs-
ábyrgð. Til að fá hjól, sem hefur
verið stolið, bætt þarf að tilkynna
þjófnaðinn til lögreglu og fara
með lögregluskýrsluna ásamt
kvittun fyrir hjólinu til trygginga-
félagsins. Í flestum hjólaverslun-
um er hægt að fletta upp hvenær
hjól voru keypt og hvað þau kost-
uðu. Þá þarf hjólið að hafa verið
læst með viðurkenndum lás. Ein-
ar hvetur fólk til að læsa alltaf
hjólum sínum við fastan hlut og
festa lásinn við afturdekk eða
grindina sjálfa en ekki við fram-
hjólið því auðvelt sé að ná því af.
Reiðhjólaeigendur hafa komið að
framhjólinu einu eftir. Einar segir
mikilvægt að geyma hjól alltaf
inni í geymslum þar sem því verð-
ur komið við.
hrs@frettabladid.is
Átelja Bush:
Vilja stöðva
auglýsingar
AÞENA, AP Bandaríska ólympíu-
nefndin hefur farið þess á leit við
kosningastjóra George W. Bush að
hætt verði að sýna auglýsingu frá
framboðinu þar sem notast er við
myndir frá Ólympíuleikunum.
Í auglýsingunni sést sundmaður
og fánar Íraks og Afganistan. Í
texta sem lesinn er með auglýsing-
unni segir: „Árið 1972 voru fjörutíu
lýðræðisríki í heiminum. Í dag eru
þau 120. Lýðræðið breiðist út um
heiminn líkt og geislar sólar. Á
þessum Ólympíuleikum verður
tveimur frjálsum þjóðum meira.
Og tveimum hryðjuverkastjórn-
völdum færra.“ ■
■ EVRÓPA
ÍSLENSKUR ÞORSKUR
Bandarísku samtökin beita sér nú gegn
neyslu íslenska þorsksins.
Utanríkisráðuneytið:
Mótmælir
áróðri
MÓTMÆLI Utanríkisráðuneytið
mótmælti í gær formlega áróð-
ursherferð bandarísku samtak-
anna Monterey Bay Aquarium
gegn neyslu íslenska þorsksins í
Bandaríkjunum og í Kanada. Sam-
tökin hafa staðið fyrir dreifingu
einblöðungs í vasabroti með lista
yfir fisktegundir sem neytendur
eru hvattir til að neyta eða að
forðast á grundvelli náttúru-
verndarsjónarmiða. Í einblöð-
ungnum er íslenski þorskurinn til-
greindur sem fisktegund sem
forðast beri sökum ofveiði.
Í bréfi utanríkisráðuneytisins
til samtakanna, sem tekið er sam-
an í samráði við sjávarútvegs-
yfirvöld, eru fullyrðingar í ein-
blöðungnum hraktar og samtökin
hvött til að afturkalla einblöð-
unginn eða leiðrétta rangfærslur
sínar. ■
DEILT UM ÁFENGISAUGLÝSINGAR
Deilur um lögmæti banns á
áfengisauglýsingum í Noregi
hafa borist til EFTA-dómstólsins
í Lúxemborg. Félags- og heil-
brigðisráðuneyti Noregs hefur
kvartað vegna áfengisauglýsinga
í tímaritinu Vinforum.
KJÖR KENNARA
Hér fara þeir Eiríkur Jónsson, Kristinn Kristjánsson, Finnbogi Sigurðsson og Birgir Björn
Sigurjónsson yfir skjöl í góðu tómi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VAHjá sáttasemjara:
Gagnlegt
tal
MÖRGUM REIÐHJÓLUM ER STOLIÐ Á HVERJU ÁRI
Mikilvægt er fyrir fólk að læsa reiðhjólum sínum og geyma þau inni þar sem því verður komið við.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
,,Ef reið-
hjól eru
skilin eftir
ólæst getur
fólk ekki
vænst þess
að koma að
hjólinu sínu
á sama
stað aftur.
20-21 26.8.2004 20:43 Page 2