Fréttablaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 5
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 116 stk.
Keypt & selt 24 stk.
Þjónusta 38 stk.
Heilsa 8 stk.
Skólar & námskeið 5 stk.
Heimilið 17 stk.
Tómstundir & ferðir 10 stk.
Húsnæði 40 stk.
Atvinna 49 stk.
Tilkynningar 7 stk.
Norður-afrískur matur
BLS. 4
Góðan dag!
Í dag er föstudagurinn 27. ágúst,
240. dagur ársins 2004.
Reykjavík 5.56 13.29 21.00
Akureyri 5.33 13.14 20.52
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Sigríður Guðmarsdóttir prestur er nýkomin
heim eftir fjögurra ára búsetu í Bandaríkj-
unum. Hún er ánægð með að vera komin
heim en saknar þó eins. „Það sem mér finnst
skemmtilegast að borða er sushi með soja,
grænu wasabi og appelsínugulri engiferrót.
Það er matur sem ég verð aldrei leið á og get
troðið mig út af en verð samt aldrei óþægi-
lega södd. Mér hefur alltaf þótt gott að borða
fisk og grjónagraut og í sushi fæ ég þetta
hvort tveggja í sama mál. Mér finnst það
líka svo fallegur matur og svo er svo ofsa-
lega gaman að borða með prjónum.“
Sigríður man alveg hvenær hún smakk-
aði sushi fyrst. „Það var fyrir fjórum árum
þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Ég sá
mann af asískum uppruna sem var að búa til
eitthvað sem leit út eins og rúlluterta nema
þegar betur var að gáð var hún úr hrísgrjón-
um og þangi. Ég ákvað að prófa og hefði
aldrei trúað því að það væri svona gott að
borða hráan fisk. Ég hef aldrei prófað að
gera sushi sjálf en ef ég finn ekki sushi-veit-
ingastað á Íslandi fljótlega þá verð ég að
læra það. Ég hef heyrt af nokkrum stöðum
en ekki séð þetta í búðunum hér. “
Sigríður hefur í mörgu að snúast þessa
dagana því hún er að taka við starfi sóknar-
prests í nýrri sókn í Grafarholti. „Ég er farin
að vinna sem sóknarprestur og aðeins byrj-
uð að skíra svo starfið er allt að fara í gang.
Ég verð svo sett inn í embætti á sunnudag-
inn og þá hefst starfið mitt hér svona form-
lega.“ ■
Sigríður Guðmarsdóttir féll fyrir hráum fiski:
Skemmtilegast að borða sushi
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Stólar 25 þ. stk., borð 25 þ., legub. 60
þ., sófi 400 þ. USA tvöföld kommóða, 2
náttb. og spegill 80 þ. King Size rúm-
teppasett, lampar, sjónvarp á 10 þ., ryk-
suga 5 þ. S. 861 1954 e. kl. 20.
Haustafsláttur á síðustu bátum sumars-
ins. Ath. breyttur opnurnartími frá kl
08.00 til 17.00 Vélasalan ehf, Ánanaust-
um 1. S. 580-5300 www.velasalan.is
Tek að mér alla almenna gröfuvinnu.
Uppl. í s. 893 1030.
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Í dag eru 1.614
smáauglýsingar á
www.visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Í tilefni Ólympíuleikanna
býður Sony Center í Kringlunni
skjávarpa á einstaklega hagstæðu
verði. Skjávarpinn sem um ræðir
er af gerðinni Cineza VPL-HS3
Widescreen og hefur hlotið viður-
kenningu í hinu virta blaði Home
Cinema Choice. Hægt er að teng-
ja skjávarpa við loftnet og varpa
svo myndum á tjald eða vegg og
þannig fást meiri gæði og stærri
mynd. Myndvarpinn getur varpað
mynd rétt á vegg frá hlið og því
er hægt að hafa hann svo til hvar
sem er í stofunni og njóta mynd-
gæðanna. Skjávarpinn er hljóðlát-
ur og skerpan er 800:1. Hann
kostar 199.800 krónur en boðið
er upp á raðgreiðslur til tólf mán-
aða og er hver afborgun upp á
16.650 krónur.
Strætókort fyrir september
verður sent út um helgina til allra
heimila á Akureyri ásamt nýrri
leiðabók fyrir Strætisvagna Akur-
eyrar. Með þessu vilja Strætis-
vagnar Akureyrar vekja athygli
fólks á þeim sparnaði sem fæst
með því að taka strætó. Tilvalið
er að leggja bílnum og spara
bensín þennan mánuðinn og
ekkert kostar að prófa.
Frostþolnar gegnheilar úti-
flísar eru meðal þess sem versl-
unin Álfaborg í Skútuvogi er með
á tilboði þessar vikurnar. Þar er
reyndar úr mjög miklu að moða í
flísum, bæði á gólf og veggi, og
verðið er eftir því fjölskrúðugt því
bæði er um flísar í versluninni að
ræða sem verða til sölu áfram og
einnig lagersölu. Nordsjö-útimáln-
ing er seld með 30% afslætti í
Álfaborg og 3 lítrar af pallaolíu
kosta þar
einungis
790
krónur.
Nú er því
upplagt
að taka
húsið og
pallinn í
gegn
áður en
haustar.
Liggur í loftinu
Í TILBOÐUM
tilbod@frettabladid.is
Verslunin Exit, sem selur vandaðan
barnafatnað fyrir 0-15 ára, er með ýmis
opnunartilboð í gangi í tilefni þess að hún
var að flytja á milli hæða í Kringlunni. Hún
er komin í stærra húsnæði en áður og er nú
við hliðina á Vero Moda á neðri hæðinni. Að
sögn verslunarstjóra verður meiri áhersla
lögð á að selja föt á 10-15 ára en áður en sá
aldurshópur hefur þótt dálítið afskiptur
þegar fataúrval er annars veg-
ar. Móðurfyrirtæki Exit er
danskt en er með framleiðend-
ur víða um heim. Nýr listi yfir
haustvörurnar er kominn út
og myndin sem hér fylgir er
úr honum en ekki er tryggt að
fötin sem þar sjást séu á opn-
unartilboðinu. ■
Exit með opnunartilboð:
Úrval fata á tíu til fimmtán ára
Sigríður er á höttunum eftir góðum sushi-stað.
25 (01) Allt-Forsida 26.8.2004 15:56 Page 1