Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. september 1973 TÍMINN 3 Kvíabryggja: Strauk fy rir h elgi, ófundinn enn þá Klp-Reykjavik. Aðfararnótt s.l. föstudags strauk vistmað- ur frá Kviabryggju á Snæfells- nesi og hefur ekki fundizt enn. þrátt fyrir nokkra leit. Strokumaðurinn er rétt um tv!tugt,og hefur hann dvalið á Kviabryggju siðan i janúar s.l., en þangað var hann send- ur til að afplána dóm fyrir þjófnaði og fleira. Hann hefur farið út um glugga, en á Kvíabryggju eru ekki rimlar fyrir gluggum né vakt á nóttunni, og geta þvi allir komizt út, ef þeir á annað borð hafa áhuga á þvi. Talið er, að hann hafi lagt leið sina til Ólafsvikur og sé jafnvel enn að flækjast um á nesinu, þvi að til hans hefur efcki spurzt i Reykjavik.þrátt fyrir eftirgrennslan lögregl- unnar. MOTMÆLIN STREYMA AÐ UNDIItSKRlFTIR þeirra, er vilja mótmæla byggingu Seöla- Þuriður Siguröardóttir á Glettingi. Glettingur Sigurðar söngvara á dýrasafn í GÆR var Glettingur Siguröar Ólafssonar felldur á Selfossi, átján vetra gamall. Glettingur var sonarsonur hinnar frægu Glettu og afburöa þrekhestur og skynugur mjög. Ætlunin er aö stoppa Gletting upp, og setja hann á dýrasafniö i Reykjavik. Brezkur sérfræðingur mældi Gletting og teiknaði, áður en hann var felldur, til þess að likams- bygging hans yrði rétt, þegar hann verður stoppaður upp. Siguröur Ólafsson sagði Timan- um, að dýrasafnið hefði hug á þvi að fá fleiri hesta frá sér, þegar þar að kæmi. — Annars hef ég fellt alla mina hesta sjálfur fram til þessa, sagði Sigurður, og grafið þá uppi i heiði I landi Miödals. Þar liggja fjórir af hestunum minum hliö við hlið. Raunar er þarna heill hesta- kirkjugarður, og þar hvilir m.a. Forseta-Gráni, sem svo var nefndur, en hann var siðasti reið- hestur Sveins Björnssonar. Glettingur var ekki nema átján vetra, en hann varð fyrir slysi fyrir nokkrum árum og hefur ver- ið veill i bógi siöan. Hefði ég veriö bóndi og átt land handa nonum, hefði ég lofað honum að lifa, en svo er ekki, og þess vegna varð það úr, að hann var íelldur, sagði Sigurður að lokum. —HHJ. Átta handrit heim í t GÆR komu hingaö til lands átta handrit frá Kaupmannahöfn. Þar á meöal voru niu skinnblöö, en þau geyma mestmegnis brot ár gömlum máldagabókum, og er hiö eizta frá 14. öld. Hin handritin voru pappirs- handrit. Merkast þeirra er Memoralia Odds biskups Einars- sonar, sem svo er nefnd, en það er minnisbók biskups. í henni er m.a. að finna frásögn af brunan- um I Skálholti 1630, en þá týndist margt bóka og handrita. Hin pappirshandritin geyma lagarit- gerðir og dómaágrip. KIRKJUVÍGSLA Á SKÓGARSTRÖND A SUNNUDAGINN kemur, 16. þ.m., veröur vigö ný kirkja á Breiöabólstaö á ' Skógarströnd. Eins og marga rekur minni til brann gamla kirkjan á Breiöaból- staö fyrir tveimur árum. Það var mikið áfall fyrir fá- mennan og fatækan söfnuð. En það varö þegar ljóst, að hann ætlaöi sér ekki aö guggna. Hannákvað að reisa nýja kirkju. Brottfluttir Skógstrendingar skipuðu sér eindregið við hlið heimamanna i þessu. Nú er risin ný og fögur kirkja á grunni hinnar gömlu. Bjarni Ólafsson kennari teiknaði hana og hefur gefið alla sina vinnu. Nokkuð vantar að visu enn á það, að krikjan sé að fullu svo búin sem verða á. En hún er tilbúin til vigslu og notkunar. Góð samstaöa hinna fáu sóknarmanna, öruggur stuðning- ur sveitunga þeirra annars staðar og mikil framlög i sjálfboðavinnu og fégjöfum veldur þvi, að tekizt hefur að reisa þessa kirkju á svo skömmum tima. Þetta hefði þó ekki nægt, ef það lán heföi ekki fylgt, að einstakur maöur tók að sér smiðina, Þorvaldur Brynjólfsson frá Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd. Gera má ráð fyrir fjölmenni á Breiöabólstað á sunnudaginn. Vigslan hefst kl. 14. Ferming fer fram að lokinni vigslu. Skóg- strendingar i Reykjavik og nágrenni geta oröið samferða með bifreið frá sérleyfisstöö Helga Péturssonar, Skipholti 33, simi 30872. bánkans viö Arnarhól strcyma nú inn í pósthólf 7086 i Reykjavik. Eins og kunnugt er var hafin al- menn undirskriftasöfnun gegn framkvæmdunum eftir útifund- inn á Arnarhólnum og I þeim til- gangi birtust i öllum dagblööun- um á þriöjudag útfyllingarseölar, sem klipptir skulu úr blööunum og sendir i nefnt pósthólf, áritaöir meö nöfnum andmælenda. Strax á miövikudagsmorgun höföu bor- izt i hólfiö seölar meö nöfnum nokkur hundruö andmælcnda. Einstaka menn sendu kveðjur með andmælendum sinum og leyfir Timinn sér að birta eina þeirra hér á eftir: „Meira þarf að gera, en stöðva þessar framkvæmdir, einnig þarf að rannsaka og fyrirbyggja fjársöfnun þessa fyrirtækis, sem m.a. grundvallast á okurvöxtum á yfirdráttarskuldum bankanna (18%), sem aö öllum likindum eru ennþá hærri nú, þegar almennir forvextireru 12% (eða = nál. 14% vextir). Ekki væri nú þar komið sem komiö er, ef menn heföu gert sér grein fyrir þvi, hve okurvextir eiga mikinn þátt i ört hækkandi verðlagi, þeir eru vixlverkandi á og með si-endurteknum kauphækkunum, sem oftast eru bæði ótimabærar og ósanngjarn- ar, enda hefir þetta valdið ótal gengislækkunum eins og kunnugt er. — Ég er þeirrar skoðunar, að við eigum fleiri erindi viö stjórn Seölabankans, en brottrekstur þeirra úr Arnarhólstúninu og það jafnvel þótt viö látum óátalið, að þeir reisi sér þessa höll annars- staöar — þvi hún getur orðið ennþá eitt sönnunargagn um það, hversu mikið skortir á um hóf- semi og eftirlit á tekjuöflun Seðlabankans”. 11/9 1973. Jóh. Arnason. Kleifarvatnstækin sum frá því fyrir stríð Klp-Reykjavik. Rann- sókn á tækjunum, sem fundust i Kleifarvatni, er haldið áfram, en ekk- Húsbruni að Hafursá á Völlum í gærdag UM ellefuleytiö i gærmorgun var slökkviliöiö á Egilsstööum kvatt aö Hafursá á Völlum, þar sem kviknað haföi I tvilyftu ibúöar- húsi. Að Hafursá býr Björn Björns- son rafvirki, ásamt konu sinni og sex börnum. Húsið þar var gam- alt steinhús, þiljað innan með viði, og brann efri hæðin alveg, en hin neðri skemmdist mjög af vatni og reyk. Þau hjón hafa að sjálfsögðu oröið fyrir miklu tjóni. ert nýtt hefur komið fram i þvi máli. Að sögn Gústafs Arnar verk- fræðings hjá Landsslmanum er ekkert nýtt komiö fram við at- hugun á tækjunum. Verið er að skrá þau og reyna að komast að þvi til hvers sum þeirra hafa ver- ib notuð, en nokkur þeirra eru anzi torkennileg. Flest tækin eru a.m.k. 10 ára gömul og önnur vel það. Stóra stuttbylgjutækið er áreiðanlega slöan fyrir strið, en þá voru svona tæki notuð. Það er um 75 kg á þyngd en allt dótið vegur áreiðan- lega eitthvað nálægt 200 kg. Gústaf sagði, aö þaö eina, sem þeir hjá Landssimanum geta gert sé að reyna að finna út fyrir hvaða tiðni þessi tæki hafa verið. Þaö gæti þó oröið erfitt, þvi að þau eru öll ónýt og ekki hægt að koma þeim i gang. Sagöist hann vera stórefinn I þvi, aö hægt yrði að komast að einhverri niður- stöðu I þessu einkennilega máli. Hjá rannsóknarlögreglunni i Hafnarfirði fengum við þær frétt- ir, að ekkert hefði komið nýtt fram I yfirheyrslunum i gær. Að- spuröir um, hvort það væri rétt, að mjög oft hafi sézt til ferða sendiráðsstarfsmanna Sovétrikj- anna við Kleifarvatn aö undan- förnu, eins og komið hefur fram i fréttum, var okkur tjáö, að það væri ekki rétt. Þeir hefðu ekki sézt þar oftar en aörir ferðamenn innlendir eða erlendir. Alþýðublaðið og sameiningarmdlið t Alþýðublaðinu sl. laugar- dag er fjallað um sam- einingarmálið og segir þar m.a.: „Það er og mála sannast, að sameiningartalið er farið að hljóma i eyrum almenn- ings eins og hlægilegur farsi og tilburðir leikenda á að sjá misheppnaðar sjónhverfing- ar. Og ekki veröur sýningin burðugri fyrir það, að ungir framagjarnir Framsóknar- menn hafa tekið að sér undirleikinn. Ahorfendurnir veltast um af hlátri i stað þess að stara dáleiddum augum á töframennina. Sameiningarhorfur og vaxandi sundrung Sameining islenzkra vinstri manna hcfur áður verið dæg- urmál og baráttuefni i íslenzk- um stjórn máluni, en allar fyrri tilraunir hafa leitt af sér aukna sundrung og úifúð. Margir töldu, að nú væri loks tækifæri til að höggva á hnút- inn, og væri sjálfsagt betur aö satt væri. Þvi er þó ckki að lcyna, að ekki er annað að sjá en að nú fari sem fyrr og niöurstaðan verði óbreytt flokkakerfi, að mestu.en vax- andi tortryggni og illindi á vinstra kantinum. Samtök frjálslyndra og vinstri manna cru þegar svo gersamlega I moium sem frekast getur orð- ið. Bjarni Guönason hefur um sig fámenna hjörð áhuga- manna, og Hannibalistar i höfuðborginni eiga félagsskap sinn raunverulega undir fógetaúrskurði, en munu þó hafa hrokkiö frá þvi áö sækja mál sin þar. Fylgismenn Björns Jónssonar fyrir norðan eru I mesta lagi að byrja að átta sig á sveifium foringjans undanfariö ár, og munu fylkingar nyrðra mjög hafa riðlast. Fylgið á Vestfjörðum er algerlega óskrifað blað ef höfuðkappinn Hannibal er ekki I framboði. t Alþýðu- flokknum fyllast menn hrein- lega skelfingu, þegar þeim verður hugsað til þess, hvern drösul sameining gæti dregiö yfir eininguna innan flokksins, enda er þessi flokkslega eining það eina tromp, sem kratar hafa á höndinni nú á dögum. Það er auðvitaö út i hött að láta sér detta I hug, að Framsóknarmenn taki þátt i þeirri sameiningu, sem nú gætu oröið horfur á, en samt sem áöur hefur sameiningar- hjalið valdið hreinum skæru- hernaði innan flokksins. Nú er sameining vinstri manna fögur hugsjón og fjölmargir hafa oröiö fyrir sár um vonbrigðum meö þá stefnu er málin hafa tekið. Vitað er, aö allmargir félagar i Sam- tökunum hafa dregið sig I hlé og vilja hvergi koma nærri eins og nú standa sakir. Það er jafnvel vitaö aö nokkrir þeirra, sem virkan þátt tóku I sameiningarviðræðunum á siöasta vetri, hafa horfið frá og kvittað fyrir aðild sina. Það má nærri geta hvernig fariö hefur um kjósendur, sem álengdar standa, fyrst svo er um þá sem nær hafa komið. Misheppnaður konsert Nú er ár liðið siðan Samtök frjálslyndra og vinstri manna áttu þess slöast kost að þykj- ast samstæöur flokkur fyrir augum almennings. Það var á landsfundi Samtakanna haustið 1972, sem upp úr saub. Og tilefni klofningsins var ein- mitt ágreiningur um sameiningarmálið. Það va- Framhald á 25. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.