Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 6
S'SJM i > tíMTNN .i»dí<»«ijcse Jtt •ríimsfmlrorni'ii Fimmtudagur 13. september 1973 AAengunin tröllríður öllu í Japan en auðhringarnir láta sem ekkert sé — V'onandi verður ástandið i Jap- an öðrum þjóðum að varnaði. Saga Japans er öll, ef auð- hringarnir fá að fara sinu fram og almenningur tekur ekki i taum- ana. Þannig kemst Jun Ui prófessor við háskólann á Tókió að orði. Jun Ui er fertugur lif- vistarlræðingur og er einn for- ystumanna þeirrar hreyfingar, sem sprottið helur upp i Japan undaniarin tvö ár og mjög hefur lagzt gegn „iðnaðarævintýrinu” japanska og þeim óheillavænlegu áhrifum.sem af þvistafa. Tækni- og efnahagsþróun Japans hefur mörg undanfarin ár vakið mikla aðdáun - og jafnvel öfund um viða veröld. En á siðari árum hef- ur æ skýrar komið i ljós, að þessi árangur hefur þvi aðeins náðst, að einskis hefur verið svifizt, og hvergi sóst betur hverjar hættur eru samfara nútima iðnþjóðfólög- um. Ilið sama mun verða upp á teningnum annars staðar, ef að likum lætur, þótt siðar verði en i Japan. A ..hinum gullna áratug”, sem svo hefur verið nelndur þ.e. sjö- undi áratugur aldarinnar, voru allar viðvaranir látnar sem vind um eyrun þjóta og einblint á Iramleiðslutöíur. Japanir urðu þriðja mesta iðnaðarþjóð i heimi og i augum þeirra bliknaði allt annað i samanburði við það og þeir lögðu ekki hlustirnar við öðru en þvi sem rikisstjórnin og valda- klikan hvislaði þeim i eyra: beg- ar árið 1980 kemur að þvi, að- Japan ler fram úr Bandarikjun- um og verður mesta iðnveldi heims... Mengun hvert sem litið er t>ótt hvað eftir annað yrðu ógn- vekjandi stórslys af viildum mengunar voru þeir fáir sem virtust skilja hver hætta stafaði af þeirri stefnu, sem lylgt var, enda gaf hún mikið fó i aðra hönd. Fyrsta mengunarslysið varð i smábænum Minamata, þar sem 37 manns lót lifið á þjáningafullan hátt af völdum kvikasilfurs- eitrunar. V'erksmiðja i bænum hafði veitt kvikasiifursmenguðu vatni i sjóínn og eitrað með þvi móti fisk úti fyrir ströndinni, svo að fólk sem át fisk sýktist. Þessu næst gaus upp Itai-Itai- veikin, sem svo er nefnd. Hún varð 119 manns i Tojama—héraði að bana og geröi marga að ör- kumla mönnum. Einkenni þessarar veiki voru þau að bein sjúklinganna uröu svo stökk, að þau hrukku i sundur, ef þeir hreyfðu sig óvarlega. Læknar töldu 72 beinbrot á einum manni! Orsök þess var kadmiumeitrun, en hún hlauzt af þvi að verk- smiðja ein hafði veitt menguðu valni út i Jintsu-fIjót og þaðan hafði vatnið borizt eftir áveitu- skurðum inn á hrisgrjónaakra. Meira en eitt þúsund manns urðu lyrir barðinu á þriðju eitrun- inni. Af henni hlauzt Kanemi-sýk- in, sem Japanir nefna svo, en ein- kenni hennar voru m.a. þau að vanfærar konur sem sýkzt höfðu fæddu börn með dökkt litaraft. Orsökin var i þessu tilviki sú, að mikið magn af hænsnafóðri hafði veriðeitraðmeðeiturefninu PCB. Þeir sem siðan átu hænsnakjötið fengu eitrið i sig um leið. Þetta eitur getur valdið krabbameini. Jun Ui prófessor telst svo til að á árinu 1970einu saman hafi PCB- mengun frá japönskum verk- smiðjum numið 2700 smálestum. Sýni hafa sýnt, að fiskur i Tókió- flóa er illa haldinn af PCB-eitrun og rannsóknir hafa sýnt, að i likama fólks á Tókió-svæðinu er meöalmagn af PCB þriðjungur þess sem þarf til þess að menn sýkist af Kanemi-veikinni. Yokkaichi-astmi , sem læknar nefna svo, er lika ein afleiðing mengunarinnar. I litla iðnaðar- bænum Yokkaichi bjuggu 811 manns. 58 þeirra dóu i hroðaleg- um hóstaköstum, sem hlutust af brennisteinsdioiði frá nýrri oliu- hreinsunarstöð i bænum. Þaðan bárust á degi hverjum 384 smá- lestir af eitruðu ryki út yfir bæ- inn. 6000 fórnarlömb á einum degi Japönsku fjölmiðlarnir létu þessara slysa getið, en gerðu sem minnst úr þessu öllu og verk- smiðjurnar sem hlut áttu að máli gerðu auðvitað allt, sem i þeirra Þctta cr algeng sjón f Tókfó. Menn ganga með grfmur fyrir vitum sér, því að andrúmsloftið er mengað bensfnfýlu og eitruðum verksmiðjureyk. valdi stóð, til þess að koma af sér sökinni. Almenningur áttaði sig ekki á þvi i hvert óefni var komið fyrr en 6000 manns voru fluttir á sjúkrahús i Tókió með eitrunar- einkenni á einum degi árið 1970. Þá kom i ljós, að eiturgas frá bil- um og verksmiðjum lá eins og mökkur yfir borginni i hitanum og stillunni, sem rikti. Þetta áfall varö til þess að nú var skyndilega farið aö leggja eyrun við máli þeirra, sem um langa hrið höfðu varað við hömlu- lausri iðnþróun og bent á, að engar öryggisráðstafanir hefðu verið gerðar sem að gagni kæmu. Um land allt hafa nú sproltið upp fólög.sem reyna að fá yfirvöld og verksmiðjujöfra til þess að stöðva mengunina. Japanska samvinnu- hreyfingin hefur lika gengið mjög ötuilega fram i þessu efni. t borgunum er Iftið um gras og tré og sums staðar eru ekki einu sinni gangstéttir með götum fram, þvl að lóðaverðiðhefur verið sprengt svo upp, aðbyggt er á hverjum fermetra lands. Ljósm.: Snjólaug Bragadóttir. Astandið er ömurlegast á Tókió-ósaka-svæðinu. Þar sjá mennhvernig fara mun annars staöar, ef iðnhringirnir verða látnir sjálfráðir. 30 milljónir íbúa í einni borg Um allan heim er fólki þrengt saman i stórborgir. t Japan, hefur þetta gengið svo langt, að 56% þjóðarinnar býr- á 1,5% landsins, þ.e. hinni 600 kilómetra löngu strandlengju á milli Tókió og óskaka. A þessu svæði búa 62 milljónir manna. Þar af búa 11,5 milljónir i hinni eiginlegu Tókió- borg og rösklega 30 milljónir, ef miðað er við Stór-Tókió. Milljónir manna verða að fara meira en fimmtiu kilómetra leið til vinnu sinnar á morgni hverjum i járn- brautarlestum, þar sem hnappað er saman þrisvar til fjórum sinn- um fleiri farþegum en lestunum er i rauninni ætlað að rúma. A járnbrautarstöðvunum eru sér- stakir menn sem hafa þann starfa með höndum að troða fólki inn i lestarvagna, sem þegar eru svo fullir, að farþegarnir geta hvorki hreyft legg né lið. Magn þess iðnaðarryks sem fellur á hvern ferkilómetra lands i Tókió er þrisvar til fjórum sinn- um meira en gerist i t.d. Gelsenkirchen i Ruhr, sem er mesta iðnhérað Evrópu. Arið 1971 urðu 28.223 manns að leita læknis i Tókió vegna eitrunar sem stafaði af loftmengun. Græn svæði i Tókió eru minni en tiundi hluti þess sem gerist i milljóna- borgum Evrópu, eða um það bil hálfur annar fermetri á hvern Tókióbúa. Aðeins fimmta hvert barn á þess kost að komast á leik- völl eða i grasblett. Margt um manninn á fjallinu helga t Japan eru 21 milljón bila. en þó svo að menn eigi bil, má heita nær ógerlegt að komast út úr Tókió til einhvers staðar, þar sem menngætu unað á fridögum sinum, þvi að slikir staðir eru annaö hvort troðfullir af fólki, eða þá að búið er að eyðileggja þá. A Shanan-ströndinni i nágrenni Tókiós hnappast meira en ein milljón manna á hverjum sunnu- degi á sumri — og alls staðar eru viðvörunarspjöld, sem vara menn við þvi að fá sér sundsprett, þvi að vatnið er svo mengað og skitugt. Jafnvel á Fúsijama, hinu heilaga fjalli Japana, er mikil mannþröng. Þaðer ekki óalgengt að fimmtiu þúsund manns klifi fjallið á sunnudögum. Umhverfisvandamálin eru nú orðin pólitiskt hitamál i Japan og svo er þeim fyrir að þakka, sem risið hafa öndverðir gegn núver- andi ástandi. Þetta sást glögglega i þingkosningunum i desember i fyrra. Þá hlutu kommúnistar 38 þingsæti, en höfðuáöur 14 og sú fylgisaukning er talin eiga að miklu leyti rætur sinar að rekja til þess að þeir voru manna skeleggastir i umhverfismálun- um. Stjórnarflokkurinn, sem telur sig vera frjálslyndan ihaldsflokk, taldi lika að mikilla umbóta væri þörf i þessu efni, þótt hann hefði litt eða ekki sinnt þvi áður. Sam- kvæmt áformum rikis- stjórnarinnar á að dreifa iðnaðin- um um landið, þannig að reistar verði nýjar borgir, sem ekki verði stærri en svo að i hveri borg búi 200 þúsund manns. Gagnrýnend- ur þessarar áætlunar halda þvi fram að þetta verði einungis til þess að dreifa menguninni, og ekki verði unninn bugur á henni með þessu móti. — Okkur er likt farið og manni, sem ékur bil á 150 kilómetra hraða, án þess að hafa hugmynd um það hvernig hægja eigi ferðina eða hvert förinni sé heitið, hefur japanskur hagfræðingur sagt um ástandið. Aðgerðir, sem að gangi koma, munu kosta offjár, og þann kostnað verður iðnaðurinn að greiða. Það hefði i för með sér hærra vöruverð og hægari efna- hagsvöxt. Spurningin er þess vegna, hvort menn kjósi heldur heimsmet i iðnþróun eða þjóðfélag, þar, sem fóiki er lift. HHJ þýddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.