Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Fimmtudagur 13. september 1973
Ha ns Fallada:
Hvaðnú.ungi maður?
m
w
Þýðing Magnúsar Asgeirssonar
meöan, hvernig fariö er aö þvi að
gefa börnum að sjúga. Þaö hefir
mig alltaf langað til að sjá”.
„Jæja, komið þér þá bara alveg
hingað inn fyrir, Jachmann, og
hafið augun hjá yður,” segir
Pússer með harðneskjulegri ein-
beittni og fer að losa reifarnar af
Dengsa, sem strax fer að gráta.
„Hérna, sjáiö þér, þetta er nú
svokölluð bleyja. Það er nú ekk-
ert sérstaklega góö lykt af henni,
eins og þér getið sjálfir gengið úr
skugga um.”
„O, þess háttar bitur ekki á
mig,” segir Jachmann. „Þegar
ég var i skotgröfunum, gat ekkert
svipt mig matarlystinni, ekki
einu sinni eitt augnablik.”
„Ja, Jachmann, þér eruð ekki
lambið að leika sér við,” segir
Pússer með uppgjafarsvip. „Sjá-
ið þér til, nú berum við oliu á
botninn á honum, hreina, indæla
baðmoliu.”
„Af hverju?”
„Til þess aö ekki rifi af honum.
Það hefir ekki enn þá rifið af syni
minum.”
„Það hefir ekki enn rifið af syni
mínum!” endurtekur Jachmann
með hrifningu. „Drottinn minn
góður hvernig þetta hljómar.
Sonur minn hefir aldrei logið enn
þá! Sonur minn hefir aldrei vald-
ið mér sorg! — Það er alveg frá-
bært, hvað þér eruð duglegar meö
bleyjurnar. Já, þetta er meðfætt
----alveg fædd tib að vera móðir.
Pússer bindur enda á þessar
háfleygu hugleiðingar með þvi að
biðja hann að snúa sér undan.
Meðan hann gengur, hlýðinn og
hæverskur, út af glugganum,
krækir hún i skyndi frá sér kjóln-
um, rennir axlafetlum nærkjóls
og skyrtu niður af herðunum, fer i
baðkápuna og leggur svo barnið
að brjósti sér. Það hættir undir
eins að gráta, og með djúpu and-
varpi, næstum ekkasogi, lykjast
varirnar fast um hina hlýju
mjólkurstrauma og Dengsi
byrjar að drekka. Pússer rennir
augunum niður til hans, og þessi
skyndilega þögn verður til þess,
að þeir báðir, sem við gluggann
standa, snúa sér við og virða
móöur og barn fyrir sér, án þess
að mæla orð frá munni.
Þögnin stendur samt ekki lengi,
þvi allt i einu segir Jachmann
eins og ósjálfrátt: „Já, auövitaö
hefi ég fariö vitlaust að öllu sam-
an, Pinneberg. Allt þetta ein-
falda, eðlilega — þetta góða, dýr-
mæta! ” — Hann ber með hnefan-
um á enniö á sér. „Gamli asni.
Gamli asni!”
Og svo fara þau að sofa.
Uppfinning Jachmanns og kon-
ungdómur gjaidkerans. — Við
eigum þó hvort annað að.
Pinneberg er ekki i sem beztu
skapi daginn eftir, meðan hann
verður að vera fjarvistum frá,
Pússer og hinum óboðna gesti.
Ibúðin er svo lítil, eiginlega að-
eins eitt herbergi, og hann getur
ekki að sér gert að hugsa til þess,
hvernig Jachmann fálmaði eftir
rúminu hennar Pússer kvöldið
sem hann lét þau hafa þrjú
hundruð mörkin i húsaleiguna.
En þegar hann kemur heim, móð-
ur og másandi, er auðvitað allt i
bezta lagi. Pússer er i ágætu
skapi Jachmann stendur á höfði
i kofforti úri við gluggann, en rýk-
ur allt i einu niður hænsnastig-
ann.
„Hefir hann hagað sér skikkan-
lega?” spyr Pinneberg.
„Alveg prýðilega”, segir Púss-
er. „Hann er eiginlega ótrúlega
almennilegur. 1 morgun var hann
samt þó nokkuð órólegur og var
alltaf að tala um eitthvert koffort
og hvort þú myndir vilja sækja
það fyrir sig á brautarstöðina”.
„Hvað sagðir þú?”
„Að hann skyldi spyrja þig
sjálfan. Þá rumdi bara eitthvað i
hönum. Þrisvar sinnum hefur
hann farið niður sigann, en alltaf
komið strax upp aftur. Svo hefir
hann hringlað í lyklakippunni
sinni fyrir Dengsa og sungið fyrir
hann, en allt i einu hvarf hann”.
„Hann hefir þá hrist af sér
hræðsluna”.
„Og kom rétt á eftir með
koffortið, og siðan hefir hann ver-
ið i alveg ljómandi skapi. Hann
hefir siðan alltaf verið að gramsa
i dótinu sinu og stinga skjölum i
ofninn. Jú, og þar að auki hefir
hann gert uppgötvun siðan þú
fórst”.
„Uppgötvun? Hvernig þá?”
„Jú, sko, hann getur ekki þolað
að heyra Dengsa orga. Hann
verður alveg óður og uppvægur
yfir þvi, að veslings barniö skuli
strax þurfa að eiga I illdeilum við
veröldina, hann gat blátt áfram
ekki þolað það. Ég sagði honum,
að þetta væri bara af þvi, að
Dengsi væri svangur, og hann
skyldi ekki lita svona fjarska al-
varlega á þetta, en þá heimtaði
hann áö ég gæfi honum brjóst
undir eins, og þegar ég vildi þaö
ekki, jós hann yfir mig óbóta-
skömmum. Þetta væri for-
eldra-haröstjórn og uppeldisvit-
firring og ég veit ekki hver ósköp.
Jæja, svo vildi hann fara aö
ganga um gólf meö hann og siðan
aka honum úti i barnavagninum.
Hugsaöi þér bara Jachmann með
barnavagn úti i Litladýragarði!
Og þegar ég vildi ckkí fallast á
neitt af þessu og Dengsi hélt
áfram að öskra-----”. í sama bili
rekur Dengsi upp óskapa roku,
eins og hann skildi að verið væri
að tala um hann. — „Svona, þá er
hann vaknaður. Nú skaltu sjá,
hverju Jachmann hefur fundið
upp á------”. Hún færir stól að
vöggunni, leggur á hann töskuna
sina, setur vekjaraklukkuna þar
ofan á, og nú tifar klukkan, stór
og sterkbyggð vekjaraklukka,
fast við eyrað á Dengsa. Hún tifar
hátt og snjallt, en þegar Dengsi
rekur upp öskrin drukkna auðvit-
að öll önnur hljóð, lika i vekjara-
klukkunni, og Dengsi hrin áfram
eins og ekkert hafi i skorizt. En
þegar sú stund kemur, að hann
verður að draga andann og safna
nýjum kröftum undir næstu viku,
biða báöir foreldrarnir meö hinni
mestu eftirvæntingu. Úrið tifar
svo hátt og svo nálægt honum, að
hann hlýtur að taka eftir þvi, — en
Dengsi lætur ekki trufla sig. Hann
rekur upp nýtt öskur.
„Hann hefir ekkert heyrt
ennþá”, segir Pússer.
En hann hlýtur þó að hafa heyrt
eitthvað. Næsta hlé kemur fyrr og
varir lengur. Það er eins og hann
hlusti. Tikk! takk! Tikk! takk!
Svo öskrar hann aftur. En það er
ekki venjulegur kraftur i hljóðun-
um. Þarna liggur hann rjóður i
framan af áreynslu. Ljósbleikur
hárlagður lafir niður á kúpt og
sveitt ennið. Munnurinn er eins og
lúður. Hann starir upp i loftið, en
sér vist ekki nokkurn skapaðan
hlut. Litlu bjúgu fingurnir lykjast
um faldinn á ábreiðunni. Hann
vildi áreiðanlega helzt af öllu
halda áfram að öskra. Hann er
svangur. Það er eitthvað sem
gerir hávaða i maganum á hon-
um. Hann hefir allar þær
tilkenningar, sem hann er vanur
að svara með öskri. En nú er
þetta annarlega tikk-takk!
tikk-takk! þarna alveg við eyrað
á honum. Það heldur áfram og
heldur áfram.
Nei, það heldur samt ekki alltaf
áfram. Þegar hann orgar, hættir
það og þegar hann þegir byrjar
það strax aftur. Hann hefir reynt
það og reynir það nú aftur, orgar
dálitið og hlustar á meðan hann
orgar. Jú, stendur heima!
Tikk-takk er horfið! Tikk-takk
kemur aftur! Það er ekkert annað
i allri hans litlu veröld en þetta
tikk-takk! Jafnvel ltili maginn er
þögull og gleymdur.
„Það er meiri karlinn, þessi
Jachmann”, segir Pinneberg
með aðdáun. „Hvernig fór honum
að detta þetta i hug?”
„Eruð þig að reyna hvernig
uppfinningin min gefst?” segir
Jachmann, sem kemur í sömu
svifum inn um dyrnar. „Er hún
ekki afbragð? Jæja, kæra frú,
hvaðsegir eiginmaðurinn um fyr-
irætlanir okkar? Felst hann á
þær?” segir hann og snýr sér að
Pússer.
Pússer hlær, en rennir jafn-
1499
Lárétt
I) Fer i kaf .- 5) Kassi.
7) Borða,- 9) Eins.-
II) Kaffibætir.- 13) For,-
14) Nagla,- 16) Komast,-
17) Islandi.- 19) Kaffibrauð.-
Lóðrétt
1) Knáa.- 2) Skst.- 3) Glöð.-
4) Plantna.- 6) Dreifir.-
8) Verkfæri.- 10) Amu.-
12) Lágfótu,- 15) Handlegg,-
18) Tón,-
Ráöning á gátu No. 1498
Lárétt
1) Mistur,- 5) Ars,- 7) Ræ.-
9) Elda,- 11) Tré,- 13) Arm,-
14) Atla.- 16) Os,- 17) Glasa,-
19) Fitlar.-
Lóðrétt
1) Myrtar,- 2) Sá.- 3) Tré.-
4) Usla.- 6) Hamsar,-
8) Ært,- 10) Drósa,-12) Elgi,-
15) Alt,- 18) Al,-
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
íi:ll lílll
FIMMTUDAGUR
13. september
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Á frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: „Sumar-
friið” eftir Cesar Mar
Valdimar Lárusson les (9).
15.00 Miðdegistónleikar: Ru-
dolf Serkin og Sinfóniu-
hljómsveitin i Filadelfiu
leika Pianókonsert nr. 4 fyr-
ir vinstri hönd eftir Prokof-
jeff, Eugene Ormandy stj.
Filharmóniusveitin i Berlin
leikur „Vorblót”, ballett-
tónlist eftir Stravinsky;
Herbert von Karajan stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Popphornið
17.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál.Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.25 Landsiag og leiðir.Sverr-
ir Pálsson skólastjóri á
Akureyri talar um Bárðar-
dal.
19.50 Leikrit: „Drekinn” eftir
Evgeni Schwarz. Þýðandi:
örnólfur Arnason. (Aður
útv. í april 1969). Leikstjóri:
Helgi Skúlason. Persónur og
leikendur: Drekinn: Róbert
Arnfinnsson. Lancelot:
Pétur Einarsson. Karla-
magnús: Jón Aðils. Elsa:
Margrét Guðmundsdóttir.
Borgarstjórinn: Valur
Gislason. Hinrik: Arnar
Jónsson. Knötturinn: Borg-
ar Garðarsson. Asninn:
Valdemar Helgason. Garð-
yrkjumaðurinn: Karl Guð-
mundsson. Aðrir leikendur:
Kjartan Ragnarsson,
Daniel Williamsson, Guð-
mundur Magnússon, Hall-
dór og Erlendur Svavars.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill.
22.35 Manstu eftir þessu? Tón-
listaHþáttur i umsjá Guð-
munaar Jónssonar pianó-
leikara.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Núer
skamm
degið í
nánd!
VIÐ LJÓSASTILLUM
BÍLINN YÐAR OG
YFIRFÖRUM
ALLAN LJÓSABÚNAÐ
Á AUGABRAGÐI.
Athugið að Ijósastilling
er innifalin í VOLVO
10 þús. km yfirferð!
VELTIR HF
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200