Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 25

Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 13. september 1973 TÍMINN 25 AAálverka- sýning á Húsavík ÞJ-Húsavik — Benedikt Jónsson heldur málverkasýningu i Gagn- fræöaskólanum á Húsavik dag- ana 15., 16. og 17. september n.k. Sýningin verður opin frá kl. 16 til 22 alla dagana. Benedikt sýnir þarna um 50 olliumálverk og að auki vatnsiita- og kritarmyndir og teikningar. Flest verkin geru gerð' á siðustu tveimur árum. Nokkur þeirra eru þegar i einkaeign en önnur eru til sölu á sýningunni. i Benedikt haföi fýrst, opinbera sýningu á Húsavik iirið 1957, en siðan hefur hann halfiið sýningar i Rcykjavik, á Akureyri og að Laugum i Reykjadal. A Húsavik hefur hann haldið alls fjórar einkasýningar og einu sinni verið þar með verk sin á samsýningu. © Seðlabanki hverfis Tjarnarinnar skyldu varðveitt. Einnig var á það deilt, að húsið viö Frikirkjuveg 11 yrði rifið og það fjarlægt. Snenma árs 1971 hófu aðilar þvi viðræður um aðra lausn á byggingarþörf bankans, sem leiddu til nýrrar samningsgerðar, sem borgarráð Reykjavikur samþykkti einróma 26. október 1971. Sú samþykkt kom fyrir borgarstjórn 4. nóvember sama ár og komu engar athugasemdir fram við hana. Fréttatilkynning var gefin út um málið á árinu 1971, þannig aö almenningi væri ljóst, aö Seöla- bankanum heföi verið gefinn kostur á ákveöinni lóö til byggingar. Samkvæmt þessum samningi afsalaði Reykjavikurborg til Seðlabankans rúmlega 3000 ferm. lóö við Sölvhólsgötu milli Ingólfs- strætis og Kalkofnsvegar þar sem bankinn áformaði aö reisa hús fyrir starfsemi sina. Gert var ráð fyrir, aö þar risi skrifstofuhús- næði á 4 hæðum, en I kjallara yröu m.a. bifreiðageymslur vegna starfsemi bankans. Ennfremur var fyrirhuguð á lóöinni bygging almenns bifreiðageymsluhús- næðis neðan jarðar,og yrði það I eigu og á kostnaö borgarsjóös. Seðlabankinn afsalaði hins veg- ar til borgarsjóös lóðunum nr. 13 ,við Frlkirkjuveg og nr. 4 við Lækjargötu ásamt húseign. Skipulagsnefnd samþykkti staðsetningu hússins 25. okt. 1971 og kom sú samþykkt fyrir borgarráðsfund daginn eftir og var þá staðfest, en teikningar hússins samþykkti hún fyrir sitt leyti 11. desember 1972. 1 framhaldi af þvi samþykkti byggingarnefnd svo að veita byggingarleyfi hinn 14. desember 1972, með 6:1 atkv. Samþykkt byggingarnefndar var staðfest einróma i borgarstjórn 21. sama mánaðar. Ljóst er þvi, að borgarráð hefur ekki vald til þess að stöðva einhliða byggingu bankans. 1. Bankinn hefur að öllu leyti staðið við samninginn við Reykjavikurborg, sem áður getur og dags. er 27. október 1971. 2. Byggingarleyfið er ekki afturkallanlegt, skv. 15. gr. byggingarsamþykktar Reykjavikur nr. 39/1965. Má þvi til stuönings visa i Stjórnarfarsrétt ólafs Jóhannes- sonar, útg. 1955, bls. 252, þar sem byggingarleyfi er talið meðal stjórnarathafna, er ekki sé unnt að afturkalla. Borgaryfirvöld eiga þvi mjög undir högg að sækja, ef teknar yrðu upp viðræöur um enn nýjan staðog það algerlega undir stjórn Seðlabankans komið, hvort léð yrði máls á annarri staðsetningu fyrir bygginguna. Hins vegar er öðrum stjórnvöldum i lófa lagið að stöðva framkvæmdir, ef þau kysu slikt. Skal i þvi efni bent á 24.gr. laga um Seðlabanka Islands nr. 10/1961, en þar segir á þessa leið: „Yfirstjórn Seðlabankans er i höndum ráðherra þess, sem fer með bankamál, og bankaráðs, svo sem fyrir er mælt i lögum þessum. Stjórn bankans að öðru leyti er i höndum þriggja manna bankastjórnar”. — JG. Hér gefur að lita hluta þess fólks, sem kemur fram á hijómleikunum i Tónabæ n.k. laugardagskvöld. Myndin var tekin, er þau voru á leiö til æfinga iStapa i fyrradag. Fremst eru: f.v. Magnús Signiundsson, Birgir Hrafnsson, Shady Owens og Maggi Kjartans. KONSERTINN Konsertinn mikli i Tónabæ n.k. laugardagskvöld nálgast nú óðum. Þetta verður i fyrsta skipti, siðan Trúbrot flutti ...lifun, i Háskólabiói fyrir nokkrum ár- um, að hljómleikar með frum- sömdu efni eingöngu eru haldnir á Islandi. Mikill hluti fremstu popphljómlistarmanna landsins munu koma fram á hljómleikun- um. Tónlistin, sem flutt verður, er eftir þá Magga Kjartans, Magnús Sigmundsson, Jóhann Helgason (Magnús og Jóhann), o.n. Þó að Tónabær, samkomustað- ur yngstu kynslóðarinnar, veröi vettvangurhljómleikanna, þá eru þeir ætlaðir öllum aldursflokkum, öllum með tóneyra i lagi. 10-15 hljómlistarmenn koma fram á þessum hljómleikum og meöal hljómsveita eru Change og gamla Júdas, en sú siðarnefnda hætti störfum fyrir nokkrum árum en hefur nú verið endurvakin. Frumsömdu lögin, sem flutt verða, eru um 30 talsins og hafa aldrei heyrzt áöur opinberlega. Mestur hluti þeirra kemur út á tveimur LP-plötum, annarri með Magga Kjartans, Clockworking Cosmic Spirits, og hinni með Change, en sú plata hefur ekki enn hlotið nafn. Forsala aðgöngumiða verður i Hljóðfæraverzlun Sigriöar Helga- dóttur, Vesturveri, og i Faco, Laugavegi 89. Fólki er ráðlagt aö tryggja sér miöa sem fyrst á þessa mestu rokkhljómleika árs- ins til þess að foröast örtröð og mikla pústra á siðustu stundu. Fréttatilkynning STANLEY ITONABÆ © Víðivangur lika afstaðan til þess, sem olli þvi, að Bjarni Guðnason hijóp til og sagði sig úr þingflokkn- um I desember siðastliðnum. Eftir þvi sem fram hefur kom- ið, hafði hann engan áhuga á efnahagsvanda þeim, sem v.iö biasti, og hafði ekki lagt fram neinar tiilögur, og raunar hunsað þingflokksfundi. En hannn mun hafa talið, að til- lögur Hannibalista um gengis- fellingu væru til þess ætiaðar að kljúfa stjórnina og mynda nýja stjórn með Alþýöuflokkn- um upp á ihaldsnáö. Hvaö hann kann að hafa haft fyrir sér um þetta, eða hver innblés honum þessum anda i brjóst, er óljóst, enda hefur hann ekki haft það við að skýra frá þvi, en svo mikið er vist, að atvikin sýndu, að hér var um mis- skilning að ræöa. Sá pólitiski konsert, sem forystumenn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna hafa leikib fyrireyrum þjóðarinnar hefur einkennst af þvi.hve iila hljómsveitin var æfð , hljóð- færi illa stillt og almenn óánægja með prógrammiö og hljómsveitarstjórann. Strax að loknunt forleik fóru spilararnir að leika þau lög, sem hver og einn kunni, og hver i sinu horni. Sýningin hefur verið leyst upp og á pailinum er alger óreiða. Tónlistin er orðin að hávaða, og áheyrendur þyrpast út.” — TK. EVRÓPUKEPPNIN í HANDKNATTLEIK Valur-Gummersbach FORSALA AÐGÖNGUAAIÐA HEFST í TJALDI VIÐ FERÐASKR. ÚTSÝN í AUSTURSTRÆTI ídag kl. 12,30 ATH. FJÖLDI SELDRA MIÐA ER INNAN VIÐ 3000 TRYGGIÐ YKKUR ÞVÍ MIÐA STRAX í DAG ' Auglýsingastofa Tímans er í Aöalstræti 7 CtldUf Símar 1-95-23 & 26-500 Flugnemar og flugáhugafólk Kynningarkvöld verður i húsakynnum skólans, fimmtudagskvöld 13.9. kl. 20.30. Flugskóli Helga Jónssonar VERK FÆRI eru alls staðar í notkun — enda er merkið þekkt og virt Skeifan 4 • Sími 8-62-10 Klapparstig 27 • Simi 2-25-80 Malta Sólskinseyja Miðjarðarhafsins Fyrsta hópferð islenzkrar ferðaskrifstofu til Möltu, sólskinseyju Miðjarðarhafsins, 12 daga ferð. — Brottför 3. október. 2 dagar i London i bakaleið. Má framlengja. Það er sumar á Möltu i október þvi meðalhita- stigið er 22 gráður C. Tryggið far i tima, þar sem farþegafjöldi er takmarkaður. örfá sæti laus. FERDAMIDSTOÐIN HF. Aðalsfræti 9, simar 1 1255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.