Tíminn - 13.09.1973, Page 26

Tíminn - 13.09.1973, Page 26
26 TÍMINN Fimmtudagur 13. september 1973 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson = FRAM Bikarmeistari í rökkri á LaugardalsveSli — sigraði Keflvíkinga 2:1 eftir framlengdan leik. Fyrsti tapleikur Keflvíkinga síðan í apríl Sigurgleði! Jón Póturssen, fyrirlifti Fram, hampar ..Bikarnum” eftir Keflvikingar máttu bíta f þaö súra epli aö tapa sínum fyrsta leik síðan í apríl í gærkvöldi/ er Fram sigraði þá i úrslitaleik Bikarkeppni KSi 2:1 eftir framlengdan leik. Góö stemmning var á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi meðal hinna 5 þúsund áhorfenda, sem komnir voru til að horfa á úrslitaleik Bikar- keppninnar. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í hinum venjuleg leiktíma, og vanþá framlengt um 2 x 15 minútur, enda þótt birtu væri tekið að bregða. Eftir fremur þófkenndan leik sýndu liðin miklu betri og skemmtilegri leik i fram- lengingunni. Og úrslitin réðust i fyrri hluta fram- lengingari nnar. Jón Pétursson, fyrirliði Fram, skoraði fyrsta mark leiksins á 2. minútu við gífurleg fagnaðarlæti reykviskra áhorfenda. En þegar Steinar Jóhannsson skoraði stórglæsilegt mark 3 mínútum síðar, var engu likara en þakið á stúkunni ætlaði að rifna af, svo stór- kostleg voru fagnaðarlæti hinna fjölmörgu áhang- enda Kef lavikurliðsins, sem fjölmenntu á Laugar- dalsvöllinn. Þá var spennan vissulega í há- marki, og sigurinn gat lent hjá hvoru liðinu sem var. En á 12. mínútu, þegar 3 minútur v.oru til hálfleiks í framlengingunni, skoraði Marteinn Geirsson, bezti maður Fram í þessum þýðingarmikla leik, mark, sem reyndist sigurmark leiksins. Þegar hér var komið sögu, var orðið svo skuggsýnt, að sýni- legt var, að siðustu 15 minútur framlengingarinnar yrðu leiknar i hálfgerðu myrkri. Spennan var mikil þessar siðustu minútur, og áttu bæðiliðin góð marktækifæri Keflvikingar sóttu mun meira, en tilraunir þeirra til að jafna stöðuna voru árangurslausar, enda börðust leikmenn Fram eins og ljón. Og þegar Eysteinn Guð- mundsson, dómari leiksins, flautaði leikinn af — guð má vita, hvort hann hefur séð almennilega á klukkuna — voru fagnaðarlæti leikmanna Fram mikil. Sigur i Bikarkeppninni i höfn — og það, sem meira var þeim hafði tekizt að rjúfa nær óslitna sigurgöngu Keflavikur-liðsins i sumar, en það var nokkuð, sem fæstir áttu von á. Tæplega 5 þúsund áhorfendur komu til að fylgjast með úrslita- leik Bikarkeppninnar i gærkvöldi, •en það er mesti fjöldi, sem horft hefur á úrslitaleik i þessari keppni, sem nú fór fram nokkru fyrr en venja hefur verið til, aukþesssem hann var leikinn á Laugardalsvellinum, i fyrsta skipti. Er enginn vafi á, að þessi tilhögun er betri og gefur Bikar- keppninni meira gildi. Greinilegt var, strax i upphafi leiksins, að leikmenn beggja liða voru taugaóstyrkir, og leikmenn F'ram öllu fremur. Kom það nokkuð á óvart sökum þess, að þeir höfðu allt að vinna i þessum leik. Meira að segja Elmar Geirs- son var miður sin, en þó ber þess að geta, að hann var i strangri gæzlu allan timann. Fátt markvert gerðist i fyrri hálfleik. Keflvikingar voru heldur sterkari aðilinn, að þvi er virtist, sigur Fram i gærkvöldi. og léku betur, enda þótt Fram ætti ein tækifæri eins og þeir. Það var ekki fyrr en 15 minútur voru liðnar af siðari hálfleik að Fram-liðið fór að ná sér á strik. Þá kom Guðgeir Leifsson inn 4 fyrir Eggert Steingrimsson, og var þá eins og liðið yrði öruggara. Keflvikingar, með þá Steinar Jóhannsson, Ólaf Július- son og Ástráð Gunnarsson sem beztu menn, léku ágætlega, en tókst ekki að ógna verulega frekar en Fram. Vörnin hjá Fram var lika geysisterk, og Marteinn Geirsson átti stórleik. Það var ekki fyrr en á siðustu minútum hins venjulega leiktima, að verulegt fjör færðist i leikinn. Þá áttu bæði liðin nokkur hættuleg tækifæri. En mörkin létu standa á sér og komu ekki fyrr en i framiengingunni. Eftir mikla pressu á 2. mínútu llart er bari/.t. Gisli Torfasou sa'kir aft Fram-markiuu, en Ómar Ara- son reynir að stiiðva liann. Leikmenn Fram sjást á þessari mynd tollera þjálfara sinn, Guðmund Jónsson, eftir leíklnn I gærkvöldi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.