Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 35

Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 35
35 o Rannsókn um þetta mál, segir meðal annars á þá leið, að portú- galska stjórnin geti ekki skotið sér undan ábyrgð á villimann- legum verkum gagnvart kúg- uðum ibúum á þeim svæðum, sem Portúgalar ráða i Afriku. Skýrslurnar um fjöldamorðin i Wirryamu sýni fullkomna fyrirlitningu á mannslifum og mannhelgi. Sjá verði til þess, að fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna fái tækifæri til að hafa tal af þeim, sem tekið hafi þátt i þessum hryðjuverkum og sú rannsókn verði að fara fram i samvinnu við frelsishreyf- inguna Frelimo. Formaður nýlendumála- nefndarinnar, Salim Ahmed Salim frá Tanzaniu, hafði áður en nefndin kom saman til fundar sent frá sér yfirlýsingu þar sem „fasistastjórnin i Lissabon” var fordæmd fyrir að kúga ibúana i Angola, Guineu (Bissau),á Kap Verde eyjum og i Mozambique. Salim ásakaði Portúgala um að varpa sprengjum á hvert þorpið á fætur öðru, og fyrir að nota napalm og kemisk vopn hvarvetna þar sem stjórn þeirra væri við lýði i Afriku. Han greindi og frá þvi, að nitján manns, þeirra á meðal fjórar konur og ellefu börn hefðu beðið bana i napalm árás Portúgala i Tombali héraði, að sögn fulltrúa PAIGC, frelsishreyfingar- mótmælunum fylgir yfirlýsing frá séra Luiz Alfonso da Costa, sem starfað hefur i Tete héraði i Mozambique. Hann hvetur til þess að itarleg rann- sókn verði látin fara fram á hryðjuverkum Portúgala i Mozambique. Da Costa greinir i yfirlýs- ingu sinni frá fjöldamorðum og árásum á þorp i Mozam- bique og segir meðal annars, að hjálparsveitir Portúgala, sem i voru hermenn frá Rhodesiu, hafi myrt að minnsta kosti 18 manns. Hann segir að fyrir liggi vitneskja um nöfn að minnsta kosti 110 manna, sem Portúgalar hafi drepið og einnig sé vitað hvar og hvernig þetta fólk var tekið af lifi. t þessum hópi segir hann, að hafi verið 21 kona, 17 börn, sem að meðaltali hafa veriö átta ára gömul svo og fimm ungbörn. 1 yfirlýsingu prestsins kemur einnig fram, að portú- galskur herbill hafi eyðilagzt er hann ók yfir jarðsprengju i grennd við þorpið Chipera. Það varð til þess, að portúgalskir hermenn söfnuðu öllum þorpsbúum saman á einn stað og drápu þá siðan alla. Heldur da Costa þvi fram, að ibúar þorpsins muni hafa verið fimmtán hundruð til tvö þúsund talsins. 1 Angonia i Tete héraði voru um 200 mans drepnir, er þeir reyndu að flýja frá þorpi sem þeir höfðu verið fluttir nauðugir til. Haustið 1971 var þorp i Chiuta-héraði jafnað við jörðu og hermenn frá Chirodzi drápu alla ibúana. Sumar lýs- ingar prestsins eru óhugnan- legri en orð fá lýst. ® Að gleðjast vissulega eigi gróðurinn lika sitt lif, og það rikulegt. — Hafðir þú þann sið að skrifa á vetrarkvöldum, þegar þú varst kominn inn frá gegningum? — Það held ég að sé ekki hægt að segja, enda byrjaði ég ekki á þessari skriftaiðju, fyrr en á min- um efri árum. Það var ekki fyrr en verulega var farið að léttast á mér búskaparannrikið, að ég fór að fást við blek og pappir að ein- hverju ráði. Dýrmæt lifsreynsla. — Ertu hættur búskap núna? — Já. Fyrir nokkrum árum hætti ég búskapnum og synir minir tveir tóku við honum. Um sama leyti veiktist kona min hastarlega, og báru þau veikindi svo brátt að, að flytja varð hana með flugvél til Reykjavikur að næturlagi. Það var Björn heitinn Pálsson, sem þar hljóp undir bagga og bjargaði mannslifi, þvi að svo langt var kona min leidd, aö ekki var sýnt, að hún myndi lifa nóttina af, enda var hún alveg á mörkum lifs og dauða, þegar til Reykjavikur var komið. f sambandi við þessi veikindi vil ég geta þess, að þegar þau bar að höndum, var mér ráðlagt að leita til manns sem hét Sessilius Sæmundsson. Þetta gerði ég, fór á fund Sessiliusar og bað hann ásjár. Hann lofaði að gera hvað hann gæti, meira sagði hann ekki. En þegar við heimsóttum konu mina, ég og dóttir min, morgun- inn eftir, var kominn sýnilegur batavottur. Seinna sagði kona min okkur það, að þessa nótt, sem hún lá þarna á milli heims og helju, dreymir hana að hún sé komin upp á þakið á Landsspitalanum, og að það liggi taug frá henni nið- ur fyrir þakskeggið og inn i spitalann, einhvers staðar þar fyrir neðan. Þykir henni hún vera að verja taugina, að ekki slitni hún eða höggvist i sundur á þak- brúninni. Lengra kann ég ekki þann draum að rekja. — Þekkir þú fleiri dæmi um slika reynslu? — Já, reyndar, og það meira að segja frá sjálfum mér. Þegar ég var barn aö aldri gengu mislingar og við börnin vorum þungt haldin. Þá var það eina nóttina, þegar ég lá vakandi i rúmi minu, aö ég sá sjálfan mig uppi undir lofti yfir rúminu. Þeir sem fróðastir eru og visastir i þessum efnum munu segja, að þarna hafi takmörkin verið tæp á milli lifs og dauða, bæði hjá konu minni og mér, þar sem ég lá fár- siúkur. barn að aldri. t hvorugt skiptið slitnaði þó taugin alveg, þvi að kona min lifir enn, þótt hún hafi verið öryrki siðan, — nú og ég, ég er enn á skrölti, eins og sjá má. En hverjum augum sem fræðimenn kunna að lfta slik fyrirbæri, þá er mér hvort tveggja þetta dýrmæt lifsreynsla. Margs að minnast. — Nú hefur þú, Þórður, lifað langa ævi og lagt hug og hönd að mörgu. Hvað heldur þú að þér sé hugstæðast, þegar þú litur um öxl? — Þessu er vandsvarað, það er svo margt, sem i hugann kemur. Ég man fátækt i æsku og vöntun á mörgum sviðum. En ég man lfka móðurlega umhyggju og föður- legt traust og forsjá, sem aldrei brást. Þegar lengra er haldið, og maður fer sjálfur ofurlitið að þroskast og reyna að rétta hönd til hjálpar, þótt i litlu væri, þá verða minningarnar enn fleiri og fjölþættari. Þá koma fyrst i hug staðirnir, þar sem ég dvaldist, og fólkið sem ég kynntist á þeim leiðarköflum. Hrafnseyri er mér einkar kær, enda var ég henni bundinn lengi. Ég var aðeins ellefu ára að aldri, þegar foreldrar minir fluttust þangað, þar lifði ég min unglings- ár, þar taldi ég heimili mitt, þeg- ar ég fór að Hvanneyri, þangað fór ég, þegar sú skólavera var úti, og þá voru foreldrar minir þar enn á lifi. Siðan er ég þar meira og minna viðloða, unz ég byrja þar búskapinn, bý.þar um árabil, og þar fæðast elzlu börn min. Af öllu þessu má sjá, að ég var staðnum vel kunnugur og hafði frábærlega góða aðstöðu til þess að fylgjast með allri þróun Hrafnseyrar, ekki sizt þeirri miklu kennslu, sem þar fór fram. Séra Böðvar tók jafnan unga menn til náms. Þeim kynntist ég öllum. Nöfn þessara manna er i sjálfu sér óþarft að rekja, en nokkur má þó nefna. Það kannast allir tslendingar við Guðmund Gislason Hagalin, en hann var einn af nemendum séra Böðvars. Þá var og þarna einn sveitungi minn ágætur, Guðmundur Hall- dór Guðmundsson, sem siðar var mikið við sjómennsku riðinn hér i Reykjavik. Hann var faðir Guð- mundar J. Guðmundssonar, sem mikið hefur fengizt við verkalýðs- mál og er þjóðkunnur sem slikur. Já, það var margur slerkur stofn- inn þarna i Arnarfirðinum, þegar ég var að alast upp. Það vermir mann innan rifja að hugsa um hinn mikla fræðara, séra Böðvar á Hrafnseyri, og þá ungu menn sem til hans sóttu fróðleik. Þeir voru að sækja fram (lifið, vildu verða að mönnum og urðu það, enda stunduðu þeir nám sitt af áhuga og kostgæfni. Það er stór þáttur af persónu- legri hamingju minni að haí'a fengið að fylgjast með árangrin- um af þvi menningarstarfi, sem stundað var á hinum sögulræga stað, Hrafnseyri. —VS. innar i Guineu (Bissau) og á Kap Verde eyjum. Formaður nefndarinnar likti þessum atburðum við fjöldamorð Bandarikjamanna I My Lai i Vietnam, og sagði að i nýlendum Portúgala i Afriku væri ekki aðeins mörg My Lai, heldur væru margir þeir atburðir sem þar hefðu gerzt, stórum óhugnanlegri, en það sem gerðist i My Lai. Þegar séra Hastings gaf ný- lendumálanefndinni skýrslu, hitti hann einnig að máli Kurt Waldheim aöalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Eftir fund þeirra gaf Wald- heim út yfirlýsingu, þar sem hann sagði meðal annars, að frásögn séra Hastings hefði valdið sér ,,miklum áhyggj- um”. Beindi hann þvi ein- dregið til rikisstjórnar Portú- gals, að láta af undirokun þjóðarinnar i Mozambique, og hefja þegar i stað samninga við Frelimo frelsishreyf- inguna um framtiö þessa landssvæöis. Ný ákæra um fjöldamorð Mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðanna bárust ný- lega mótmæli frá Heimssam- tökum lýðræðissinna ðra kvenna gegn hryðjuverkum Portúgala í Mozambique. Mótmælin voru dagsett 5. april í ár og hafa nú verið send nýlendumálanefnd SÞ. Með ef þeir hjá Nesco hf. kyqnu ekki að spara í flutnings- kostnaði. Öll Grundig tæki koma til landsins með flugvélum ISCARGO. Það reynist ódýrasti flutningsmátinn. Ýmsir aðrir innflytjendur gætu sparað á sama hátt og lækkað vöruverð, ef þeir athuguðu sinn gang. Ert þú einn þeirra? ISCARGO QARÐASTRÆTI 17 REYKJAVÍK SlMI 10542 TELEX 2105 SÉRGREIN OKKAR: VÖRUFLUTNINGAR Starf bókara Óskum eftir að ráða reglusaman mann i starf bókara. Þarf að hafa Verzlunarskólapróf, Samvinnuskólapróf eða aðra sambærilega menntun. Umsóknarfrestur er til 28. september. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu raf- veitunnar. Rafveita Hafnarfjarðar. cfc y/V Ví' BLÓMASALUR m LOFTLBÐIR VjKINGASALlJR SIMUM TIL KL. 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.