Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 8
Fyrsta ferftin i skólann: Mamma (Þórunn Asgeirsdóttir) meö Asgeir, Jón Trausta og Ilíldi á dyrapallinum heitna. Anna Helga, 8 ára, gaf sér varla tima til aO vera meO á myndinni. Hún var heima á meOan aö gæta litla bróöur, Gylfa Þór, sem er á 1. ári. —Tímamyndir: Róbert Flm'mtuáagúr' Í3.‘septemb’ ttfií/n.mi'í ' er 1973 VIÐ birtum f gær mynd af þri- burum, sem voru aö fara I fyrsta skipti þá leiö, sem þeir munu fara æriö oft næstu árin: 1 skóiann sinn. Þetta voru systkinin Asgeir, Hildur og Jón Trausti, sem fæddust 22. maí 1967. Nú flytjum viö ofurlitla myndasögu frá þessari fyrstu ferö þrfburanna I skólann. Þaö stóö talsvert til að Eikju- vogi 28, er ljósmyndara Timans bar þar aö garði á þriðjudags- morguninn. Systkinin voru öll komin með köflóttar skólatöskur, en sá munur.var einn á, að töskur drengjanna voru með hanka til þess ætluðum að halda á þeim i hendinni, en i tösku Hildar var ól svo að hún gæti borið hana á öxl- inni, þvi aö það er sko miklu kvenlegra. Strákarnir voru i ermalausum jökkum með belti og þverröndóttum peysum, og Hildur i ljósri peysu með dökkum kraga. Þau voru eins og sjá má heldur betur uppdubbuð, og mamma þeirra mátti vera talsvert hreykii), þegar hún lagði af stað meö hópinn sem var að stiga fyrstu sporin á menntabrautinni i bókstaflegum skilningi. A leið milli heimilis og skóla eru ýmsar hættur, jafnvel i kyrr- látu ibúðarhverfi, og hér var yfir Langholtsveginn að fara, við- sjálastan allra gatna á þessum slóðum. Það er eins með hann og Sogalækinn, sem Alfgrimur hans Laxness var svo oft varaður við i Brekkukoti: Við Langholtsveginn verður að gæta sin vel. En á þriðjudaginn var öllu óhætt. Mamma, sem sér við öllum háska næst pabba og guði, var með i ferðinni og sá um að ekki væri flanað að neinu, og hún sagði lika börnunum, hvað þau yrðu að varast seinna, þegar að þvi kæmi, að þau færu ein þessa leið. Bilarnir væru svo voðalega fljótir að nálgast og gatan breið. Svo kom sjálfur hinn fyrirheitni staður i augsýn: Vogaskólinn. Auðvitað nálgast sex ára börn slikan stað með talsverðri lotningu fyrsta skóladaginn, og þar blandast saman uggur og eftirvænting. Þriburarnir störðu stórum augum á þetta gráa hús, þar sem gluggarnir stóðu hálfopnir i löngum röðum. Hvað skyldi nú taka viö innan veggja þessa húss? Hér er komiö aö sjálfum Langholtsveginum, sem er viösjálastur allra torfæra á leiöinni I skólann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.