Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 30
Óeðlilegt, að fyrirtæki, sem hefur önnur sjónarmið en íþróttahreyfing- in, róði yfir íþróttablaðinu — Dr. Ingimar Jónsson svarar ISÍ Formaður iþrótta- kennarafélags islands, dr. Ingimar Jónsson, hefur óskað eftir birtingu eftirfarandi at- hugasemdar vegna greinargerðar iSi um iþróttablaðið: „Framkvæmdastjórn tSl hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna samþykktar aðalfund- ar Iþróttakennarafélags ts- lands (IKFI) um útgáfu á tþróttablaðinu. Þar sem þessi yfirlýsing framkvæmda- stjórnarinnar er vægast sagt villandi, vil ég leyfa mér aö taka fram eftirfarandi: Rökin ekki hrakin 1. 1 yfirlýsingu framkvæmda- stjórnarinnar er sú skoðun, sem fram kemur i samþykkt aðalfundarins, að með samningi sinum við fyrirtækið Frjálst Framtak h/f hafi framkvæmdastjórnin i raun og veru afhent Iþróttablaðiö nefndu fyrirtæki, ckki hrakin. A þetta vil ég leggja áherzlu, þvi að þetta er aðalatriði málsins. Að visu tekur fram- kvæmdastjórnin fram, að tSl y ráði ritstjóra blaðsins og sé ' hann jafnframt ábyrgðar- maður þess. Stjórn tKFI hefur margreynt að Frjálst Fram tak h/f ræður nær öllu um út- gáfu blaðsins, en titlaður rit- stjóri, Sigurður Magnússon, litlu sem engu, enda eðlilegt, þar sem útgáfa blaðsins miðast nú eingöngu við hags- muni Frjáls Framtaks h/f. Til að mynda stöðvaði Frjálst Framtak h/f, nánar tiltekið sá „ritstjóri” (Jón Birgir Péturs- son, fréttaritstjóri Visis), sem fyrirtækið hefur ráðið, birtingu á efni iþrótta- kennarafélagsins i 2. tbl. þessa árs, þótt samningur sé i gildi þar um á milli IKFI og ISt. Titlaður ritstjóri blaðsins hefur einnig tjáö stjórn IKFI aö hún veröi, þegar aö þvi kemur, að semja við Frjálst Framtak h/f um áframhald- andi birtingu á efni á vegum félagsins i blaðinu. Meiri áhuga hefur framkvæmda- stjórn ISI ekki á birtingu fræðsluefnis i Iþróttablaðinu. Geröu íþróttaþingi ekki viðvart 2. Varðandi þá fullyrðingu framkvæmdastjórnarinnar, að iþróttakennarafélagið hafi gert sig sekt um „hrein ósannindi” þegar þaö i sam- þykkt sinni dregur i efa siðferðilega og lagalega heimild framkvæmda- stjörnarinnar til þess að gera nefndan samning að Iþrótta- þingi IStog Sambandsráði ISI forsðurðu, vil ég taka fram: A tþróttaþingi ISI um dagana 12. og 13.ágúst 1972 lagði fram- kvæmdastjórnin ekkert fram um væntanlegan samning við Frjálst Framtak h/f. Engin samþykkt var gerö á þinginu i þá veru. Þingið samþykkti hins vegar fjárhagsáætlun fyrir árin 1973 og 1974 og i henni kemur fram, að gert er ráð fyrir áframhaldandi út gáfu blaðsins á vegum ISI. Sambandsráðsfundur ISI, sá næsti eftir Iþróttaþingið, fór fram dagana 6. og 7. april 1973. Framkvæmdastjórnin hafði hins vegar undirritað samninginn við Frjálst Fram- tak h/f þann 2. febr. 1973. (sbr. skýrslu framkvæmdastjórnar 1S1 frá Iþróttaþingi 12.-13. ágúst 1972 til sambandsráðs- fundar 6.-7. april 1973, bls. 16). I skýrslu framkvæmda- stórnarinnar kemur fram að samningurinn hafi verið undirritaðurmeðfyrirvara um að Sambandsráð ISI staðfesti hann. Samningurinn var ekki dagskrárliður á fundinum, ekki birtur orðréttur i skýrslu stjórnarinnar og ekki sérstak- lega borinn undir atkvæði. Auk þess vil ég taka fram, að Frjálst Framtak h/f var byrjað að undirbúa útgáfu á 1. tbl. þessa árs áður en Sam- bandsráðsfundurinn fórfram. Þettaætti að sýna; að það fer varla á milli mála, að tftt- nefndur samningur er gerður og undirritaður án heimildar frá Iþróttaþingi eða Sam- bandsráði ÍSt. Tapreksturinn réttlætir ekki afsal biaðsins 3. Um tapreksturinn á Iþróttablaðinu á undanförnum árum, sem framkvæmda- stjórn ISl rökstyður samningagerð sina við Frjálst Framtak h/f með, vil ég segja þetta. Að minu áliti réttlætir tapreksturinn á blaðinu engan veginn þá ráðstöfun, að af- henda málgagn iþrótta- hreyfingarinnar i hendur fyrirtækis utan iþrótta- hreyfingarinnar, allra sizt fyrirtæki, sem hefur önnur sjónarmið i huga en iþrótta- hreyfingin, sjónarmið, sem iþróttahreyfingin ætti ekki að gera að sinum eða hampa. Ég er þeirrar skoðunar, að iþróttahreyfingin eigi að geta gefið út eigið málgagn, ef vel er á málunum haldið og auk þess sé ekki eftirsjá að nokkrum tugum þúsunda i út gáfukostnað þegar iþrótta- hreyfingin fær milljónir á ári hverju af almannafé . Til þess að almenningur geri sér grein fyrir rekstri blaðsins á undanförnum árum, vil ég benda á: A Iþróttaþingi ISI 1970 lýsti gjaldkeri ISl þvi yfir, að rekstur Iþrótta- blaðsins hefði verið endur- skipulagður svo vel.að blaðið yrði rekið hallalaust, áskrif- endur væru 1400-1500 (sbr. þingtiðindi Iþróttaþings 1970, bls. 5). Samkvæmt skýslu framkvæmdastjórnar ISI frá tþróttaþingi 1970 til Iþróttaþings 1972 var kostnaður við útgáfublaðsins árið 1970 kr. 770 þús. en tekjur þess kr. 724 þús. A árinu var þvi aðeins 46 þús. kr. tap á blaðinu. A árinu 1971 hækkaöi útgáfukostnaðurinn aðeins um 17 þús. (i 787 þús.), en tekjurnar lækkuðu hins vegar niður i kr. 456 þús. þannig að tapið varð rúmar 300 þús. Þetta mikla tap á árinu stafar þvi ekki af auknum útgáfu- kostnaði heldur af slæmum rekstri blaðsins og á þvi hlýtur einhver skýring að vera. Hversu mikið tap var á blaðinu árið 1972, er mér ekki kunnugt um, en tek fram, að útbreiðslustjóri 1S1 tók við rit- stjórn blaðsins i upphafi ársins. 1 ritstjórnarspjalli sinu i 1. tbl. 1972 segir ritstjórinn, að með ritstjóraskiptunum verði „nokkur þáttaskil i út- gáfunni, þar sem útgáfustarf- semin flyzt að öllu leyti inn á skrifstofu ISt.” og ennfremur: „Með bættri aðstöðu ISt, auknu starfsliði og gjörbreyttri húsnæðisaðstöðu, er eðlilegt að útgáfan flytjist inn á skrifstofu sambands- ins.” Ari siðar er samt svo komið aö framkvæmdastjórn ISI sér sinn kost vænstan að úthýsa tþróttablaðinu. Ég 'Vil að siðustu benda framkvæmdastjórn ISI á, að hún heföi hæglega getað komið i veg fyrir 200 þús. kr. taprekstur á blaöinu á ári hverju (i f járhagsáætlun siðasta Iþróttaþings er gert ráð fyrir þessu tapi á ári) með þvi að hækka söluverö blaðsins um rúm 100% og fækka tbl. úr 8-10 i 6 á ári, eins og Frjálst Framtak h/f hefur nú þegar gert. Ingimar Jónsson.” Ágúst hljóp 800 m. á 1:56,3 Kcppt var i 800 in hlaupi i leik ÍHK og Fram á mánudag. Agúst Asgeirsson, ÍR, sigraði á 1:56,3 min. Jón Diöriksson, UMSB, varð annar á 2:00,2, Erlingur Þor- steinsson, UMSK, 2:04,5 Magnús Eiriksson, UMSS, 2:06,0, hans bezti timi og Sigurður P. Sigmuudsson, FII, 2:08,0. U.M.S.E. sigraði HIN árlega frjálsiþróttakeppni milli Ums. Eyjafjarðar og Hér- aðssamb. S-Þingeyinga fór fram á fþr.vellinum á Laugalandi 8. þ.m. Veður var m jög óhagstætt til keppni, hvasst og kalt. Keppt var I 18 greinum karla og kvenna og voru tveir keppendur i hverri grein frá hvorum aðila. Ums. Eyjafjarðar sigraði i þessari keppni, hlaut alls 108 stig en Þing- eyingar 88.Þess skal getið, að Þingeyinga vantaði nokkra beztu liðsmenn sina, en litil forföll voru hjá Eyfirðingum. Mikill áhugi er á heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu, sem fram fer i Vestur-Þýzkalandi á næsta ári. Búizt cr við að 2 millj. áhorfendur fylgist með lcikjunum, utan hundruð milljóna fólks, sem fylgjast munu með þeim i sjónvarpi. Vestur-þýzka flugfélagið Lufthansa hugsar sér gott til glóðarinnar, þvi að margir knattspyrnuáhugamenn utan Þýzkalands munu koma til landsins fljúgandi. A þessari mynd sjást tveir kunnir vestur-þýzkir knattspyrnumenn, þeir Uwe Sellcr, t.v. og Fritz Walter, sem báðir hafa verið fyrirliðar landsliðsins, Fritz Walter, m.a. heimsmeistari með Vest- ur-Þýz.kalandi 1954, cn Seller var einn aðalmaður landsliðs Vestur-Þjóð- verja i IIM 1966 og 1970, meö Jumbóþotu Lufthansa i haksvn. ■ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.