Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. séptémbér 1973 TÍMINN 5 Þegar Indira datt i Þaö var svo heitt, að maöur náði varla andanum. Fólkiö fór úr yfirfatnaðinum, sumir meira,og drógu sig i skuggann. Þann dag- inn var hitinn 25 stig i skugga i Hannover. Indversku filunum i dýragarðinum leið illa. Þeir gátu ekki farið Ur fötum og skuggi fyrirfannst næstum eng- inn. Þeir urðu að láta sér nægja að blaka eyrunum sinum stóru, en það dugði litið og loks var ákveðið að fara i bað og síðan lagt af stað niður að heimatil- ★ búnu tjörninni. En filabarniö Indira, fimm mánaða, hafði aldrei farið f baö áður. Hún lagðist á bakkann til að byrja með og sullaði eins og hvert annað barn. En þetta var svo skemmtilegt og Indira gleymdi aö passa sig. Búms! Hún datt út i, og hvarf undir yfirborðið. Tramp, tramp. Filamamma kom hlaupandi, stakk rananum niður i vatnið og veiddi Indiru upp úr. Sú litla fór ekki i bað lengi á eftir, heldur vildi hún þjást af hita. ★ Dyggðablóðið Mireille Franski söngfuglinn Mireille Mathieu, sem hefur eins rödd og Edith heitin Piaf, er stúlka, sem aldrei veldur hneyksli. Nýlega vonaði ljósmyndari einn i bað- bænum Biarritz, að loks myndi hún gera það. Mireille var kom- in I sinn mjög svo siðsama svarta sundbol og gekk niður að ströndinni. En á siðustu stundu kom hún auga á skiltið þar sem stóð, að bannað væri að baða sig þarna. Mireille sneri þegar við og hélt sig á þurru. ★ mm tERÓITÍ Engan tíma fyrir karlmenn Danska skáldkonan Tove Ditlevsen er sem kunnugt er skilin við fjórða eiginmann sinn og hyggst fara að skrifa- um hann bók. Hún segir, að nú liði henni stórkostlega vel, það sé gott að eiga bara vini og feli ekki i sér eins margar skyldur og að vera með karlmanni. — Ég hef hreint ekki tima til að hugsa um karlmann i augnablikinu, segir skáldkonan. — Það er allt of erfitt, maður þarf að fara út með þeim og ★ heim með þeim. Svo eru börnin alltaf að gera sinar athuga- semdir. Þau fylgjast vel með, hvað mamma aðhefst. Ungling- ar eru frjálsir, mikil ósköp, en allt þetta frelsistal i þeim, nær hreint ekki til þess, hvað móöir- in gerir • Tove Ditlevsen hefur undanfarið skrifað fyrir Ber- lingske Tidende, en nú hefur hún sagt upp þvi starfi, liklega til að skrifa bókina. Eiginmað- urinn fyrrverandi er ekki sagð- ur hrifinn af hugmyndinni. Hann er ritstjóri Extrablaðsins. ★ Svartur köttur á vegin- um Moms er dæmigerður borga- flækingsköttur, en þeirri teg- und katta fjölgar nú óðum viös vegar um heiminn. Moms kann bezt við sig þegar hann sér bfla, þvi uppáhaldsiðja hans er að elta þá, enda ekki lengur i tizku meðal stórborgakatta að fást við vesælar mýs. Moms á þó dálitið erfitt uppdráttar, þvi hann er svartur að lit og margir bilstjórar vilja alla svarta ketti feiga. En hvernig ætli það sé að vera flækingsköttur i borg? Algjört hundalif, segir Moms og hvæs- ir... Enga fæöingarbletti, takk Menntun og hæfileikar virðast skipta litlu máli, er fólk sækir um starf, ef viðkomandi hefur ekki viðurkennt og rétt útlit. Þetta fékkung sænsk stúlka ný- verið að reyna. Christel Alberts- son er 23ja ára gömul. Hana langaði til að sjá sig um i veröldinni og svaraði þvi auglýsingu frá Pan American flugfélaginu er auglýst var eftir flugfreyjum i Suður-Sviþj. Hún fékk svar frá félaginu að mæta á tilteknu hóteli i Malmö á tilskildum tima. Þar tók sallafin kona á móti henni og hafði sú auðsjáanlega jafnmikinn tima til að sitja á snyrtistofum og til að sinna öðrum störfum. Hin smurða spurði Christel margra spurninga á þremur tungumálum og svaraði umsækjandinn á því máli sem talað var til hennar hverju sinni, en stúlkan talar fimm tungumál. Fór vel á með við- talendum og var unga stúlkan réttaðfara þegar prófdómarinn æpti upp yfir sig: — Hvað er að sjá yður, hvað er á kinninni. Christel greip um hægri kinnina. — Ekki þessari , hinni. — Fæðingarblettur á stærð við tituprjónshaus. Það verður að skera hann burt. En guð, þá kemur ör. Jæja góða, þér fréttið frá okkur siðar. En engar fréttir bárust siðar og er Christel búin að afskrifa starfið hjá Pan Am, sem ekki getur notað starfskrafta hennar við að bera mat og viski i far- þega og óhrein glös og matarilát frá þeim aftur, vegna þess að hún hefur svolitinn fæðingar- blett á vinstri kinninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.