Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 32
32
TÍMINN’
Fimmtudagur 13. september 1973
— I,,,
M
M
M
M
ík
Steinninn sem valt
EINU SINNI var steinn,
sem alltaf vildi veltast
áfram.
„Þú klæðist aldrei
fallegum mosa, nema þú
haldir einhvern tima
kyrru fyrir á sama stað,’’
sagði Steinn afi hans al-
varlega og skipandi.
Hann var virðulegur,
jarðfastur steinn og
mosavaxinn.
„En ég vil ekki vera á
árstiðum og veðri. Og
hér gerist sitt af hverju.
Jón bóndi fer hér oft
framhjá á dráttar-
vélinni sinni, nú, og i
gærkveldi fóru þrjár
endur hér um veginn.”
Það er nú margt
skemmtilegra að sjá i
heiminum en Jón bónda
eða þrjár endur á
labbi,” s va ra ði
steinninn með flökku-
sama stað, og ekki held-
ur verða mosavaxinn”,
sagði steinninn veltandi.
„Ég vil sjá mig um i
heiminum”.
„Þú sérð alveg nóg af
heiminum hérna. Þú
sérð ýmislegt skemmti-
legt og breytilegt eftir
náttúruna. „Hann
Viðförull, stóri steinninn
sem datt úr hjól-
börunum hjá bóndanum
hérna um daginn, hann
hefur sagt mér margt
fróðlegt og spennandi.”
„Sá leiðindaflakkari,”
hrópaði afi hans, „hon-
um ætti ekki að liðast að
vera að segja ykkur
unglingunum sögur, og
æsa upp i ykkur ein-
hverja vitleysu”!
„Ég spurði hann
hvaða einkennilegi, og
suðandi hávaði það
væri, sem er mikið
hærra hljóð en heyrist i
býflugum, og við erum
farin að heyra hingað
alltaf hærra og hærra
allan daginn,og stund-
um lika á nóttunni, og
veiztu hvað hann sagði
mér? — Þetta eru bilar,
sagði hann, — og ég ætla
að fara út að stóra
þjóðveginum og sjá þá.”
sagði steinninn æstur.
„Hvað er að heyra”!
sagði afi. „Ég hef nú
komizt af alla mina
löngu ævi án þessara
bila — hvað sem þeir
eru nú eiginlega — og þú
ættir að geta það lika”.
Svo fór hann að sofa. En
steinninn ungi hélt
áfram að láta sig
dreyma um að komast
eitthvað langt i burtu.
Næsta dag kom litil
stúlka, og hún settist i
grasið rétt hjá Steini
afa og steininum með
útþrána.
„Halló, steinn,” sagði
hún og ýtti við honum
með fætinum. „Mér
finnst einhvern veginn á
mér að þú sért orðinn
leiður á að vera alltaf
hér á sama stað. Ég er
að hugsa um að taka þig
með mér.”
Steinninn titraði af
fögnuði, þegar hann var
tekinn upp. „Vertu sæll
afi minn, nú fer ég út i
heiminn”, hrópaði hann
i gleði sinni.
Litla stúlkan hélt á
steininum i mjúkri hendi
sinni og honum hlýnaði.
Þetta minnti hann á
þegar sólin skein heitast
á hann á sumrin. Þegar
þau komu að þjóðvegin-
um, nam hún staðar og
setti steininn við vegar-
brúnina.
„Jæja,” sagði hún,
„nú getur þú unað þér
við að horfa á bilana
fara fram hjá, en ert
ekki i hættu að lenda
undir þeim, þvi að það
er ekki gott, — ekki einu
sinni fyrir harðan
stein!”
K
U
U
Þetta var einmitt það,
sem steinninn hafði
þráð.Hannvarðyfir sig
glaður.
Eftir nokkurn tima,
þegar hann hafði vanizt
ysinum og hávaðanum
af umferðinni, þá fór
hann að þrá einhverja
tilbreytingu. Hann var
svo heppinn, að tveir
drengir komu gangandi
eftir veginum og námu
staðar við stórt tré, sem
stóð við vegarbrúnina.
„Heyrðu, Óli”, sagði
annar þeirra, „mig
vantar stein.”
„Hérna er einn,”
sagði hinn drengurinn
um leið og hann tók upp
steininn, sem lá þarna.
Hviss! Áður en steinninn
vissi hvað var að ske, þá
flaug hann upp i háa loft,
og — bomms — hann
hitti i kastaniuhnetu,
sem fullt var af i þessu
stóra tré.
„Hvað ertu eiginlega
að gera? ÓÓ!” æpti
stóra hnetan, og svo
duttu þau bæði niður,
steinninn og kastaniu-
hnetan.
„Ég gat ekki gert að
þessu”, sagði steinninn.
En aftur og aftur var
honum kastað upp i tréð,
og niður hrundu margar
hnetur. „Þetta er
spennandi!” hrópaði
hann. „Okkur finnst
þetta ekkert
spennandi”, svöruðu
hneturnar, öskureiðar.
„Já, en ég er að sjá
heiminn, og það er svo
spennandi,” svaraði
steinninn.
Nú voru drengirnir
komnir með fulla vasa
af hnetum og steinninn
fór að hugsa um, hvað
um hann yrði nú. „Hvað
ætli að komi næst fyrir
mig?” hugsaði hann,
„en mikið var nú gaman
að þjóta hátt upp i loftið
eins og fugl.”
Nú kom nóttin.
Steinninn lá við veginn
votur af næturdögg, en
ljós frá bilum, sem fóru
um veginn.glömpuðu á
honum. En nú gerðist
ekkert merkilegt um
stund, en allt i einu kom
drengurinn, sem var að
reka burt krákur, sem
sóttu i akurinn hjá
bónda þarna i nágrenn-
inu. Hann var þreyttur