Tíminn - 13.09.1973, Síða 4

Tíminn - 13.09.1973, Síða 4
i TÍMINN Fimmtudagur 13. september 1973 Kvenfangar mótmæla Þótt konurnar á myndinni séu broshýrar er ekki vist að þeim sé hlátur i hug. Þær eru i kvennafangelsi i Róm og er myndin tekin, er þær gerðu upp- reisn og tóku hluta byggingar- innar og héldu henni nokkra daga. Þarna standa þær á þaki fangelsisins og veifa til vegfar enda. Konurnar eru að mót- mæla illri aðbúð i itölskum fangelsum. Til að vekja enn frekar á sér athygli fækkuðu fangarnir stundum fötum og skorti þá ekki áhorfendur. En allt kom fyrir ekki. Stjórnvöld létu kvenfangana sjá um sig sjálfa i nokkra daga og gáfust þær þá upp og fóru aftur i klefa sina, sem eru engu skárri eftir upplyftinguna en fyrii^. Barn frægra foreldra Hver skyldi svo þessi litla stúlka vera? Eða kannski ætti að segja: Hver skyldi móðursystir hennar vera? Ef enginn veit, þá heitir móðursystirin Sophia Loren. Allessandra heitir stúlk- an og er 11 ára dóttir Mariu Sci- colone og henni leiðist ekkert að llkjast frænku sinni. Að minnsta kosti tekur hún það fram yfir að vera líkt við afa sinn sáluga. Hann hét Benito Mussolini og naut vissrar frægöar í siðustu heimsstyrjöld. Corelia Froboess, sú sem lék Conny i sam- nefndum kvikmyndum, ku vera andvig þvi, að eiginmenn séu við- staddir, er konur þeirra fæða börnin. — Mér liði ekki vel að vita af manni minum við- stöddum fæðinguna, segir hún. — Þó hvorki af siðferðilegum ástæð- um né af þvi að ég færi hjá mér, heldur vegna þeirra þjáninga, sem kona getur liðið við fæðingu. Hvers vegna á maðurinn að horfa á og þjást með konu sinni, án þess að geta hreyft legg né lið? Það ætti frekar að hlifa honum við þvi. Og þá höfum við það, lesendur góðir. Ekki hrædd við aldurinn Franska leikkonan Simone Sig- noret segir nýlega i viðtali við franska kvennablaðið Elle, að hún hafi aldrei kviðið þvi að eld- ast. — Til eru konur, sem halda að þær séu hreinlega búnar að vera, ef þær þyngjast um eitt kíló. Ég hef þyngzt um 15, 20, já meira að segja 30 kiló og það er allt i lagi. Ekkert er eins sorg- legt og fólk, sem ekki vill viður- kenna aldur sinn. Ég vil hafa það höfuð og það hár, sem ég hef nú einu sinni fengið i minn hlut. Það er miklu auðveldara að lifa, þegar maður viðurkennir sjálf- an sig eins og maöur er. Hvers vegna ætti maður að hengja sig i eitthvað, sem ekki er lengur fyrir hendi? Þetta segir Simone, sem fyrir 20 árum var stórfalleg, en raunverulega er hún enn falleg með andlit hrukkótt og hárgreiðsluna, sem sér um sig sjálf. DENNI DÆMALAUSI Mundu að reyna aldrei að slást við rafmagnsviftu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.