Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 29
_£TPf l*i ,
Fimmtudagur 13. september 1973
TtMÍ-M1'1'
10 v-þýzkir landsliðs-
menn í liði Gummersbach
Liðið leikur gegn Val n.k. þriðjudag í Evrópubikarkeppninni
Nú eftir helgina er
væntanlegt til Reykjavíkur
eitt sterkasta handknatt-
leikslið heims — v-þýzka
meistaraliðið
Gummersbach, sem hefur
þrisvar sinnum orðið
Evrópumeistarar i hand-
knattleik. Gummersbach,
með risann Hansa
Schmith í fararbroddi, er
örugglega sterkasta félags-
lið, sem hefur komið
hingað til landsins og mun
það leika gegn Val í
Evrópumeistarakeppninni
n.k. þriðjudagskvöld í
Laugardalshöllinni. Með
liðinu. leika tíu fyrrverandi
og núverandi landsliðs-
menn.
Frægasti leikmaður
Gummersbach er tvimælalaust
risinn Hansi Schmith, fyrirliði v-
þýzka landsliðsins. Hann hefur
verið markhæsti leikmaðurinn i
V-Þýzkalandi undanfarin ár.
Hann er tröll að manni, 195 cm á
hæð og vegur 95 kg. Hann hefur
leikið 76 landsleiki fyrir Vestur-
Þýzkaland og er nú fyrirliði
landsliðsins. Nú nýlega var
valinn 30 manna landsliðshópur i
V-Þýzkalandi, og eru sjö leik-
menn Gummersbach i þeim
hópi. Asamt Hansa eru það þessir
leikmenn: Klaus Kater, mark-
vörður, hefur leikið 55 landsleiki.
Ralf Hamann, markvörður, hefur
leikið 1 landsleik. Wilfred Meyar,
markvörður, hefur leikið 10
landsleiki. Helmut Kosmell,
hefur leikið 11 landsleiki, Joa-
chim Deckarm og Werner
Lettger, eru nýliðar i landsliðs-
hópnum. — Þessir tveir ungu
leikmenneiga örugglega eftir að
láta að sér kveða i framtiðinni.
Klaus Westebbe, hefur leikið 25
landsleiki. Hann er frábær leik-
maður og geysilega harður og
skemmtilegur.
Tveir fyrrverandi landsliðs-
menn leika með Gummersbach,
það eru þeir Jochen Feldhoff, 69
landsleiki og Jochen Brand, sem
hefur leikið 67 landsleiki. Á þessu
sést að lið Gummersbach er
geysilega sterkt lið, sem er
skipað leikreyndum leik-
mönnum.
-SOS.
Evrópulið Gummersbach
f§í?i;!íí BíIVí'ú
í':;;
Geir hefur skilið eftir
stórt skarð í FH-liðinu
— skarð sem erfitt verður að fylla. Islandsmeistarar Vals dttu ekki í
erfiðleikum með FH og unnu 21:16
Menn sáu það á þriðjudags-
kvöldið, hvað Geir
Hallsteinsson hefur leikið
stórt hlutverk í FH-liðinu
undanfarin ár. FH-liðið,
sem mætti Islands-
meisturum Vals, er nú
hvorki fugl né fiskur —
sóknarleikurinn er ekki
sannfærandi. Það sást
greinilega á því, að liðinu
tókst ekki að skora mark í
19 mínútur i fyrri hálfleik
gegn Val og leikmenn
liðsins skoruðu ekkert
mark með langskotum i
fyrri hálfleik. Valsmenn
voru ekki betri til að byrja
með— þeim tókst ekki að
skora fyrstu 9. min. leiksins
og var staðan 1:0 fyrir FH
fyrstu niu mínúturnar.
En þá tóku Valsmenn við sér,
og skoruðu sex mörk i röð, og
breyttu stöðunni i 6:1. Hálfleikn-
um lauk 11:4, fyrir Val. í byrjun
siðari hálfleiks komust Valsmenn
i 14:6..Enþá fóru þeir að slappa af
og sterkustu leikmenn liðsins
voru hvildir og náðu þá FH-ingar
að minnka muninn i 16:12 um
miöjan hálfleik. Leiknum lauk
21:16 fyrir Val.
Valsmenn náðu ekki að sýna
sitt rétta andlit gegn FH. Sóknar-
leikur þeirra var ekki góðun og
veröa þeir að laga hann mikið
fyrir leikinn gegn Gummersbach.
Valsliðið reyndi að leika kerfis-
bundinn sóknarleik, en dæmið
gekk ekki upphjá liðinu — það er
greinilegt að það skortir aðeins
meiri samæfingu og er það ekki
nema von, keppnistimabiliö er
ekki hafið. Þess vegna var það
nokkuð furðulegt, aö þjálfarar
liðsins létu ekki sterkustu leik-
menn liðsins leika inni á allan
timann, heldur leyfðu þeir ungu
leikmönnunum að spreyta sig.
Mörk Vals skoruðu: Gisli Blöndal
6, Ólafur Jónsson, Bergur Guðna-
son og Jón Karlsson, þrjú hver,
Stefán Gunnarsson og Torfi Ás-
geirsson, tvö hvor, og Gunnsteinn
Skúlason.og Jón P. Jónsson eitt
hvor.
FH-liöið er ekki eins sterkt og
þaö hefur verið undanfarin ár.
Leikmenn liðsins eru ekki nógu
ógnandi, þeir veröa að gera
betur, ef ekki á aö fara illa fyrir
FH-liðinu i vetur. Það er greini-
legt, að Geir Hallsteinsson, hefur
skiliö eftir stórt skarð i liðinu —
skarð, sem verður erfitt að fylla
upp i. Mörk liðsins, skoruðu:
Viðar Simonarson 6, örn
Sigurðsson, Auðunn Óskarsson,
Gunnar Einarsson og Jón Gestur,
tvö hver, Þórarinn Ragnarsson
og Arni Guðjónsson, eitt hvor.
SOS.
Hverjir vilja ekki
sjá risann Hansa?
Forsala hefst í dag
Forsala aðgöngumiða að
leik Vals og Gummersbach i
Evrópubikarkeppninni hefst i
dag i tjaldi við Ferðaskrif-
stofuna Otsýn i Austurstræti.
Það borgar sig að tryggja sér
miða timaniega, þvf að það
má búast við, að uppselt verði
á leikinn. Allir viija sjá risann
Hansa Schmith leika kúnstir
sínar með knöttinn og hnefun-
um.
..... ..................f
Gefr Hallsteinsson
,>eir
íeika
eins
°9
villi-
menrí'
— segir Geir um
leikmenn
,,Þeir leika eins og
v i 11 i m e n n, 1 e m j a,
hrinda, og klóra”,
...sagöi Geir Hallsteins-
son, eftir leik Göppingen
gegn Gummersbach,
sem lauk með jafntefli
14:14. Göppingen hafði
yfir 7:5 i hálfleik, en i
siðari hálfleik tókst
Gummersbach að jafna
og komast yfir 14:13
þegar aðeins ein min.
var til leiksloka. — En
Geir jafnaði 14:14 þegar
aðeins 10 sek.voru eftir.
Leikurinn fór fram i
Gummersbach og var iþróttahús-
ið þéttskipað áhorfendum. Leik-
urinn var geysilega harður og
fögnuðu áhorfendur mikið, þegar
leikmenn Gummersbach brutu
gróflega á leikmönnum Göpping-
en. Hansi Schmith var mjög gróf-
ur I leiknum og fengu leikmenn
Göppingen heldur betur að finna
fyrir honum.
Taka þátt
í tugþraut
á Spáni
1 siendingar þreyta tugþrautar-
landskeppni við Spánverja og
Breta um næstu helgi i Barce-
lona. Þrir keppendur verða frá
hverri þjóð, en fyrir tsland keppa
Stefán Hallgrimsson, Elias
Sveinsson og Karl West Fredrik-
sen. Fararstjóri verður örn Eiðs-
son, formaður FRl og dr. Ingimar
Jónsson er þjálfari.