Tíminn - 13.09.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Fimmtudagur 13. september 1973
ÍHUGULL svipur, rólegt og
viröulegt fas, ákaflega fræöi-
mannlegt skegg. Svona kom hann
mér tyrir sjónir, þegar ég sá hann
fyrst, og ég hugsaöi: „Þessi maö-
ur hlýtur aö vera bæöi grúskari
og skáld. — Fræöimaöur, eins og
þeir hafa gerzt á Islandi öld fram
af öld.” Sjálfsagt hef ég hugsað
eitthvaö fleira, og svo mikiö er
vfst, aö ég fékk fljótt löngun til
þess aö bæta honum i hóp viömæl-
enda minna.
Fljótlega fékk ég aö vita, aö
maöurinn heitir Þóröur Njálsson,
og aö hann er sonarsonur Sig-
hvats Borgfiröings. Fundum okk-
ar hefur, nú boriö saman öðru
sinni og það er bezt aö byrja á þvl
að forvitnast um æskustöövar
Þórðar.
Leikir i fjöru.
— Hjáseta.
— Hvar var það, sem þú sást
fyrst dagsins ljós, Þórður?
— Ég fæddist á Tjaldanesi I
Auökúluhreppi. Það geröist ti-
unda dag janúarmánaöar áriö
/----------------------------
1902. Ekki var ég þó þar nema til-
tölulega skamman tíma, þvi að
foreldrar minir fluttust aö ööru
þurrabúöarbýli, sem var þar
skammt frá og hét Svalbarð. Þaö
stóö viö sjó, og við börnin höfðum
aðgang aö fjörunni, og áttum þar
marga dýrðarheima, einkum á
fyrstu æviárunum.
— Þú hefur þá engu sfður leikið
þér að skeljum og bobbum, en
leggjum og kjálkum?
— Þetta gat vel fariö saman,
þvf að hægt var um vik aö fá sér
horn og leggi og annað þaö, sem
sveitabörn hafa löngum leikiö sér
meö. Þótt foreldrar mínir væru
ekki meö neinn búskap á þessum
árum, þá var þarna rétt hjá bú-
andi maður, og þar var næsta
auövelt aö verða sér úti um slfka
hluti. Og þótt þessir leikir okkar
með fmynduð húsdýr væru auð-
vitað ekki annað en leikir, þá
drukkum viö þannig í okkur til-
finningu fyrir skepnum og áhuga
á þvf að vera i sambandi við þær.
Enda hefur sú oröið raunin á, aö
minnsta kosti um mig.
— Fórst þú kannski snemma aö
umgangast skepnur?
— Já. Ég var ekki nema niu ára
snáði, þegar ég varð að fara aö
heiman til vinnu annars staðar,
og þá var það hjáseta og smala-
mennska, sem beið min.
— Var þetta langt frá æsku-
heimili þinu?
— Nei, reyndar var það nú ekki.
Ég var á Auðkúlu í Arnarfirði,
þar sem ég síðar átti eftir aö
verða bóndi, þótt þá væri mikið
vatn til sjávar runnið frá þvi að
ég haföi veriö þar kviasmali,
barn að aldri.
— Þú átt auðvitaö margar
minningar frá þessum árum?
— Já, ekki er þvf að neita.
Veraldarauðurinn var ekki mik-
ill, vægast sagt, en bezt mun að
hafa ekki fleiri orð um það. Fyrir-
vinnan var faðir minn einn, og
hann varð að leita til sjávarins
um bjargræði. Hann reri á vertið-
um suður i Reykjavik og var
gjarna allan veturínn i burtu.
Þegar heim var komið, var farið
á skútu, þannig að dvölin heima
var oft ekki löng, nema helzt á
haustin og fyrri hluta vetrar.
— Er þér ekki eitthvað sérlega
minnisstætt frá þvi að þú varst
smali á Auðkúlu?
— Jú, vist er ekki neinn hörgull
á sliku. Ég veit varla, hvar ég á
að byrja. Jafnvel ærnöfnin eru
mér enn i fersku minni, mörg
hver. Ein kviærin hafði verið
keypt á uppboði fyrir tólf krónur.
Hún hét að sjálfsögðu Tólfkróna.
Þetta var falleg skepna, flekkótt
á litinn og gekk mjög i augun á
mér, enda algengt, að börn séu
hrifin af mislitu fé.
Minnzt Sighvats
Borgfirðings.
Þegar minnzt er þessara æsku-
ára, kemur einn atburður upp i
hugann, sem ég vil ekki láta hjá
liða aö minnast á.
Arið 1911, þegar ég var niu ára,
var haldin þjóðhátfð á Hrafnseyri
i minningu þess, að þá voru liðin
hundrað ár frá fæðingu Jóns
Sigurðssonar. Þá fékk maður að
fara i fin föt, þótt ef til vill myndi
ekki þykja mjög mikið til þeirra
koma nú. Við bræöurnir — við
vorum aðeins tveir — vorum að
spranga þarna fram og aftur á
Hrafnseyri og þóttumst heldur en
ekki menn með mönnum.
Það, sem mér er minnisstæðast
frá þessum degi er það, að þarna
á Hrafnseyri flutti afi minn, Sig-
hvatur Grimsson, Borgfirðingur
ræðu, og ég veit ekki betur, en að
hún hafi verið aðalræöa dagsins.
Annars töluðu þarna ýmsir fleiri.
Þaö var reist minnismerki, stór
steinn, tekinn úr landi Hrafnseyr-
ar og settur á stall, þar sem hann
er enn og fær vonandi aðveraum
ókomna framtið. Merki forsetans
er greypt i steininn: Sómi Is-
landssverð og skjöldur.Myndfor-
setans er I skildinum og mynd af
sverði á bakvið.
— Þú nefndir afa þinn, Sighvat
Borgfiröing. Það nafn munu flest-
ir kannast við, en viltu samt ekki
segja frá honum, þeim til fróð-
leiks, sem alveg ekkert vita um
hann?
— Ég hygg, að afi minn hafi
orðiö frægastur fyrir skrif sin
einkum þó sagnaritunina. Hann
var ákaflega natinn og óþreyt-
andi að halda til haga hvers konar
fróðleik. Ég er þess fullviss, að sá
fróðleikur, sem hann lét eftir sig,
verður dýrmætur fjársjóður, ekki
sizt, þegar timinn lfður fram, og
fjær dregur þeim aldarhætti,sem
hann var alinn upp við.
— Þú manst þá vel eftir afa þin-
um, fyrst þú varst kominn þetta á
legg, þegar þú sást hann á
Hrafnseyri?
— Já, ég man hann vel. Hann
var vel skeggjaður, — það viröist
liggja i ættinni — ég er vist þriðji
maðurinn I beinan karllegg, sem
þann sið hefur að safna alskeggi.
Ættarsvipurinn er lika mjög
sterkur, svo aö þeir sem séð hafa
mig, geta gert sér nokkuö glögga
mynd af afa mfnum — án þess ég
sé þó að halda þvi fram, að við sé-
um bókstaflega steyptir i sama
mót.
— Liggur ekki mikið fræðasafn
eftir afa þinn?
— Jú, það er geysilega mikið.
Það er nú komið i góða og örugga
vörzlu i bókasafninu á Þingeyri i
Dýrafiröi. Ég er ekki I neinum efa
um, aö þangað muni margir leita
fanga I framtiðinni, þegar leita
skal upplýsinga um liðna menn og
atburöi.
Ég held, að það hafi verið mjög
náið samband á milli afa mins og
Konráös Gislasonar, sagnaritar-
ans þjóðkunna, og þar held ég að
afi hafi fengiö kveikjuna — árátt-
una til söfnunar — og að þeir hafi
stutt hvor annan, eftir þvi sem
föng voru á, enda voru þeir báðir
á sömu hillu.
— Hefur fræðimennskan ekki
haldizt eins vel hjá ykkur frænd-
um eins og skeggið?
— Ekki vil ég nú segja það, að
minnsta kosti ekki hvað mér við
kemur. Hafi eitthvað af þvi tagi
hrotið til min, hefur það aldrei
verið nema brotabrot, þegar mið-
að er viö þá afa minn og föður, þvi
að pabbi var lika mikill afkasta-
maöur til ritstarfa. Faðir minn
setti sinar hugsanir fram i stuðl-
um og höfuðstöfum, og viö, af-
komendur hans , eigum i okkar
vörzlum þó nokkurt safn eftir
hann af þvi taginu. Og eitt eintak-
ið af ljóðum hans er geymt i safn-
inu á Þingeyri, einmitt við hliðina
á verkum Sighvats Borgfirðings.
— Færð þú ekki lfka sæti þar við
hlið þeirra, þegar timar liða?
— Verið getur það. Ef það ber
ekki þvi bráðara að, að ég burt-
kallist af þessum heimi, þá býst
ég við að ég geri eitthvað til þess.
Ég fer að minnsta kosti ekki að
kasta þessu litla, sem ég hef gert,
f glatkistuna, hvað sem aðrir gera
viö það, þegar ég er allur.
Fór I bændaskóla.
— Við skulum halda áfram að
tala um sjálfan þig: Þú gerðist
bóndi, þegar þú hafðir aldur til?
— Já. Um tvitugsaldur fór ég á
bændaskólann á Hvanneyri og
lauk þar námi. Það var gott að
vera hjá Halldóri Vilhjálmssyni,
og ekki var kona hans síöri. Það
var gott að leita til hennar, ef ein-
hvers þurfti með. Svava greiddi
fljótt og vel úr öllu.
Það vildi svo til, að ég ákvað að
vera á Hvanneyri sumarið á milli
námsvetra minna. Sá timi var
mér dýrmætur, ekki aðeins vegna
skemmtunarinnar, sem ég hafði
af þvf — en hún var ærin — heldur
óx mér lika þroski, liklega meiri
en ég sjálfur gerði mér grein fyr-
ir. Það var eins og HalJ<jfiyL.v.æri
sú list lagin að ná fram þvi bezta
sem til var i ungum mönnum,
sem á hans vegum voru.
Mig langar lika að nefna Einar
Jónsson, ráðsmann, sem siðar
varö frægur af vegalagningum
um langt árabil. Einar var
kvæntur maður, og ég held að ég
muni það rétt, að hann hafi átt tiu
dætur. Það er óneitanlega glæsi-
legt framlag til fámennrar þjóð-
ar. Að visu veit ég ekki, hversu
stór sá ættbogi er orðinn, en góðar
og indælar telpur voru dætur Ein-
ars um það leyti sem ég þekkti til
þeirra.
— Hafði Einar á hendi nokkra
kennslu f skólanum?
— Já, hann kenndi, — og kenndi
vel. Hann var leikfimikennari og
kenndi þá grein af lffi og sál. Hon-
um varö ekki mikiö fyrir þeim
stökkum og sveiflum, sem við átt-
um fullt f fangi með, og sumir
hafa kannski aldrei náð. Einar
var göfugmenni og þroskaði okk-
ur bæði andlega og likamlega.
Hjúskapur og
búskapur.
— Þú hefur strax gerzt bóndi að
skólaverunni lokinni?
— Aö námi loknu fór ég heim f
sveit mina. Aður en ég fór að
Hvanneyri hafði ég verið
heimilisfastur á Hrafnseyri, þvi
að fyrr hafði það gerzt, að for-
eldrar minir fluttust þangað með
okkur börnin, og faðir minn varð
ráðsmaður hjá séra Böðvari. Að
sjálfsögðu hafði ég unnið þar að
bústörfum eftir þvi sem aldur og
kraftar leyfðu, þótt fyrst i stað
væru það einkum snúningar,
smalamennska og hjáseta, sem i
minn hlut komu.
Jæja, ég fór nú heim i Hrafns-
eyri, þegar ég hafði lokið námi á
Hvanneyri, og vann að bústörfum
hjá séra Böðvari og konu hans.
Um skeið var ég i Verdölum, þar
Þórður og kona hans sitja að spilum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar i Hafnarfirði. Tfmamyndir. GE.
AÐ GLEÐJAST YFIR
ÁRANGURSRÍKU
MENNINGARSTARFI
— Rætt við Þórð Njólsson, sem var nókunnugur
hinum mikla fræðara, séra Böðvari á Hrafnseyri
___________________J