Tíminn - 16.09.1973, Síða 1

Tíminn - 16.09.1973, Síða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Jarðskjálftarnir: FJÖLDI FÓLKS FLÚÐI HEIAAILI SÍN UAA NÓTT Mikið tjón í Krýsuvík — Laugavegurinn gekk í bylgjum Allharðir jarðskjálftar urðu á Suðvesturlandi aðfaranótt laugardags. Snarpasti kippur- inn kom laust fyrir tvö og mældist 5,3 stig. Fjöldi fólks hringdi til lögregiunnar i Reykavik, Hafnarfirði Kópavogi, Keflavik, Selfossi og Akranesi til þess að spyrja hverju þetta sætti, og allmargir munu hafa flúið úr húsum og látið fyrirberast i bílum sinum, einkum þeir, sem búa i háhýsum. Jarðskjálftinn átti upptök sin sunnan undir Núpshlið, tiu kilómetra austnorðaustur af Grindavik. Kippirnir voru allmargir og komu með stuttu millibili alla nóttina. Snarpasti kippurinn varð klukkan 1,46 og mældist 5,3stigá Richterkvarða. Hinn næstharðasti kom kl ' 2,22 og mældist 4,9 stig. Kippir jafnharðir og þessi munu koma að meðaltali á tveggja ára fresti. Norðan úr Hrútafirði austur í Vík Skjálftans ^varð vart viða um land samkvæmt upplýs- ingum, sem Timinn fékk i nótt. Á Hvolsvelli hrukku menn upp af værum blundi og vart varð titrings allt aust- ur I Vik i Mýrdal og noröur i Hrútafjörð. Margir vöknuðu við vondan daum og mikið var um hringingar til lögreglu og slökkviliðs. Allmargt fólk leit- aði hælis i bilum sinum til þess að vera við öllu búið. Einkum bar á þvi, að fólk, sem býr i háhýsum, yrði óttaslegið, enda gætir jarðskjálíta mest i slikum húsum og þá mest á efstu hæðum húsanna, af þvi að sveiflan, sem kemur á hús- in við hnykkina, eykst eftir þvi sem ofar dregur. Töluvert var um það, að gripir steyptust fram úr hill- um og myndir féllu af veggj- um og húsgögn færðust úr stað og munu ófáir hafa vaknað við það að rúmið þeirra kipptist hastarlega til. Ekki er kunnugt um að tjón hafi orðið af völdum jarð- skjálftans annars staðar en i Krýsuv., en þar urðu allmikl- arskemmdir. Svo harðir voru kippirnir, þar ,að bændur töldu -táðlegast að konur og börn yfirgæfu bæinn, og var haft samband við lögregluna i Hafnarfirði, sem sótti fólkið. Upptök jarðskjálftans voru ekki fjarri Krýsuvik, enda lék þar allt á reiðiskjálfi og grjót hrundi úr hliðum. A Akranesi leitaði fimm manna fjölskylda úr fjögurra hæða blokk á náðir lögregl- unnar og fékk að hafast við á lögreglustöðinni i nótt. Fólk sem var á ferli á Laugavegi i Reykjavik i nótt, sagði fréttamanni Timans, að greinilega hafi mátt sjá, að gatan gekk i bylgjum undir fótum þess, þegar hörðustu kippirnir riðu yfir. Glamur í háhýsunum Þar sem jarðskjálftakippa gætir mjög i háhýsum, hringd- um við i frú Ljótunni Bjarnadóttur, sem býr á 10. hæð i Sólheimum 27. — Jú, þetta skalf anzi mikið. Rennihurðirnar fyrir fataskápunum i svefnherberg- inu ollu talsverðum hávaða, en þær runnu þó ekki til. Það hrundi heldur ekkert úr hill- um, en við vöknuðum öll og fundum seinni stóra kippinn klukkan 2.22. Fyrri kippurinn fannst okk- ur ekki mjög haröur, en hann stóð svo lengi. Við höfum fundið hér mun sneggri kippi fyrir nokkrum árum, og þá hreyfðust hlutir hjá okkur. Ég held, að vægir kippir fari fram hjá okkur eins og öðrum, ságði Ljótunn. Miklar skemmdir i Krýsuvik Um klukkan hálf ellefu i gærmorgun náðum við tali af Asgeiri Sölvasyni í Krýsuvik. Þá voru þar enn jarðhræring- ar og Asgeir stóð á skjálfandi jörðinni viðað tala i simann. — Hér hefur orðið tjón, sem við áætlun ekki undir 100 þúsundum króna, sagði hann. —Við erum með gróðrarstöð hérna og ræktum tómata. Um 200 rúður brotnuðu i gróðurhúsunum og 800-900 kiló af tómötum hrundi af plönt- unum. Nú höfum við fengið hingað niu sjálfboðaliða til að hjálpa okkur að bjarga þessu upp. Sem betur fer er hægt að nota megnið af tómötunum. Inni i húsinu fór allt af stað, sem lauslegt var og sitt af hverju brotnaði. Sprungur komu i veggi hússins og þetta er allt hálf ógnvekjandi. Við erum mest hrædd um, að það fari/ að hrynja úr fjallinu hérna fyrir ofan. Asgeir sagði, aö fólk i Krýsuvik hefði verið að festa blundinn, þegar ósköpin byrj- uðu. — Þaö greip okkur skelf- Framhald á 2. siðu. Fúkalyf gætu orðið útflutn- ingsvara VERÐMÆTl lyfja er geysimikið, ef miðað er við magn. Af þessu leiðir, að litlu máli skiplir hvar i veröldiimi lyfjaverksmiðjur eru staðsettar. Lyfjaframleiðsla gæti þess vegna orðið mikil út- flutningsatvinnugrein á tslandi, ef rétt væri á málum haldið, og þannig væri enn einni stoð rennt undir efnahag okkar. Reynir Eyjólfsson, lic. pharm., hefur vakið máls á þvi, að hér- lendis mætti koma upp lyfja- iðnaði, þar sem framleidd yrðu fúkalyf til útflutnings. Timinn hafði tal af Reyni og spurði hann um þelta mál. — Þaö er vel trúlegt, að hér mætti koma upp lyfjaiðnaði til út- flutnings, sagði Reynir. Sennilega væri ekki ráðlegt að ráðast i fjöl- þætta efnaframleiðslu, heldur væri rétt, að við sérhæfðum okkur á einhverju ákveðnu sviði, og þá tel ég, að framleiðsla fúkalyfja væri sérstaklega hentugt við- fangsefni. Orsakir þess eru margvislegar, en mikilvægast er þó, að eftirspurn eftir þessum lyfjum er mjög mikil og mun áreiðanlega aukast fremur en minnka. Það gildir nánast einu hvar i heiminum lyfjaverksmiðjur eru staðsettar, þvi að verðmæti fram- leiðslunnar er svo mikið miðað við magn hennar og fyrirferð, að flutningskostnaður yrði sáralitill og þess vegna væri hægt að flytja afurðirnar út með flugvélum, án þess að söluverð hækkaði svo að nokkru næmi. Nú á dögum er obbinn al' öllum lyfjum búinn til á efnafræðilegan hátt i efnaverksmiðjum, en af þvi aö fúkalyf eru mjög flókin að efnafræðilegri gerð, verður ekki hægt að búa grunnfúkalyfin til á hagkvæman hátt i rannsóknar- stofum um fyrirsjáanlega fram- tið. Fúkalyfin eru unnin úr sveppum. Sveppurinn býr til grunnfúkaefnið og siðan taka efnaverksmiðjur við og framleiða afleidd efni. Mér þykir sennilegt, að bezt væri að framleiða hér tvo meginstofna fúkalyfja, þ.e. peni- Framhald á bls. 39. Minjagripur frá konungskomu Þetta er lögulegasti gripur, sem maöurinn heldur á, en átti samt upphaflega heima á heldur afviknum staö. Fýsi menn aö vita meira, geta þeir litiö á 40. hlaösföu. Timamynd: Itóbert. Sjálf Skeiðarárbrúin í burðarliðnum: 210 ellefu m langir steinstólp- ar í undirstöðu 21 brúarstöpuls —VIÐ erum komnir I návigi við sjálfa Skeiöará, — þaö er alveg rétt, sagöi Jónas Gísla- son, yfirverkstjóri viö brúar- smiðina á Skeiöarársandi. Viö höfum reist búöir okkar hér vestan Skeiöarár, svo sem fimm hundruð metra frá vestri brúarsporöinum, erum búnir aö veita sjálfri ánni austar á sandinn, og sjálf brúargeröin er hafin. Brúin á Skeiðará verður 905 metra löng — langlengsta brú landsins, en áður en brúargerð á Skeiðarársandi hófst var brúin á Lagarfljóti lengst, 301 metri. Fullyrða má, að brúarsmiði og vega- gerð á Skeiðarársandi verði lokið á tilsettum tima næsta sumar, ef ekkert óvænt ber að höndum. Kannski ber það upp á um svipað leyti og þjóðhátið- in verður haldin, að akfært verði orðið milli Fljótshverfis og öræfa. — Við erum búnir að reka niður stólpa undir tiu brúarstöpla og steypa sex sökkla, sagði Jónas, en alls verða stöplarnir undir brúnni tuttugu og einn. Undir hvern stÖDul fara tólf stólpar úr steinsteypu, ellefu metra langir, og þeir reknir á kaf I sandinn. í ágústmánuði og september hefur verið hér gott veður, og nú er vatn i Skeiðará farið aö sjatna eins og gerist á haustin. I vetur getum við farið allra okkar ferða yfir hana. Við sjálfa brúargeröina vinna nú um fimmtiu manns, hélt hann áfram, mestallt vanir menn, þvi að skólapilt- ar, sem hér voru og vissulega ötulir, eru nú á förum eða farnir.Jón Valmundsson, verkstjóri úr Vik, sem var við brúargerð á Hvitá við Hvitár- vatn, kom nýlega með eitt- hvað tiu menn, og svo á ég von á Hauki Karlssyni, sem verið hefur á Fjarðarheiði i sumar. Þeir menn voru hér báðir i fyrra. Vélakost höfum við góð- an. Tveir aðrir vinnuflokkar eru svo hér. Austur frá er Þor- steinn Jóhannsson i Svinafelli aö ýta upp varnargöröum, og svo er Eiður Sveinsson með flokk vegavinnumanna að bera ofan i veginn fyrir vestan okkur. Hörgull hefur verið á bindiefni i ofaniburðinn, en nú hefur veriö sett upp mölunar- stöð skammt frá Háöldukvisl og aur, sem þar fannst, bland- að saman við. Alls munu vera eitthvaðsjötíu til áttatiu menn á sandinum, þegar með eru taldir þeir, sem Þorsteinn og Eiður hafa á að skipa. En ég geri ráö fyrir þvi, að við gerum hlé á i svartasta skammdeginu, liklega einn eða tvo mánuði. Við höldum að minnsta kosti ekki jólin á Skeiðarársandi. Hingað til hefur allt gengið slysalaust og alls engin óhöpp | orðið, nema hvað tveir menn ^ meiddust dálitið, er vinnupall- f> ur fauk vestur á sandinum % skammt frá Lómagnúpi, þar sem mun vindsamara virðist en austur frá. Annar þeirra var þó orðinn jafngóður eftir viku, en á hinum brákaðist handleggur, svo að hann var frá vinnu i mánaöartima. Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.