Tíminn - 16.09.1973, Qupperneq 12

Tíminn - 16.09.1973, Qupperneq 12
12 TÍMINN Sunnudagur 16. september 1973 Tilræftift i Pctit Clamart, eins og þaö er sýnt i kvikmyndinni „Dagur Sjakalans”. Aquians um réttlætingu harö- stjóradráps sé skrltla”, — segir hann. — „Ég hef einfaldlega þá skoöun, að þegar maður er fyrir þér, þá drepur þú hann. Ég hef engar áhyggjur af að útrýma sér- lega hættulegum manni. Að drepa Pompidou eða einhvern banda- risku forsetanna hefur engan til- gang, einberjir aðrir kæmu ein- faldlega I þeirra stað. En de Gaulle fól i sér stefnu, enginn gat komiö i hans stað. Ef hann væri drepinn þá var stefnu hans ut- rýmt um leið, og Alsir bjargað”. „Við vorum komnir á þaö stig, að dráp de Gaulles var einungis fyrsta skrefið. Við hefðum þvi næst gert stjórnarbyltingu. Við höfðum þegar valið ráðherrana i nýju rikisstjórnina. Herinn var með okkur. Við vorum reiðubúnir til að handtaka helztu samstarfs- menn de Gaulles, ná á okkar vald helztu stjórnarráðsbyggingum og útvarps- og sjónvarpsstöðvunum, og taka þannig yfir stjórn .lands- ins.” De la Tocnaye fór i felur og varð félagi i OAS-sellu i Alslr. Eitt fyrsta verk hans var að skrifa de Gaulle bréf, þar sem hann tilkynnti þá ákvörðun slna, að drepa forsetann. Honum var siðar tjáð, að forsetinn hefði feng- iö bréfið. De la Tocnaye varð fyrir von- brigðum með OAS-félaga sina. Þeir virtust aðallega vera annars flokks afbrotamenn, óforbetran- legir samsærismenn og svallarar, sem höfðu mestan áhug á að monta sig af sigrum sinum i viðureign við barstúlkur nætur- klúbbanna. Hann var einnig and- vigur þeirri hryðjuvérkastarf- semi OAS, sem fólst fyrst og fremst i plastsprengjum, sem einkum urðu saklausum Múhammeðstrúarmönnum að bana. Hann lagði áherzlu á, að „ráðast yrði gegn toppmannin- um”. Leynileg starfsemi hans stöðvaðist um tima i júni 1961, þegar keppninautar hans innan OAS tilkynntu lögreglunni um aöseturstað hans. Hann var handtekinn og fluttur i Santé fangelsið i Paris. Ekki var til þess vitað, að nokkur hefði flúið úr Santé-fangelsinu. Auk þess var hann ekki sakaður um alvarlegri glæp en „óvenjulega fráveru” úr hernum. De la Tocnaye átti þvi einungis von á vægum dómi. En hugsanaháttur hans var of mikið I stil við Rauðu akurliljuna. Einungis skyldmenni gátu fengið fast heimsóknarkort hjá Santé-fangelsisy firvöldunum. Litil skrifstofa var hægra megin við aðalhlið fangelsisins, og þar skildu gestir eftir nafnskirteini sin og fengu heimsóknarkortið ástimplað. I fangelsisgangi nr. 6, þar sem de la Tocnaye og aðrir pólitlskir fangar biðu réttarhald- anna, var varðmaður, sem tók við heimsóknarkortunum og skilaöi þeim aftur til gestanna,er heim- sókn þeirra i einhvern klefanna var lokið. Það var rannsóknardómarinn, sem gaf út heimsóknarkortin. Ung vinkona de la Tocnaye fór til hans og bað hann um tvö heim- sóknarkort fyrir skyldmenni hans, sem væru orðin það gömul, að þau ættu erfitt með að koma sjálf að sækja um kortin. Siðan voru fölsuð nafnskirteini með sömu nöfnum og voru á þessum tveimur heimsóknarkortum. 31. janúar 1962 kom „frændi” de la Tocnaye i heimsókn til hans. Heimsóknartiminn var frá 2-5 siðdegis, og fengu gestirnir að vera einir i klefa með föngunum. „Frændinn” afhenti nafnskir- teini sitt við aðalhliðið, og afhenti siðan varömanninum við gang nr. 6 heimsóknarkortið. Undir frakkanum hafði hann bæði föröunarkassa og par af skóm. Eftir nokkur strik með augna- litnum, falskt yfirvaraskegg, nýja skó og hatt og sólgleraugu „frændans” var de la Tocnaye eins og nýr maður. Þegar varð- maðurinn kom til að opna klefann kl. hálf fimm var de la Tocnaye með hitt heimsóknarkortið i vasanum. Hann sat viö borð og snéri baki i klefadyrnar og þótt- ist vera að skrifa eitthvaö til að þurfa ekki að snúa sér að fanga- verðinum. „Þetta er heimilis- fangið sem þú baðst um” sagði hann og rétti blað til „frændans” sem fór út og niður stiga til að ná I heimsóknarkortiö sitt. Hann skildi klefadyrnar eftir opnar. De la Tocnaye faldi sig i skoti viö stigann þar til varðmaðurinn uppi á ganginum hafði öðru að sinna, þá smaug hann framhjá honum og hélt niður stigann, þar sem hann hitti annan varðmann. „Ert þú gestur”, spurði varð- maðurinn. — „Já, ég er frændi de la Tocnaye liðsforingja”, sagði hann og sýndi heimsóknarkortið. Þannig komst hann út úr gangi 6 á undan „frænda” sinum, sem var enn að ná i sitt heimsóknarkort. Þeir þurftu að fara fram hjá fimm öðrum varðmönnum áöur en þeir kæmu út I garðinn. De la Tocnaye gekk hægt til að gefa „frænda” sinum tima til að ná sér. Hann var kominn út i garð- inn, óviss um hvert skyldi halda, þegar „frændinn” kom hlaupandi til hans og sagði: „Hafðu engar áhyggjur, vinur, ég skal ná i nafnskirteinið þitt”. Hann hvarf inn I litlu skrifstofuna, og kom út aftur með falsaða nafnskirteinið, sem hann hafði haft með sér. Þeir komust fram hjá siðasta varð- manninum, við aðalhliðiö, án erfiðleika. De la Tocnaye spurði hann hvað klukkunni liði, tók i hendi „frænda” sins i kveðju- skyni og gekk á brott. Fáeinum dögum síðar fékk fangelsisstjórinn bréf, stimplað I London, þar sem De la Tocnaye sagði, að „þar sem læknirinn ráö- lagði mér að skipta um andrúms- loft, tók ég fyrsta tækifæri, sem gafst til þess”. Vegna flóttans var hætt að leyfa gestum i Santé fangelsinu að heimsækja fanga i klefa þeirra. De la Tocnaye var hins vegar ekki i London, heldur i ibúð skammt frá Santé. Þar skipulagði hann tilræðið við de Gaulle ásamt öðrum herforingja, sem hann hafði hitt innan OAS-Bastien- Thiry, sem sagði honum er þeir hittust fyrst: „Ég held að við sé- um báðir jafn ákveðnir i að binda endi á það ógagn, sem de Gaulle veldur”. Bastien-Thiry hafði aldrei tekið þátt i hernaðaraðgerðum. Hann var að visu i tvö ár I Alsir, en starfaði á eldflaugamiöstöð. Þeir tveir fóru að hittast reglu- lega til þess að ræða um fram- kvæmdaatriði við tilræöið gegn de Gaulle. De la Tocnaye var andvigur þvi að nota sprengjur. „Það er visindalegt”, — sagði hann, — „það er klókt, en eitthvað vill oft koma fyrir á siðustu stundu”. Hann var lika andvigur þvi, að senda einn tilræðismanna I eins konar sjálfsmorðsför. „Ég tel, að herforingi eigi að fara fyrir hermönnum sinum”, — sagði hann.— „Ég myndi aldrei gefa skipun, sem fæli i sér að senda mann út i dauðann”. Þeir ákváðu, að fyrirsát við þá leið, sem de Gaulle fór venjulega i hinum tiðu ferðum sinum milli Colombey og Elysée væri bezta leiðin. Bastien-Thiry hafði stuðn- ingsmenn innan Elysée-hallar, sem gátu sagt honum hvenær de Gaulle færi, en ekki hvaða leið hann færi, þvi það ákvæði forset- inn fyrst þegar hann væri kominn af stað. Þess vegna varð að koma manni fyrir þar sem leiðirnar tvær mættust, svo hægt væri að láta þá vita með sem beztum fyrirvara. Næsta vandamálið var að finna menn, vopn, bifreiðar og peninga. Er komið var fram i mai höfðu þeir fengið 12 sjálfboðaliða, eink- um innan OAS. 1 hópnum voru þrir Ungverjar, sem höfðu barizt i uppreisninni gegn kommúnist- um i Búdapest 1956 og sem höfðu verið sannfærðir um, að morð á de Gaulle væri liður i baráttunni gegn heimskommúnismanum. Athyglisverðasti maðurinn i hópnum var án efa Georges Watin, griðarlega stór og ljótur maður, sem var einn mesti land- eigandi i Alsir. Hann hafði verið i hry ðjuverkasam tökum , er nefndu sig Rauðu hendina og sem voru alræmd i Alsir fyrir hryðju- verk gegn Múhammeðstrúar- mönnum. „Hann safnaði eyrum þeirra manna, sem hann drap, og geymdi þau i glerkrukku,” — sagöi de la Tocnaye. — „Og heit- asta ósk hans var að geta bætt eyrum de Gaulles i hópinn”. Það var skot frá Watin sem braut bak- rúðuna i bil de Gaulles. Þrátt fyr- ir sérkennilegt útlit þá var hann aldrei handtekinn. Með tilliti til þess mikla stuðn- ings, er OAS taldi sig hafa innan hersins, rikisstjórnarinnar og viöskiptaheimsins, þá virðist skrítið, hversu erfiðlega þessum hópi gekk að fá vopn og farartæki. Það tók mánuði að finna vopna. Eitt sinn var fjórum sjálfvirkum vopnum, sem nota átti til árásarinnar, stolið af andstæðri OAS-kliku. Fjármagn frá OAS, sem átti að koma frá Spáni, hvarf á leiðinni. Bastien-Thiry og de la Tocnaye eyddu upphæð, sem nam nokkrum þúsundum bandariskra dala af eigin fé til að fjármagna tilræðið. Þeir urðu að stela bif- reiðum, þvi of dýrt reyndist að leigja þær. Upphaflega töldu þeir heppileg ast, að gera árásina á meöan for- setabifreiðalestin væri enn i Paris og færi þar samkvæmt öllum um- ferðareglum. 1 mai og júni voru 12 sllkar tilraunir gerðarÞærmis- tókust. Stundum mættu þeir of seint, en I önnur skipti fóru þeir öfuga leið. Þá voru einnig gerðar árangurslausar tilraunir i Petit Clamart og i Meudon skóginum. 1 hvert sinn þurfti að safna hópnum saman, stela fleiri bifreiðum, ná i vopnin, og biða siðan klukku- stundum saman eftir réttu merki. Þegar tilræðið var loks gert 22. ágúst höfðu 17 „æfingar” farið fram. Sú tilfinning, að tilræðið myndi aldrei takast, fór að búa um sig meðal samsærismann- anna, og hefur ef til vill átt sinn þátt i þvi, hvernig fór þegar til- raunin varð svo loks að raunveru- leika. 5. Pólitíski fanginn 1 september 1962, niu mánuðum eftir flóttann, var de la Tocnaye á ný kominn i fangelsið i Santé. Einn þeirra, sem heimsóttu hann, var þjónn föður hans á ættaróðal- inu i Niévre, Marcel að nafni. „Ég hélt að það værir þú, herra Alain, þegar ég las um þetta i blöðunum”, — sagði Marcel. — „Manstu, þegar þú varst litill drengur, hvernig þú hjólaðir allt- af á steinveggi?”. Réttarhöldin hófust 28. janúar 1963 fyrir herdómstól i Vincennes, og stóð til 4. marz. Flóttamenn- irnir þrir, þar á meðal Watin, voru saksóttir in absentia. Sak- borningarnir 10 kölluðu um 100 vitni, og vikum saman bergmál- uðu tilfinningarikar yfirlýsingar vitnanna i réttarsalnum. De la Tocnaye flutti langa og heimspekilega greinargerð um stöðu Frakklands og vestrænnar menningar, herinn, Alsir, og eigin skoðanir. Lögfræðingur hans sagöim.a.: „Það.sem réði úrslit- um hjá de la Tocnaye, var, að i Alsir var hann beðinn um að fremja meinsæri (með þessu átti hann við, að de la Tocnaye hafði lofað þvi sem herforingi að halda Alsir sem frönsku landsvæði). Hann brást viö eins og sómakær maður, og það er eini giæpur hans — úrelt trú á heiðri”. Bastien-Thiry var hins vegar mun harðari. Hann réðist harka- lega á stjórn de Gaulles og rétt- lætti morð einræðisherra. Hann taldi, að de Gaulle væri ekki lög- Viku eftir tilræðið kom de Gaulle til kirkju I heimasveit sinni og lét sem ekkert hefði gerzt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.