Tíminn - 16.09.1973, Síða 13
£(
13
<"íi'< •isdnrist.' ’/ A1 •i«'».'íLhiH*CKi'
Sunnudagur 16. september 1973
Alain de la Tocnaye heimsækir á ný staðinn, þar sem hann reyndi að myröa de Gaulle árið 1962.
legur stjórnandi landsins, og
kvaðst sjálfur hafa sama rétt og
sérhver frjáls borgari, sem lifði i
einræðisriki. Slikur maður væri
ekki bundinn af lögum einræðis-
rikisins. Hann likti de Gaulle við
Hitler og sakaði hann um
„þjóðarmorð”, „landráð” og
„glæpi gegn mannkyninu”.
En samtimis lagði hann áherzlu
á, að hann hefði einungis ætlað að
ræna de Gaulle, en ekki myrða
hann. Hefði verið ætlunin að
draga hann fyrir herdómstól og
dáema hann þar fyrir ofannefnda
glæpi.
Lögfræðingar Bastien-Thiry
eru fullvissir um, að það sem hafi
kostað hann lffið hafi ekki verið
þátttaka i tilræðinu fyrst og
fremst heldur hin heiftúðuga árás
hans á stjórn de Gaulles fyrir
réttinum. Eins og einn dómar-
anna heyrðist segja: „Hann tal-
aði of mikið”.
Saksóknarinn fór fram á
dauðadóm yfir Bastien-Thiry, de
la Tocnaye og einum öðrum úr
hópnum. Og 4. marz, eftir tveggja
tima og fjörutiu minútna um-
hugsun, lýstu dómararnir niður-
stöðu sinni: dauðadómi yfir
Bastien-Thiry, de la Tocnaye og
þriðja manninum, Jacques Pre-
vost, og sömuleiðis yfir þeim
þremur mönnum, sem enn var
saknað.
De la Tocnaye og félagar hans
voru fluttir i dauðadeildina i Fres
nes-fangelsinu. Hann ákvað að
láta þarengan bilbug á sér finna,
þótt öll sund væru lokuð þá myndi
það ekki sjást á honum.
8.marz fór iögfræðingur, sem
fulltrúi hinna þriggja dauða-
dæmdu, til de Gaulles hers-
höfðingja. Lögfræðingurinn talaði
i 20 min. Hann kvaðst vona, að
hershöfðingi gæti fundið i hjarta
sinu hvöt til að náða aðra herfor-
ingja. De Gaulle hlustaði þegj-
andi, og sagði ekki orð allan tim-
ann.
11. marz. Um fjögurleytið um
nóttina var de la Tocnaye hálfsof-
andi, þegar hann heyrði i lög-
reglusirenu. Hann vissi hvað það
þýddi. Brátt heyrði hann gengið
eftir löngum ganginum nær og
nær — og framhjá klefa hans.
Þeir komu að ná i Bastien-Thiry,
sem var fluttur til Ivry-virkisins,
þar sem hann var bundinn við
staur með hendur fyrir aftan bak
og skotinn til bana kl. 6.46.
Dauðadómnum yfir de la
Tocnaye hafði verið breytt i ævi-
langt fangelsi. Hann er þess full-
viss, að það, sem úrslitum réði,
hafi verið bréfið, sem hann ritaði
til de Gaulle. „De Gaulie vissi
hvar hann hafði mig”, — segir
hann, — „en Bastien-Thiry villti á
sér heimildir”.
Hann var sendur i fangelsið i
Ensisheim við Rin, og dvaldi þar i
18 mánuði i einangrun. Hann
hafði ekki fengið sig yfirlýstan
sem pólitiskan fanga, og neitaði
þvi að blanda geði við aðra fanga.
Hann kvaðst vilja nema lög, og
fékk bækur og aðra aðstöðu til
þess. Þar tók hann fyrstu próf sin,
en prófdómarar komu frá
háskólanum i Strasbourg til að
prófa hann.
Eftir 18 mánuði var hann flutt-
ur i Saint-Martin-de-Ré fangelsið,
sem er á eyju utan Bretaniu-
skagans. Árið 1968, eftir fimm ára
dvöl innan múranna og vonlitill
um náðun, fór hann að láta á sjá.
A þessum tima voru einungis 10
OAS-menn eftir i fangelsi, og þar
af fjórir sem verið höfðu i Petit
Clamart. „Og ég vissi, að ég
myndi verða sá siðasti sem
slyppi. Ég vildi ekki láta nokkurn
sjá það, að ég væri að brotna
niður, og bað þvi um að fá að vera
I einangrun”, — segir hann.
1 mai gerðu stúdentarnir upp-
reisn, Sorbonne-háskóli var
hernuminn og verkamenn um
landið allt gerðu verkföll. Við lá
að stjórn de Gaulles félli. De
Gaulle fór leynilega för til Þýzka-
lands að hitta Jacques Massu,
hershöfðingja, sem fyrrum var
yfirmaður fallhlifarhersveitanna
I Alsir, en nú réði yfir herjum
Frakka i Þýzkalandi. Massu lof-
aði stuðningi við de Gaulle, en i
staðinn samþykkti de Gaulle að
náða þá OAS-menn, sem enn
væru i fangelsi. De la Tocnaye
var þvi sleppt lausum i júni þetta
ár fyrir tilverknað þeirra, sem
hann hefur hvað mesta fyrirlitn-
ingu á og kallar „vinstri sinnaða
áróðursmenn, hryðjuverkamenn
Fjórða alþjóðasambandsins og
móðursjúka unglinga, sem ekkert
trúa á”.
Ari siðar var gefin út bók, sem
skýrði frá reynslu hans. Hún
nefndist „Hvernig ég drap ekki de
Gaulle”. Hann mætti viðá til að
auglýsa bókina upp, en þvi miður
fyrir hann fór útgefandinn á
hausinn.
1 dag er de la Tocnaye venju-
legur borgari með venjuleg
borgararéttindi. Hann kvaðst
ekki iðrast neins — hann harmaði
það eitt að hafa ekki drepið de
Gaulle.
Samt sem áður telur hann, að
hann muni ekki á ný reyna að
berjast fyrir stjórnmálaskoðun-
um sinum. Hann er búinn að fá
nóg af Frakklandi — „landi lög-
fræðinga og kaupmanna” — sem
hann ber litla virðingu fyrir.
Nýlega kom hann á ný til Petit
Clamart, þar sem Avenue de la
Liberation hefur verið endurskirt
„Avenue de Général de Gaulle”.
Kaffihúsið, Au Trianon, hefur
verið endurskirt „Au Trianon de
la Fusillade”. De la Tocnaye fór
inn, pantaði glas af vini, og spurði
sakleysislegá:
„Hvi kallar þú veitingahúsið
þessu nafni? Drápu Þjóðverjar
einhvern hér i striðinu?”
Veitingamaðurinn var móðgað-
ur: „Þjóðverjar! Það var þegar
skotið var á dé Gaulle”.
„Hvað segir þú? Hvenær var
það?
„Hvar hefurðu verið maður?
Arið 1962. Þeir skutu allt i sundur
hér. En ég fékk það borgað.
A.m.k. 3000 gestir hafa spurt mig
um þetta”.
„Nafnið gefur tilefni til þess”,
sagði de la Tocnaye.
„Það er gott fyrir viðskiptin”,
svaraði veitingamaðurinn.
(EJ þýddi og stytti)
Félagsfundur
verður haldinn þriðjudaginn 18. septem-
ber 1973 kl. 8.30 e.h. i Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu.
FUNDAREFNI:
1. Uppsögn samninga.
2. Önnur mál.
Mætiö vel og stundvislega.
Starfsstúlknafélagið Sókn
Hagkvæmt
er
heimanóm
Rréfaskólinn kennir 40 námsgreinar.
Hann starfar allt árið svo hægt er að byrja
nám hvenær sem er.
Meðal námsgreina má nefna: íslenzku,
dönsku, ensku, þýzku, frönsku, spænsku,
esperanto, bókfærslu, reikning, eðlisfræði,
mótorfræði, bæði um bensin- og diesel-
vélar, siglingafræði fyrir réttindi að 30
lestum, um viðhald og meðferð búvéla,
sálar- og uppeldisfræði, fundarstjórn og
fundarreglur.
Námstækni (kennt að læra á réttan hátt).
Kennsla i að leika á gitar, tefla manntafl
o.m.fl.
Sendum kynningarrit þeim sem þess óska.
Bréfaskóli SÍS & ASÍ,
Ármúla 3, Reykjavik, simi 38900.
Boraxo hreinsar
hendur
bezt
Bomo;
bb Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Suðurlandsbraut 6 sími 38640