Tíminn - 16.09.1973, Qupperneq 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 16. september 1973
Hans Fallada:
Hvaðnú.ungi maður?
80
w
Þýðing Magnúsar Asgeirssonar
eftir henni þrammar eigin-
maöurinn, seint og þunglamalega
Nú er hann ekki konungur lengur,
heldur lítilmótlegur banka-
gjaldkeri eins og áður, sem aldrei
getur fengið af sér aö hreyfa við
annarra manna eign. Þegar þau
ganga niður strætið troðfullt af
fólki — hún hnarreist, ung og
stælt, þóttafull í sinni frumrænu
fyrirlitningu á öllum borgara-
legum lögum, en hann hrukkóttur,
grár og samanskroppinn, eins og
hann sjái allt auðnuleysi fram-
tiðarinnar blasa við sér — sést
það enn, að hann er afburða
mikill leikari.
Hún þegir, en reiðin sýður niður
I henni: hún gengur með fýlusvip
og hatar — en skyndilega breytir
hún til og ætlar að reyna við hann
einu sinni enn. Þau sitja inni i
Iburðarmiklu veitingahúsi og
borða dýrindis krásir fyrir
siðustu skildingana. Hún blossar
upp aftur af ástúð og yndisleik og
kveikir lika I honum, þangað til
hún segir allt i einu: ,,A morgun
gerir þú það aftur — fyrir mig!”
Þá er eins og hún steypi honum
niður i hyldýpi vonlausrar, lam-
andi angistar.
Hvernig fer svo? Já, hvernig
ætti annað eins eiginlega að fara?
Sjálfboðaliðinn er enginn auðkýf-
ingur, siður sen svo. Hann neitar,
— hann segist alls ekki geta hald-
ið þvi áfram að lána, eða öllu
heldur gefa gjaldkeranum, vini
slnum, peninga. En gjald-
keravesalingurinn er svo ringlað-
ur, að peningarnir eru nú ekki
lengur efst i huga hans, heldur
hitt, að geta trúað einhverjum
fyrir þrengingum sinum. Hinn
litli, óreyndi heili hans getur blátt
afram ekki afborið þetta einn
lengur. Þess vegna segir hann
vini sinum, hvers vegna sér liggi
á peningum, og hvað konan sin
haldi um sig. Sjálfboðaliðinn hlær
og það kemur girndarglampi i
augun á honum. Re'ft á eftir kem-
ur hann aftur til gjaldkerans og
fær honum stóran vöndul af
seðlum og segir um leið eins og
gamni slhlæjandi: ,,Þú verður að
kynna mig fyrir konunni þinní!”
Og þetta fer alveg eins og það
hlaut að fara: Frúin og sjálfboða-
liöinn hittast. Hjón og einn mað-
ur til. — Sjálfboðaliðinn verður
ástfanginn af konu vinar sins, en
hún villhvorki heyra hann né sjá.
Maðurinn hennar er henni allt og
eitt, gjaldkerinn, þessi hrausti,
hugdjarfi konungur, sem lætur
sér ekkert i augum vaxa vegna
hennarog er orðinn ævintýrahetj-
an I lifi hennar. Sjálfboðaliðinn
verður afbrýðisamur. Er það ekki
mannlegt, úr þvi að hann veit
hvernig i öllu liggur?
Enn einu sinni sitja þau saman
við borð á næturknæpu, hann og
hún, og meðan þau eru ein, að
eins stundarkorn, segir hann
henni allt eins og það er um mann
hennar og peningana. Þetta er þá
allt saman ekkert ævintýri, held-
ur bara hversdagsleg saga um
peningalán. Þegar maður hennar
kemur aftur að borðinu, hlæja
þau bæði upp i opið geðið á hon-
um, einkum þó hún. Hlátur henn-
ar er ósvifnislegur og fullur af
sárkaldri og háðslegri fyrirlitn-
ingu. Og þessi hlátur hannar flett-
ir ofan af öllu, sem honum hefur
dulizt hingað til, ótryggð konunn-
ar og svikráðum vinar hans, og
andlit hans gerbreytist. Augun
stækka og tvö tár koma fram i
þeim, þrútna og velta niður
hrukkóttar kinnarnar. Varirnar
titra eins og á barni með ekka.
En þau hlæja. Hann horfir á
þau, bara horfir. Ef til vill hefði
hann á þessari stundu getað gert
allt það, sem hún hafi vænzt og
krafizt af honum, fremur en að
láta steypa sér af konungsstóli
sinum. En nú er það um seinan.
Héðan af er ekkert hægt að gera.
Siðan snýr hann baki við þeim og
stjáklar út úr veitingasalnum,
smáfættur, mjóleggjaður og bog-
inn i baki, og hverfur út vindu-
dyrnar.
,,Pús;.er”, hvislar Pinneberg.
„Pússer”, segir aftur og þrýstir
fastar hendi hennar og dregur
hana að sér i myrkrinu. „Þetta er
hræðilegt allt saman. Og við er-
um öll svo einmana”.
Pússer þrýstir fingrum hans
og kinkar kolli framá við. „En við
eigum þó hvort annað að”, segir
hún.
Kvikmynd og hversdagsllf. KniIIi
frændi nemur Jachmann á brott.
Það gat ekki heitið nein gleði-
veizla, sem fór á eftir bióferðinni.
Þrátt fyrir allt góðgætið, sem
Jachmann hafði keypt, veitist
þeim öllum þremur þó erfitt að
komast i viðeigandi skap. Jach-
mann hefir nokkrum sinnum gert
árangurslausar tilraunir til að
lifga þau upp, en það er ekki
fyrr,en Pússer er búim að bera af
borðinu og ætlar að fara að gefa
Drengsa að sjúga, að hann segir
með dálitilli óþolinmæði:
„Börnin góð, þetta dugar ekki.
Þið getið þó ekki verið þeir dauð-
ans einfeldningar að þið þurfið að
láta venjulega bióvitleysu gera
ykkur alveg utan við ykkur”.
Pinneberg reynir að bera af sér
þá ásökun að hann sé
einfeldningur, en Pússer vill
koma til dyranna eins og hún er
klædd. ,,,Svo ég segi nú eins og er.
Jachmann, þá erum við bæði
hrædd ennþá, Hannes og ég. Við
vitum auðvitað, að kvikmynd og
veruleiki er sitt hvað. En það,
sem kemur manni til að hugsa um
atburðina i mynd eins og þessari
er það, að fólk eins og við verðum
i raun og veru alltaf að vera
slhrædd. Ef eitthvað raknar úr
fyrir okkur öðru hvoru, er það i
raun og veru kraftaverk. En við
hinu verður alltaf að búast, að
eitthvað misjafnt komi fyrir.
Tilvera okkar smælingjanna er
öll svo ótrygg, við erum alveg
varnarlaus og verðum að taka
öllu, sem að höndum ber. Og það
er sjaldnast að það sé gott”.
Jachmann reynir að eyða
þessu. „Þetta er allt undir manni
sjálfum komið”, segir hann.
„Auðvitað verður maður að taka
þvi, sem að höndum ber. En
hvers vegna ætti maður að vera
að kvelja sjálfan sig með kviða og
hræðslu fyrir fram? Hefði ég ver-
ið eiginmaðurinn þarna i mynd-
inni, hefði ég látið kerlinguna
sigla sinn sjó og fengið mér aðra,
yngri og laglegri!----En nú legg
ág til að við förum út og lyftum
okkur dálitið upp. Klukkan er
orðin yfir hálf-ellefu og laukur
Atvinna
Ung kona óskar eftir
vinnu fyrir hádegi,
má vera til kl. 1. Helzt
sem næst vesturbæn-
um. Er vön afgreiðslu
og saumaskap. Margt
annað kemur til
greina. Upplýsingar i
sima 25967.
1502
Lárétt
1) Æki.- 5) Segja,- 7) Leit.- 9)
Dugleg,- 11) Trygg,-13) Svar.-
14) Bókar,- 16) Lita.- 17)
Blundar,- 19) Meira sykrað.-
Lóðrétt
1) Óþýðra.- 2) Hasar,- 3)
Tala.-4) Galti,- 6) Fótaveika.-
8) Púki.- 10) Nýlegur.- 12) TJt-
hafi.- 15) Legg frá mér.- 18)
Tónn,-
Lóðrétt
1) Ununar.- 2) Dr.- 3) Nóa.- 4)
Arða.- 6) Algert.- 8) Vef,- 10)
Argar.- 12) Illa.- 15) Sól.- 18)
MU,-
HVELL
G
ættarinnar virðist loksins vera
orðinn sæmilega syfjaður og
mettur.-----I kvöld skuluð þið að
minnsta kosti ekki fá ástæðu til
þess að vera allt of svartsýn á til-
veruna”.
Pússer og Pinneberg langar
eiginlega ekkert til að fara út að
skemmta sér eftir þessa áhrifa-
miklu kvikmynd. Þau draga það
á langinn og reyna að losna við
fleiri áhrif frá lifinu innan sinna
eigin fjögurra veggja. En Jach-
mann sættir sig alls ekki við það,
að þau hlaupist nú undan merkj-
um. Það er auðséð, að hann er
ákveðinn i þvi að skemmta þeim
reglulega vel þetta kvöld, og
Pússer fellst á það að lokum, að
fara i laglegasta útikjólinn sinn,
meðan Pinneberg er sendur út á
hornið eftir bil. Pinnéberg leggur
af stað hægt og dræmlega, en
þegar Jachmann kemur hlaup-
andi á eftir honum og stingur
nokkrum seðlum og silfurpening-
um i lófann á honum, getur
hann ekki lengur spyrnt á móti
1Í 11 ifilÍðÍÍ | ,
SUNNUDAGUR
16. september
8.00 Mogunandakt Herra
Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
Tékkneskir listamenn flytja
þjóðlög og dansa frá
Slóvakíu og Bæheimi.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar (10. 10.
Veðurfregnir) a. Frá Bach-
tónlistarkeppni i Leipzig I
sumar. 1. Sónata i Es-dúr
op. 7 eftir Beethoven.
Winfried Apel, sem sigraði i
pianósamkeppninni, leikur.
2. Pianókonsert i g-moll op.
25 eftir Mendelssohn. Jean-
Louis Steuermann, sem
varð annar, og hljómsveit
Tónlistarskólans i Leipzig
leika: Rolf Reuter stj. —
Soffia Guðmundsdóttir
kynnir. b. Fiðlukonsert i e-
moll op. 64 eftir Mendels-
sohn. Heins-Helmut Klinge
og Sinfóniuhljómsveit út-
varpsins i Austur-Berlin
leika: György Lehel stj.
11.00 Messa i Dómkirkjunni i
Reykjavik. Prestur: Séra
Þórir Stephensen. Organ-
leikari: Ragnar Björnsson.
12.15 Dagskráin Tónleikar.
12.25 Frettir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Mér, datt það i hug-Björn
Bjarman rabbar við
hlustendur.
13.35 tslenzk einsöngslög
Stefán Islandi syngur. Fritz
Weisshappel leikur undir.
14.10 Þúsund eyja landið.
Ingólfur Kristjánsson rit-
höfundur talar um Álands-
eyjar og kynnir tónlist það-
an, — álenzka söngva og
dansa.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
sumartónleikum i Maltings
Sinfóniuhljómsveit brezka
útvarpsins leikur tónverk
eftir William Walton, Eric
Coates, Suppe, Lanner,
Strauss og Ziehrer: Ashley
Lawrence stj.
16.10 Þjóðlagaþáttur i umsjá
Kristinar ólafsdóttur.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatimi: Margrét
Gunnarsdóttir stjórnar a.
Frásagnir af göngum og
réttum Flytjendur auk um-
sjónarmanns: Margrét
Grétarsdóttir og Sólveig
Theódórsdóttir. b. útvarps-
saga barnanna: „Knatt-
spyrnudrengurinn”
Höfundurinn, Þórir S. Guð-
bergsson, byrjar lesturinn.
18.00 Stundarkorn með þýzka
orgelleikaranum Markusi
Rauschner
18.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill.
19.35 tslenzk utanrikismál
1944—51: fjórði samtals-
þáttur Baldur Guðlaugsson
ræðir viö Eystein Jónsson
alþingismann.
20.00 islenzk tónlist. Sinfóniu-
hljómsveit Islands leikur
lagasvitu úr „Gullna hlið-
inu” eftir Pál Isólfsson:
Páll P. Pálsson stjórnar.
20.30 Vettvangur. Sigmar B.
Hauksson stjórnar samtals-
þætti um útihátiðarhöld.
Auk hans koma fram:
Garðar Viborg, Haukur
Hafstað, Hjörtur Þórarins-
son og Ómar Valdimarsson.
21.20 Kórsöngur. Karlakór
Reykjavikur syngur lög
eftir Arna Thorsteinsson.
Einsöngvari: Svala Nielsen.
Stjórnandi: PállP. Pálsson.
21.45 „Blaðaviðtal”, smásaga
eftir Svein Bergsveinsson
Höfundur les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Eyja-
pistill. Bænarorð.
22.35 Danslög
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.