Tíminn - 16.09.1973, Síða 28
Ys
TítöfflW
rT<?f ’iorlrtiAtrw? iu^Rhitnnu^
Sunnudagur 16. september 1973
+ / / / . '
Kennsludagurinn byrjar með morgunblaði. Siöan eru nemendur á sama þroskaskeiði látnir æfa ákveðnar hreyfingar sameiginlega
Hér getur að lita niu eða tiu ára gamlan ffl, sem er að læra að stafla
timbri úti i skóginum.
RAFTORG SÍMi: 26660
RAFIÐJAN SÍMi: 19294
Fílaskólinn í
frumskóginum
Það eru ekki bara mann-
anna börn, sem ganga i
skóla.Austur i Tælandi er
til skóli, þar sem ungir fílar
læra að vinna við skógar-
högg og annað af því tagi.
Tælenzka ríkið á hálft
fimmta þúsund fíla og
þessum skóla var komið á
fót inni í frumskóginum til
þess að kenna þeim, hvern-
ig standa á að verki við
skógarhögg og önnur störf í
frumskóginum, þar sem
ekki er hægt að koma vél-
um við.
Filarnir byrja i skólanum, þeg-
ar þeir eru f jögurra ára gamlir og
útlærðir eru þeir ekki fyrr en á
ellefta aldursári.
Siðan biður þeirra að öllu
áfallalausu hálfrar aldar starfs-
ævi, en um eða upp úr sextugu eru
þeir leystir frá störfum og fá að
eyða ellinni að eigin vild þann
áratug, sem þeir eiga ólifaðan
þegar starfsævi þeirra lýkur, en
þeir deyja flestir um sjötugt.
Ungfilarnir eru ákaflega hænd-
ir að gæzlumönnum sinum og
koma óðara, ef kallað er á þá,
þótt þeir séu á beit inni i skógin-
um og fari frjálsir ferða sinna,
þegar skóladeginum lýkur.
Niu mánuði á ári hverju ganga
þeir i skóla, en eiga fri i marz,
april og mai.
Kennsla hefst klukkan sex eða
sjö á morgnana eftir þvi hvaða
árstimi er. Fyrst af öllu eru fil-
arnir látnir taka sér ærlegt bað.
Siðan eru grundvallar atriðin i
náminu rifjuð upp, þeir eru látnir
ganga einir sér eða margir sam-
an, kennt að hlýða skipunum
gæzlumannanna, krjúpa á kné,
taka smáhluti upp með rananum,
sem raunar er erfiðara en ætla
mætti, og loks eru þeir vandir við
vélagný.
Þá tekur við kennsla úti i skóg-
inum. Þeim er kennt að draga
viðarboli eöa ýta þeim á undan
sér með þvi að beita enninu eða
rananum. Þá er þeim kennt að
stafla timbri og hvernig staðið
skuli að verki i bratta. Eftir þvi
sem þeir eldast eru þeim kennd
flóknari verk.
Þannig liða dagarnir hver á
fætur öðrum, ef ekki er um fri-
daga að ræða, þvi að þeir fá auð-
vitað fri annað veifið.
Fillinn er mjög skynugt dýr en
seinþroska eins og flestar aðrar
stórvaxnar skepnur. Þeir eru
þunglamalegir og tiðast svifa-
seinir, þótt þeir geti brugðið hvart
viö, ef svo ber undir. Filarnir
verða kynþroska 15—20ára gaml-
ir, en fullvaxnir eru þeir ekki fyrr
en um hálfþritugt. Heyrn þeirra
og sjón er með ágætum, og lykt-
arskynið er fremur laklegt og
háir þeim nokkuð i frumskógin-
um, þvi að þar kemur lyktarskyn-
iö að mestu gagni.
Filar eru spektarskepnur nema
á fengitimanum, en þá eru karl-
dýrin hin verstu viðfangs og berj-
ast ósleitilega.
Það er tilkomumikið að sjá fils-
unga koma i heiminn. Móðirin er
tiðast frávita af hræðslu og ó-
sjaldan verður hún afkvæmi sinu
að bana, ef ekki er að gert. En
náttúran hefur “séð við þvi.
Annað kvendýr er ætið til staðar
og hrekur móðurina frá unganum
um leið og hann er kominn i heim-
inn, til þess að hún verði honum
ekki að meini, og hleypir henni
ekki nærri afkvæmi sinu fyrr en
hún hefur jafnað sig á þessum
óáköpum. En þaðan i frá er móð-
irin hin umhyggjusamasta. Það
er mönnum hulin ráðgáta hvernig
náttúran hefur komið þessu á.
Margt verður filunum að meini,
þótt stórir séu. Ungarnir reyna
oft að leika sér við slöngur sem á
vegi þeirra verða, en þær kunna
ekki að meta slikt og er litill
leikur i hug og endalokin verða
þvi ósjaldan sú, að slangan hegg-
ur eiturtönninni i ungann og verð-
ur honum að bana.
Filar geta lika veikzt. Ef þeir
rifa sig til blóðs, eiga þeir á hættu
að fá blóðeitrun, krampa eða eins
konar hundaæði. Sýklar ýmsir i
húð eða i meltingarfærum þjaka
þá einnig. Þess vegna er vel hug-
að að heilsufari þeirra og hrein-
lætis gætt i hvitvetna.
Filar eru jurtaætur einvörð-
ungu, og leggja sér gras, banana,
ungan bambus og lauf og börk af
ákveðnum trjám, öðru fremur til
munns. Þeir eru hins vegar ekki
jórturdýr og éta þess vegna
ókjörin öll eða um það bil 200 kiló-
grömm og drekka eina tvö hundr-
uð litra af vatni á dag.
Filarnir virðast una sér vel i
skólanum, þvi enginn hefur
hlaupizt á brott, þótt það væri
þeim hægðarleikur og enginn
vegur væri að koma i veg fyrir
slikt. Hver fill á sér ákveðinn
gæzlumann og þar á milli er oft-
ast mikil og náin vinátta.
Einu óvinir filanna i skólanum
eru hundarnir, en það er einkenni
fila að þeir hatast við hunda.
Enginn veit hvers vegna og þann-
ig er það raunar um ýmislegt i
fari filanna.
HHJ endursagði.
TIMINN
ER
TROMP
Atvinna
Trésmiðir og laghentir menn óskast til
starfa.
GLUGGASMIÐJAN
Siðumúla 20.