Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur 16. september 1973 TÍMINN Frá vinstri: Tina og Ari Onassis, meö börnin, Tina og systir hennar Eugenia, Tina og annar eiginmaöur liennar Marquis af Blandford, seinasti eíginmaöur Tinu, Stavros Niarchos. FYRSTA KONA ONASSIS ÞEGAR hún var 14 ára báöu tveir af rikustu mönnum heims hennar, 17 ára giftist hún öðrum þeirra. Fötin hennar veizlurnar gimsteinarnir og ferðalögin voru aöalumræöuefnið i Evrópu. Sem eiginkona Aristótels Onassis var hún gestgjafi konunga, prinsessa, herforingja og stjórnvitringa. Siðan hefur lif hennar einkennzt af óhamingju og ofsa: einkenni- leg slys hvert á fætur öðru, þrjár giftingar, beiskar fjölskyldudeil- ur. Allur heimurinn fylgdist með þegar Onassis tók Mariu Callas fram yfir hana. Eftir skilnaðinn viö Onassis, giftist Tina inn i enska aðalinn, en það hjónaband fór einnig út um þúfur. Stærsta áfallið var þó hinn dularfulli dauði eftirlætis systur hennar, Eugeniu. Þá gerði hún heiminn furðu lostinn með að giftast eigin- manni Eugeniu, Stavros Niar- chos, sem var keppinautur fyrsta eiginmanns hennar og svarinn óvinur. Þetta hefur verið ótrú- legra lif en nokkru sinni hefur verið skrifað um i skáldsögu. Þennan dag árið 1956, i 12 her- bergja ibúð hennar á efstu hæð i númer 88, Avenue Foch, i milljón- era hverfinu i Paris, leit Tina Onassis jafnvel enn betur út en nokkrar myndir af henni gáfu til kynna. A veggjunum i dagstof- unni voru fjölskyldumyndir, ein af henni sjálfri i glæsilegum, rauðum slopp og önnur af Onassis og börnunum þeirra tveimur. — Hún hóf samtalið á þessum orð- um: ,,Mér geðjast ekki að tala um sjálfa mig, ég er ekki kvikmynda- leikkona.” Samt var tal hennar fjörlegt. Hún rifjaði upp, þegar þær Eugenia voru litlar stúlkur i London, og einhver spuröi hvað faðir þeirra gerði. ,,Ég veit það ekki”, hafði hún sagt, ,,en það er eitthvað i sambandi við skip.” Það hljómar ens og sagt væri að Ford fjölskyldan væri eitthvað i sambandi við bila. Stavros Livan- os fór fyrst á sjó þegar hann var 12 ára á hrörlegum báti föður sins. Þegar hann var 21 árs átti hann eigið skip, og hann stjórnaði öllum flotanum þegar hann var 35 ára. Svipast um eftir eiginkonu Það var fyrst þá sem hann gaf sér tima til að svipast um eftir- eiginkonu. Fyrir valinu varð hin 15ára Arietta Zafikaris. Þau urðu ástfangin og giftust. Hjónin flutt- ust til London, þar sem Livanos vann mikið og græddi. Dætur hans voru aldar upp til að verða fullkomnar litlar hefðarmeyjar. Þegar heimstyrjöldin brauzt út 1939, neyddu viðskiptin hann til að flytja til New York. Þar kom hann fjölskyldu sinni fyrir i glæsi- legri fbúð i Plaza Hóteli. A sunnudögum fóru stúlkurnar á hestbak. „Ég var vitlaus i hesta,” sagði Tina. Hún var áræðin og hugsaði ekki um hætturnar. Einn bjartan vor- morgun hrasaði hesturinn henn- ar, hún datt af baki og fótbrotn- aði. Fyrsti fundur þeirra Onassis. Hún var ennþá með hækjur þegar hún hökti inn i dagstofuna i ibúðinni á Plaza og hitti þar fyrir föður sinn i hópi griskra vina. Hún tók eftir tveimur ungum mönnum meðal þeirra og fann augu þeirra elta sig. Þetta gerðist 17. april 1943. „Hvernig ég man eftir þessu?” sagði Tina. „1 raun- inni var ég búin að gleyma þessu, þangað til seinna, að við Ari bár- um saman bækur okkar og þá komst ég að raun um, að hann var annar af ungu mönnunum, hinn var Stavros Niarchos. Ari sagði, að á þessu augnabliki hefði hann orðið ástfanginn af mér.” Þrautseigur biðill Sögur hafa komizt á kreik um atburðina, sem leiddu til samein- ingar þessara miklu grisku skipa- kónganafna. Það eru til nokkrar útgáfur. Ein segir að Niarchos hafi einnig hrifizt af Tinu og hafi beðið föður hennar um hönd hennar. Honum var neitað á þeim forsendum að hún væri aöeins 14 ára. Þrátt fyrir neitun Livanos fór Onassis að biðla til Tinu. Hann átti hús i Oyster Bay á Long Is- land, en þar nálægt var sumarbú- staður Livanos. Eitt sinn, þegar Tina sólaði sig á ströndinni, kom Ari á mótorbát. A bátnum var flagg með áletruninni TILY. „Hvað þýðir þetta,” spurði Tína. ,, Það þýðir Tina I love you (ég elska þig)”, svaraði hann. Hún hreifst af hinum heimsmannlega biðli og hinum ævintýralegu frá- sögnuru hans. Hann sagði henni frá, þegar hann var rekinn úr fæðingarborg sinni, Smyrnu, af Tyrkjum, hvernig hann flúði til Buenos Aires með 100 dollara i vasanum og græddi milljón áður en hann varð tvitugur. Hann sagði henni frá dögum sinum i Hollywood og um hinar frægu kvikmyndastjörnur, sem voru vinir hans. En á þessari stundu hafði hann allan hugann við hana. Hún varð mjög ástfangin af hon- um þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Eftir striðið bað Onassis Livanos um hönd dóttur hans. „Eugenia mun fúslega játast þér”, svaraði Livanos. „Það er Tina, sem ég elska”, sagði Onass- is. En Livanos vildi ekki heyra á það minnzt. Seinna sagði Onass- is: „Livanos leit á dætur sinar eins og skip”. Brúðkaup Tinu og Onassis. Onassis neitaði að gefast upp. Um tima gat Livanos ekki sinni talað við Onassis, en honum var of annt um hamingju dætra sinna til að draga samþykkið of lengi. 1946, þegar Tina var 17 ára, lét hann undan. Brúðkaupið var haldið 28. desember 1946 á 17. afmælisdegi Tinu. Þau settust að i húsi i Sutton Place, gnæfandi yfir East River. Þetta var einn dýrasti staðurinn i New York. „Það var ekki ýkja stórt”, sagði Tina „en mér geðjaðist að því”. Ekki löngu eftir að Tina og Onassis fluttu þangað, flutti Stav- ros Niarchos inn í þriggja hæða hús rétt hjá. Og upp frá þvi virtist kapphlaupið byrja: það.sem ann- ar átti, virtist hinn girnast, hvort sem það voru hús, skip eða jafn- vel eiginkonur. Þó að Niarchos hefði misst Tinu, var hann ennþá i vináttu við fjölskyldu hennar og að lokum beindi hann athygli sinni að Eu- geniu sem var alveg jafnaðlað- andi og yngri systir hennar. Inn- an árs frá brúðkaupi Tinu, gengu Eugenia Livanos og Stavros Niarchos i hjónaband og bjuggu i nágrenni við Tinu og Onassis. Til Evrópu Þau lifðu hamingjusömu lifi i New York. Fyrsta barn Tinu, Alexander var fæddur þar, og þau hjónin skemmtu sér konunglega. Þá tilkynnti Onassis að hann þyrfti grundvöll i Evrópu og vildi að Tina byggi sér heimili i Frakk- landi. Hún settist aö á efstu hæð i 88Avenue Foch, ibúðinni þar sem hún sagði mér sögu sina, og Onassis á enn. Frá Paris fluttu þau til Aþenu þar sem Onassis keypti einbýlis- hús. Hann keypti einnig hús i Montevideo og ibúð i Buenos Aires. Um þetta leyti leigði hann hús,sem bar af þeim öllum. Það var skinandi hvitt hús i Suður- Frakklandi, nálægt Monte Carlo með risastórum völlum, sérstakri baðströnd, sundlaug og nokkrum tennisvöllum. Nýbúin að eiga tvitugsafmæli var Tina sett yfir mikið starfslið. (Ráðsmann, tvo kokka, uppþvottastúlku, tvo þjóna, þrjár þjónustustúlkur, hreingerningakonu, tvo bilstjóra, einn herbergisþjón, herbergis- þernu og tvær kennslukonur). Hún átti 150 kjóla og var sjaldan nema einu sinni i hverjum. Hún sneri aftur til New York áður en annað barn hennar^ Christina fæddist og siðan aftur til hallar- innar, þegar annað timabil veizluhalda hófst. Greta Garbo kom i heimsókn. Cary Grant kom með vin til miðdegisverðar, sem reyndist vera Grace Kelly. En það var einmitt á þessu tfmabili sem fvrst fór að siga á ógæfuhlið- ina i hjónabandi hennar. ögæfa i nánd Tina hafði hitt vinkonu i Ame- riku og boðið henni tH kastalans. Brátt tók hún eftir að eiginmaður hennar veitti hinum heillandi gesti of mikla athygli. Hann reyndi að l'ullvissa hana um, að það væri ekkert á bak við það, en hún lét ekki sannfærast. Systir he'nnar gaf henni tæki- færi til að losna Irá þessu, Hún bauðhenni að dveljast með sér og eiginmunni sinum i St. Moritz Boðið leiddi hana inn i heim.sem hún unni heitt, heim með sól, snjó og hreinleika. Hún var ennþá fifl- djörf, þó að slysið sem hún lenti i, gæti varla talizt þess vegna. „Ég stóð á skiðunum minum, þegar ég braut á mér ökklann”, sagði hún hlæjandi. „Ég hlýt að vera eina manneskjan sem hef brotið ökkla með þvi einu að standa kyrr”. Þegar Tina kom aftur til Paris- ar, fékk hún skilaboð frá Onassis þess efnis að Riviera húsið væri til sölu, en þau höfðu áður aðeins leigt það. Verðið var aðeins 200.000 $og hann vildi kaupa það. „Þú getur keypt það, en ég ætla ekki að dvelja i þvi”, sagði hún, þvi slæmar minningar þaðan voru henni enn i fersku minni. Þá blandaðist Niarchos I máliö, sem Frósögn Willi Frischauer um Tinu Niarchos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.