Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 31
TíMflSm Sunmnlagtir 16. septenibér 1973 Auðjöfurinn framan við viliu slna nærri London regluskýrslum segir að Stavros og Eugena hafi rifist, þegar Stav- ros hringdi til Charlottu i Paris og bað hana um að senda Elenu litlu, sem var þá næstum fjögurra ára til Spetsopoula i sumardvöl. Yfirkomin flúði Eugenia til svefnherbergis sins. Nokkru sið- ar, heyrði Niarchos hrópin i þjón- ustustúlku og fór til svefnher- bergis Eugeniu. Þar fann hann hana liggjandi og tómt glas af svefntöflum á gólfinu. Hann sagði lögreglunni siðar að hann hefði reynt margar lifgunartilraunir á henni en ekkert hefði dugað. Þá hringdi hann i systur sina i Aþenu og bað hana um að senda lækni frá Niarchos skipastólnum til eyjarinnar. Þegar læknirinn kom kl. 2 eftir miðnætti var of seint að bjarga Eugeniu Niarchos. Likami hennar var sendur til krufningar i Aþenu. Eftir yfirheyrslur varstað hæft að Stavros ætti ekki sök á atburðinum. Livanos fjölskyldan safnaðist saman á Spetsopoula. Georg Livanos kom með móður þeirra, Ariette Livanos, Tina kom fljúg- andi frá London. Soi^ Tinu blandaðist djúpri samúð með Niarchos,sem hafði oft áður veitt henni styrk i erfiðleikum hennar. Ógeðfelldur orðrómur Þegar rannsóknum hafði verið lokið á liki Eugeniu sagði skýrsl- an að áverkar hefðu verið á aug- um, hálsi og ökklum hennar, en þeir stöfuðu af gamaldags lifgunartilraunum. Dauðaorsökin hefði verið ofneyzla svefnlyfja. Vegna þess að þessi skýrsla var ekki birt opinberlega spunnust upp sögur. Fafoutis rannsóknar- lögreglumaður lýsti yfir, að áverkarnir væru vegna högga. Hann lýsti yfir að Stavros Niar- Chos yrði kærður fyrir að hafa gert dauðvona manneskju mein. Málið fór fyrir dómstól. Dómararnir rannsökuðu vand- lega skýrslur læknanna sex, sem rannsökuðu likið. Jarðarför Eugeniu var mjög átakanleg. Niarchos lýsti yfir að hann mvndi aldrei yfir- ■ gefa eyjuna. þar sem kona hans hvildi. Samt var hann á siglingu á Miðjarðarhafi, þegar Fafoutis setti fram annað skjal til að sýna fram á að Niarchos hefði átt þátt i dauða konu sinnar. „Fafoutis getur sagt hvað sem er,” sagði frændi hans, Konstan- tin Dracopoulos. „Við höfum skýrslur sérfræðinga”. Lög- fræðingur Niarchosar sagði einn- ig „enginn dómstóll getur fundiö skjólstæðing minn sekan”. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Dómararnir staðfestu sakleysi Niarchosar og að dauði Eugeniu hefði stafað af ofnotkun lyfja. Orðrómur var um að Georg Li- vanos og Niarchos hefðu rifizt og að Onassis ynni gegn hinum forna keppinaut sinum. Aðrar sagnir voru um að Niarchos væri niður- brotinn maður og ætlaði að láta syni sinum i hendur fyrirtæki sin. Þrátt fyrir allt þetta sást Niar- chos með fögrum konum og seinna meir komust á kreik sögur um vaxandi vináttu milli hans og mágkonu hans, Tinu. Tina og Sonny Blandford gengu frá skilnaði. Frönsk lög banna fráskilinni konu að giftast næstu 300 dagana eftir skilnaðinn, en Tina bað réttinn um að stytta tim- ann. Skilnaðurinn tók óvenju stuttan tima og var endanlega gerður i mai 1971. Hjónaband Christinu En áður en Tina fékk tima til að hugsa um eigin giftingu varð hún að sinna öðru. Dóttir hennar, Christina hafði nefnilega ákveðið að giftast i Kaliforniu. Hvorki Tina né Onassis höfðu heyrt getið umþennan tilvonandi tengdason! Hjónaband fyrir stiilku eins og Christinu Onassis er ekkert gamanmál. Hún er dóttir eins af rikustu mönnum i heimi. Á 21. af- mælisdegi hennarsem var i þann veginn að renna upp, átti að koma I ljós hvað faðir hennar mundi ánafna henni. 1 desember myndi hún eignast yfir 30 milljónir doll- ara og samkvæmt lögum i Kali- forniu átti eiginmaöurinn helming þess fjár. Verðandi eiginmaður Tinu reyndist vera 47 ára fasteignasali, Joseph Bolker að nafni. Hann var fráskilinn og átti 4 börn á unglingsaldri. Hann var talsvert rikur, átti um eina milljón dollara. Andstaða fjölskyldunnar var mikil þegar Christina og Bolker giftu sig i júli 1971. Onassis var ævareiður, og útilokaði Christinu frá arfi. Enn einu sinn i giftingarhugleiðingum Hvað Tinu snerti kom þetta uppátælyi dóttur hennar á óheppi- legasta tima, þvi hún var sjálf i giftingarhugleiðingum. Þau Niarchos höfðu ákveðið að ganga i hjónaband. Móðir Tinu gladdist við fréttirnar. Fjölskylduvinur sagði, að hún hefði álitið að þetta mundi stuðla að sameiningu fjöl- skyldunnar, græða sárin eftir sorgarsögu Eugeniu. Giftingin mundi iika stöðva sögur um dauða Eugeniu.sem enn voru á kreiki og Tina yrði yngstu börnum Niarchosar móðir. Tvistruð fjölskylda Tina varð nú að segja Alexand- er að hún hygðist giftast aftur. Hann hafði verið alinn upp i þeim anda að Stavros Niarchos væri svarnasti óvinur föður hans, enda vildi hann ekki hlusta á sjónarmið hennar i málinu, svo leiðir skildu. Nú stóð Tina frammi fyrir þeim vanda að segja Christinu frá áformum sinum og einnig að biðja hana um að falia frá sinum eigin. Mæðgurnar hittust i New York. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli þessar 48 klukkustundir sem þær dvöldu saman, en þegar þær skildu var Christina ákveðin i að binda enda á hjónaband sitt. Hún sneri aftur smátima til eigin- manns sins, en yfirgaf hann siðan og fór til London. Seinna tóku þau aftur saman smátima i Kali- forniu, en Onassis lagði einnig hart að henni svo að hún gafst upp að lokum. Hjónabandið var á enda. Tina tók reiði og óhamingju- semi barna sinna mjög nærri sér. „Börnin min eru það.sem skiptir máli. Þau eru mikilvægasti hluti verð að finna sjálfa mig aftur”, lifs mins”, sagði hún eitt sinn. sagði hún. En hún breytti samt i engu áformum sinum. Hún giftist Stav ros Niarchos i október 1971. Eng- inn ættingi var viðstaddur, nema móðir hennar og ekkert heyrðist frá börnunum. Hjónin eyddu hveitibrauðs- dögunum um borð i „Creole” og sneru siðan til ibúðar hans i Paris. Þegar fyrsti snjórinn féll i svissnesku ölpunum flugu þau þangað i þotu Niarchosar. Tina lenti i öðru skiðaslysi. 1 þetta sinn var það handleggsbrot. Þeir fáu vinir hennar, sem sáu hana um þetta leyti sögðu að hún hefði virzt óvanalega niðurdregin. „Ég Siðasta ógæfan Um árabil var hljótt um Tinu og eiginmann hennar. Þegar hún var i fréttum aftur, var það út af sorgaratburði. 22. janúar á þessu ári lenti Alexander sonur hennar i slysi, er einkaflugvél hans mis- tókst flugtak af flugvellinum i Aþenu. Tina vakti alla nóttina við rúm hans, en hann komst aldrei aftur til meðvitundar. Tuttugu og sjö klukkutimum eftir slysið lézt Alexander. Menn velta þvi nú fyr- ir sér hvort fleiri atriði verði i þessum griska sorgarleik, um Tinu Livanos Onassis Niarchos. Þýttog endursagt GBK. Tölvustarf Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikur- borgar auglýsa eftir starfsmanni til starfa i vélasal. Umsækjandi þarf að hafa stúdentspróf eða menntun sem metin yrði til jafns við það. Umsóknarfrestur er til 21. september. Umsóknareyðublöð og frekari upp- lýsingar veitir deildarstjóri vinnslu- deildar að Háaleitisbraut 9, simi 86144. Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikurborgar $ Kr:-; & i,;y iV. a & .J - >ý,*A & < / v -y. < \<\ & iTr U,.i 'S.ý' í .V'' i, -V § ■n W & Á'.” Námskeið fyrir leiðbeinendur Æskulýðsráð Reykjavikur heldur nám- % skeið fyrir leiðbeinendur i tómstunda s:'; starfi haustið 1973 sem hér segir: 1. Hnýtingar (Macramé) 24. — 28. sept. Kl. 20—22. Námskeiðsumsjón: Friða Kristjáns- dóttir. 2. Radiótækni. 25. — 28. sept. Kl. 20—22. Námskeiðsumsjón: Vilhjálmur Kjartansson. 3. Leiklist (Pædagogisk drama). 8. — 12. október. Kl. 20—22. Námskeiðsumsjón: Þórunn Sigurðar- dóttir. 4. Skák. 27. — 28. sept. Kl. 20—22. Námskeiðsumsjón: Bragi Kristjáns- son. 5. Borðtennis. Fundur með leiðbeinendum 2. október kl. 20. 6. Umsjónarmenn starfs i skólum. Fundur 21. sept. kl. 1600. öll námskeiðin eru haldin að Frikirkju- vegi 11. Æskulýðsráð Reykjavikur lætur i té námsgögn og efnivið. Upplýsingar og innritun að Frikirkjuvegi 11, simi 15937. Æskulýðsráð Reykjavikur. »4 $ 'ju! >tr. r. Í..U mJk n F-<V> ■$ $ I ** • ri,'< U- i ,.r •Vi; $ & /a ý'.r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.