Tíminn - 16.09.1973, Side 32
32
' TíMINN
Steinninn sem valt
Hressið upp á
baðherbergið
og veljið klósett-setu i lit úr plasti, sem að auki
er niðsterk.
Bláar, bleikar, grænar, grænar, svartar,
brúnar og rauðar
bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Suðurlandsbraut 6 sími 38640
,,Ætli að það séu svona
neistar i mér?”
hugsaði hann.
En nú tók stein-
höggvarinn hann upp i
hönd sér. Hann sneri
honum fyrir sér og skoð-
aði hann. ,,Þú ert svo
fallegur”, sagði maður-
inn ,,ef til vill hefur litli
sonur minn gaman af að
fá þig heim”, og svo
setti hann steininn i vasa
sinn.
Þegar steinhöggvar-
inn kom heim, þá gaf
hann syni sinum stein-
inn. ,,Pabbi minn, hann
er svo fallegur!”, sagði
drengurinn. — ,,Nú já,
svo ég er fallegur”,
hugsaði steinninn. Ég
vildi að afi og allir
heima heyrðu þetta.”
Sunnudagur 16. september 1973
En montið fór fljótt af
honum, þvi að á hillunni,
sem drengurinn setti
hann á, voru ýmsir hlut-
ir, sem litu. stórt á sig:
skeljar, falleg glerbrot,
grenikönglar og — það
fallegasta — skip i
flösku! ,,Hvað ert þú að
gera hér? Svona venju-
legur steinn!”, sögðu
þau.
„Drengurinn sagði að
ég væri fallegur”, sagði
steinninn. En þá hlógu
allir á hillunni.
En næsta dag þá fór
litli drengurinn með
steininn til sjómanns,
sem hann þekkti. Sjó-
maðurinn gamli tók
beitta hnifinn sinn og
krotaði á steininn ljóm-
andi fallegt skip. Steinn-
inn heyrði samræður
drengsins og sjómanns-
ins, og hann heyrði að
það var kömin falleg
mynd af skipi á hann.
,,Skip!” hugsaði hann,
,,skip, eins og i flöskunni
á hillunni. Þetta er nú
betra en að vera mosa-
vaxinn”. Nú verð ég lik-
lega fallegasti hluturinn
á hillunni. En hvað
heimurinn er nú stór og
margbrey tilegur! Ég
vissi alltaf að það var
eitthvað meira spenn-
andi til i veröldinni en að
fylgjast með ferðum
Jóns bónda, eða horfa á
endurnar þrjár labba
eftir stignum heima!”
Drengurinn fór heim
glaður með steininn sinn
fallega og geymdi hann
alltaf á hillunni sinni,
þangað til. hann varð
stór maður og eignaðist
son, þá gaf hann honum
steininn með skipinu, og
þannig gengur það
mann fram af manni. —
Þetta varð frægur og
merkilegur steinn. —
(ÞýttB.St.)
DAN
BARRV
IP^Þarna kemur eigandis’
Ijhöfrungsins. Égvona að ^
hann sýni þér i tvo heimanal