Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 16. september 1973
TÍMINN
37
unni að Fönikumenn sigldu um
höfin og þar sem enginn veit,
hversu langt þeir komust leyföi
ég mér að senda þá til Danmerk-
ur.
1 bernsku minni — frá 1917 og
fram á þritugasta áratuginn —
voru vikublöðin aðallestrarefnið
á heimili minu. Ég varð þvi að
bera mig eftir bókunum sjálfur.
Ég þekkti ekkert til bókasafna,
þar til að skólinn útbjó eitt ör-
smáttupp undir þaki. Þar fékk ég
það hlutverk að stimpla allar ný-
komnu bækurnar. Þá voru
Tarzan bækurnar að koma út. En
Robinson Crusoe var fyrsta bókin,
sem ég las frá upphafi til enda.
Eftir að ég varð kennari komst
ég fljótt að raun um, að ef hlutur
er gerður að atburði, er auðveld-
ara að muna hann. Þetta var
nokkuð, sem ég gat notfært mér,
einkum i sögu- og náttúrufræði-
timum. Þannig byrjaði með
„Úfna Pétur”. Ég hafði einu sinni
bekk með ungum börnum i
náttúrufræði og komst að raun
um að börn vilja heyra um eitt-
hvaðsem þau þekkja. Þess vegna
notaði ég alltaf fimm minútur af
hverjum tima til að segja þeim
frá gráspörfuglinum Úfna Pétri,
þvi að hvert barn þekkir gráspör.
Það var seinast á 5. tugnum, að
settir voru upp bekkir fyrir börn
með lestrarörðugleika i Arhus*
En það voru ekki til neinar
bækur við þeirra hæfi. Hver getur
láö 11 ára dreng að hann sé ekki
himinlifandi yfir myndabók fyrir
fimm ára börn? Þessvegna
reyndi ég að skrifa eitthvað fyrir
þau og eftir margar misheppnað-
ar tilraunir heppnaðist loksins að
ná þvi máli, em þau gátu skilið.
Það kraföist, að ég varð að um-
skrifa „Úfna Pétur” þrisvar sinn-
um. Það var nefnilega ekki nóg að
sagan væri auðveld aflestrar,
heldur átti hún einnig að vera
skrifuð á svo lifandi máli, að börn
með venjulega lestrarhæfni gætu
notið hennar. 1 fyrstu vildi enginn
gefa „Úfna Pétur” út. En árið
1953 tók Aros forlagið i Arhus
kjark i sig og þremur mánuðum
seinna var bókin uppseld hjá
bókaverzlunum.
Þrátt fyrir velgengnina kenndi
Robert Fisker i mörg ár enn.
Fyrir tveimur árum tók hann á
sig rögg og helgaði sig ritstörfun-
um eingöngu, og fann út að hann
gat lifað af þeim. Hann hafði
aldrei getað trúað.að draumurinn
gæti orðið að veruleika á svo stór-
kostlegan hátt.
— Ég var orðinn nógu gamall til
að vita,hvað mikið ég þurfti til að
lifa af. Ég hafði verið i leyfi
frá kennslustörfum áður og öðru
hvoru saknaði ég krakkanna. Ég
ákvað aðhugsamálið og sjá hvað
væri ráðlegast og komast fljótt að
raun um, að ekki er n'auðsynlegt
að vinna meðal barna til að geta
skrifað fyrir þau. Svo hafði ég
auðvitað unnið 25 ár sem kennari.
Börn breytast ekki. Þaö er
heimurinn og fullorðna fólkið i
kringum þau.sem breytist. Börn-
in rannsaka heiminn, að visu á
dálltið annan hátt nú og áður, en
alltaf af sömu hvötum. Þó að ég
sé ekki lengur kennari, þá sit ég
ekki i filabeinsturni, heldur
blanda geði við fólk. Robert Fisk-
er hefur verið svo leikinn i að búa
til söguþráð, að það eru ekki
einungis danskir lesendur sem
brauðfæða hann. Þær 40-50 bækur
sem hann er nú þegar búinn að
semja, hafa einnig komið út á
sænsku, norsku, islenzku, þýzku
og frönsku.
Það er ánægjan yfir að búa til
lifandi sögu, sem hefur haldið
mér við efnið. Sérhver saga hefur
kjarna, sem atburðirnir eru
spunnir kringum. Svo fer það eft-
ir ýmsu,hvort hún verður stutt
eða löng. Stutt frásögn á rétt á
sér, ef hún litur ekki út fyrir að
vera stutt. Annars verður hún
ekki saga, heldur skrýtla. Meðan
á striðinu stóð lærði ég að vera
stuttorður. Pappirsskorturinn
neyddi mig til þess. Hann kenndi
mér lika, að fólki þarf ekki að
finnast það svikið, heldur á það að
fá hið sama úr stuttri frásögn og
langri. Það er i rauninni mjög
skemmtilegt, að i augum barna
eru bækur ekki eitthvað sem
maður skrifar, heldur skáldar.
„Hefurðu sjálfur skáldað bók”
eða „Hefurðu skáldað nýja
sögu”, spyrja börnin mig oft.
Skáldskapurinn verður til i
heilanum, en að skrifa bók er iðn.
Það er með bókina eins og barnið,
það verður að þroskast i móður-
lifinu, áður en það kemur i heim-
inn. 1 báðum dæmunum er spurn-
ing um,hversu barnið veröur vel
þroskað við fæðinguna.
Þýtt og endursagt gbk.
— Ég hef enga trú á, að sjónvarpið eða kvikmyndirnar leysi bókina af hólmi.
Auglýsid' i Támanum
Jörðin Mjóanes
í Þingvallasveit
er laus til ábúðar á næstu fardögum.
Vélar og áhöfn á jörðinni eru til sölu.
Nánari upplýsingar gefur núverandi
ábúandi Pétur Jóhannsson.
Félag
járniðnaðar-
manna
FÉLAGSFUNDUR
verður haldinn miðvikudaginn 19. sept.
1973, Kl. 8.30 e.h. i fundarsal Domus
Medica að Egilsgötu 3.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Uppsögn kjarasamninga og umræður
um breytingar.
3. Önnur mál.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
Hef opnað
lækningastofu i Læknastöðinni Álfheimum
74, þar sem ég mun gegna heimilislæknis-
störfum. Fyrst um sinn verður viðtalstimi
10—12, mánudaga — föstudaga og
fimmtudaga 17—18. Simaviðtalstimi 9—10
simi 86311.
Sigurður Sigurðsson, læknir.
CVILJIRÐU
GOTT
Reykjavik...
appa af í næði, eða þá hitta
í setustofu, veitingasal eða
þá er að leita til Hótel Esju.
angað er auðvelt að komast
aka erfiðar umferðargötur, og
tisvagna er rétt við hótelið.
g iþróttahöllin í Laugardal,
kemmtistaðir af ýmsu tagi
nágrenni. Næsta heimsókn
ður skemmtileg tilbreyting
og góð hvíld.
MIN Á HÓTEL ESJU
JJ
ni