Tíminn - 16.10.1973, Qupperneq 1

Tíminn - 16.10.1973, Qupperneq 1
fóðurvörur ÞEKKTAR, UM LAND ALLT WOTEL LOFTim/fí VEITINGABÚD „Hótel Loftleiðir" er nýjung í hótel- rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót-' um vinsældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð — og opið fyrir allar aldir! BÝÐUR NOKKUR BETUR! ---- Edward Heath, forsætisráöherra Breta bauö Ólaf Jóhannesson, forsætisráöherra hjartanlega velkominn i Downingstræti númer tiu i gærmorgun (UFI-mynd) Fundur Ólafs Jóhannessonar og Edwards Heath í gær Afturkippur í viðræðurnar eftir fund Heaths með útgerðarmönnum TK—Reykjavik — Svo viröist sem brezkir útgeröarmenn beiti mjög áhrifum sinum til aö koma i veg fyrir, aö brezka rikisstjórnin gefi eftir í fiskveiöideilunni viö islendinga. Viröast áhrif brezkra útgeröarmanna á afstööu rikis- stjórnar Edward Heaths mjög mikil, ef marka má gang viö- ræöna forsætisráðherra islands og Bretlands, þeirra Edward Heathsog Ólafs Jóhannessonar, i gær. Aö sögn ólafs Jóhannes- sonar, forsætisráöherra, kom aftur kippur i viðræöurnar eftir að Heath haföi átt fund meö full- trúum brezkra útgeröarmanna um þau efnisatriöi, sem fram höföu komið á fundum forsætis- ráöherranna i gærmorgun. Þeir ræddu saman frá kl. 10.45 til kl. 1 i gærdag en komu aftur saman til fundar kU 5 siödegis. Þá hafði Heath setið fundi með útgeröar- mönnum og var þá komið annaö hljóð i strokkinn. Timinn átti simtal viö Ólaf Jóhannesson, forsætisráöherra, kl. 6 i gærdag að loknum siöari viðræðufundi þeirra Edwards Heaths, forsætisráðherra Breta i gær. Ólafi Jóhannessyni, for- sætisráðherra, sagðist svo frá: Fundur okkar Heaths hófst kl. 10.45 og ræddumst við fyrst við einslega nokkra hrið en siðan voru til kallaðir embættismenn okkar. Þessar viðræður stóðu til kl. 1, en þá var gert hlé á þeim og Var embættismönnum falið að kanna nánar viss atriði, sem fram höfðu komið i viðræðum okkar Heaths. Minir fulltrúar i þeirri athugun voru þeir Hans G. Andersen. Hannes Jónsson, og Niels P. Sigurðsson. Ég verð að segja það, að mér fannst Edward Heath allur af vilja gerður til að reyna að finna þann flöt á málinu, sem gæti orðið að bráðabirgðasamkomulagi til lausnar deilunni. Fóru viðræður okkar mjög vinsamlega fram og hafði skapazt gott andrúmsloft okkar á milli. Kl. 2 e.h. voru svo fulltrúar brezkrar togaraútgerðar og fisk- iðnaðar boðaðir á fund með Heath og munu þeir hafa setið á fundi fram eftir degi. Kl. 5 siðdegis hittumst við Heath svo aftur. Var þá greinil. af viðbrögðunum, að viðhorfin höfðu breytzt verulega við fundinn með útgerðarmönn- Framhald á bls. 23. Riðuveiki í sauðfé færist í vöxt Riðuveiki barst hingað til landsins með innfluttum hrút- um eftir miðja 19. öld. Frá þeim tíma hefur mismunandi mikið borið á veikinni. Ekk- ert lyf er til og veikist kind af riðuveiki, er henni dauðinn vis. Veikin er misjafn- lega skæð á þeim bæj- um þar sem hún finnst. Sums staðar veikjast aðeins fáar kindur, sérstaklega þar sem þess er gætt að fjarlægja jafnharð- an þær sem veikjast. Annars staðar geta um 20-30% fjárins veikst á einu ári. Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir, hefur staðið fyrir rannsókn- um á veikinni hér á landi, og i seinni tið i náinni samvinnu við erlenda vísindamenn. Veikin hefur lengst af verið bundin við ákveðna bæi i fáum sveitum á Norður- landi, en virðist hafa Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.