Tíminn - 16.10.1973, Síða 3

Tíminn - 16.10.1973, Síða 3
Þriðjudagur 16. október 1973. TÍMINN 3 Harður árekstur MJöG harður árekstur varð um hálfsjöleytið i gærkvöldi á mótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Rákust þar sama tvær bifreiðir og eru báðar taldar mjög illa farnar eða ónýtar. Meiðsl munu ekki hafa orðið alvarleg að þvi er séð var, en fólkið var þó flutt á slysavarðstofuna. Báðir öku- menn héldu þvi fram við lögregl- una, að þeir hefðu ekið á grænu ljósi. Óskar lögreglan eftir þvi, að sjónarvottar að atburðinum gefi sig fram. —Step « Þetta er Hamblerinn, sem dk upp Hofsvaiiagötuna. Báðir ökuinenn kváðust hafa „verið á grænu”. (Timamynd: Gunnar) Sverrir Runólfsson: Vegagerðin sveik mig — og ég ætti hýðingu skilið Það hefur verið fremur hljótt um vegagerö Sverris Runólfs- sonar að undanförnu. Sjálfsagt hefur ýmsum dottið i hug, hvort Sverrir væri af baki dottinn. Svo mun þó ekki vera, en hins vegar er ýmis ágreiningur með Sverri og Vegagerð rikisins, að sögn hans. I sumar kom til landsins nokkur hluti þess tækjabúnaðar, sem Sverri er nauðsynlegur til fram- kvæmdanna. Þau tæki, sem á vantar eru til hjá Vegagerðinni, sem og ýmsum verktökum. Sverrir mun ekki telja sér fært að leita til verktakanna um lán á þessum tækjum, enda er þar við væntanlega keppinauta að eiga. Aö sögn Sverris fékk hann I sumar munnlegt loforð frá Vega- geröinni þess efnis, að hún mundi lána honum nauðsynleg tæki, en það loforð telur hann, að hafi verið svikið. Orsökin til þess, að hann flutti ekki sjálfur ipn allar nauðsynlegar vélar er sú, að honum var ekki lofað nema einum kilómeta vegar og þá taldi hann ekki fjárhagslega kleift að flytja inn önnur tæki en hrærivélina eina. Nú hefur Vegagerðin hins vegar tilkynnt að sögn Sverris að hann muni ekki fá nauðsynleg tæki þáðan. „Það er ekki oft, sem mér fellur tár”, segir Sverrir, ,,en ég ætti hýðingu skilið fyrir að *4íSta plata mig svona”. AAdlið d Sauðórkróki: Krufning fór fram í gær — niðurstöður liggja ekki fyrir UM HELGINA fóru fram á Sauðárkróki yfirheyrslur fjölda vitna i sambandi við lát Skarphéðins Eirikssonar, bónda i Vatnshlfð i Austur-- Húnavatnssýslu, á föstu- daginn var og greint hefur veriö frá. Að sögn lögreglunn- ar i gær hefur komið I ljós, að Skarphéðinn var gestkomandi I húsi þvi við Aðalgötu, sem hann fannst látinn. Fleiri voru þar einnig gestir á sama tima og eitthvað fram eftir nóttu. Hefur lögreglan beðið þetta fólk að yfirgefa ekki bæinn að svo stöddu, meðan rannsókn stendur yfir. Krufning liksins fór fram i gær, en niðurstöður hennar lágu ekki fyrir i gærkvöldi. —Step. ’ Þá hefur Sverrir farið þess á leit^við Vegagerðina, að hún skuldbindi sig til þess að kaupa ekki sjálf tækjabúnað af þessu tagi, ef svo fari, að ágæti þeirra verði sannað. Hann telur nauðsynlegt fyrir sig að fá sika skuldbindingu til þess að standa ekki uppi slyppur og snauður og verkefnalaus með'dýrar vélar, eftir að hafa sánnað ágæti þessarar aðferðar við vegagerð. Vegagerðin rengir ágæti þessarar tækni, segir Sverrir, en vill samt ekki skuldbinda sig til þess að feta ekkii/fótápo'r mfn. Timinn haföi samband við jSnæbjörn Jónasson yfirverk- fræðing Vegagerðar rikisins vegna þessara ásakana og leitaði álits hans á þeim atriðum, sem greint er frá hér að ofan. — Mér vitanlega hefur Vega- gerðin aldrei lofað að lána Sverri öll þau tæki, sem hann vantar, enda á Vegagerðin ekki allt sem til þarf. Hins vegar er mér óhætt að fullyrða, að vegagerðin hefur alla tið verið reiðubúin að lána honum þau af okkar tækjum sem við getum án verið. A þvi hefur ekki staðið. Við höfum siður en svo reynt að bregða fæti fyrir hann, þótt hann vilji láta i það skina. Um þessa skuldbindingu, sem hann talar um, er þaðað segja, að Vegagerðin getur að sjálfsögðu ekki lofað þvi fyrir hönd rlkisins, aö aldrei verði keypt tæki af þessu tagi. Það er svo annað mál, að væru slik tæki til I landinu mundum við, ef til kæmi, fremur kjósa að eiga samvinnu við eigendur þeirra, en að kaupa ný tæki, þó auðvitað að þvi tilskildu, að hægt væri að eiga samvinnu við þann aðila. Þannig hefur þetta verið á öðrum sviðum, t.d. höfum við átt samvinnu við fyrirtækið Oliumöl h/f. Við rengjum heldur ekki, sagði Snæbjörn, að hægt sé að beita þessari aðferð við vegagerð. Við sendum m.a.s. menn utan fyrir mörgum árum til þess að kynna sér þessa aðferð og hún hefur lika verið notuð hérlendis. Hluti Reykjanesbrautarinnar — á Hvaleyrarholtinu — er gerður Fyrsti dagur rjúpna- veiða var i gær 15. september. Geta rjúpnaskyttur hugsað gott til glóðarinnar, þvi að rjúpunum hefur fjölgað verulega frá sið- asta ári, en hámarki nær hann árið 1976. Leiðrétting Sl. sunnudag urðu þau mistök i aðalfyrirsögn á Mönnum og mál- efnum á bls. 18, að aðalfyrirsögn- in varð Metframkvæmdir f Byggingamálum. — En átti að vera Metframkvæmdir I byggöa- málum.Þetta leiðréttist hér með. með þessu móti. Hins vegar teljum við ókleift að nota þessa aðferð alls staðar. Viðgetum t.d. ekki skilið, að það sé hægt I mýrum. Þar að auki berum við brigður á að hægt sé að gera þetta fyrir það verð( sem hann segir. Sverrir hefur haldið þvi fram, að undirbygging, burðarlag og slit- lag muni ekki kosta nema um 200 krónur á fermetrann, en það'nær Framhald á bls. 15.. Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur, sagði i viðtali við Tim- anna að fjöldi fugla hefði aukizt mikið frá fyrra ári, eins og þeir hefðu búizt við. — A árunum 1968—1970 hefur fuglunum farið hægt fjölgandi, en núna siðustu ár hefur stofninn stækkað þar til hann nær hámarki, árið 1975-1976. Það hef- ur veriö mikil aukning á varp- stöðvunum, svo að búast má við mikilli veiði. Rannsóknir á rjúpnastofninum hófust hér á landi um 1920. Geng- ur þróun stofnsins fyrir sig hér eins og annars staðar á norðlæg- um slóðum. Fjöldinn er i hámarki á tiu ára fresti, eða þegar árið endar á töl- unni sex. Þannig verða beztu árin núna, frá 1974-1977. Veiðitimi stendur frá 15. okt til 22. des. Framhald á bls. 23 Rjúpnaveiðar eru hafnar Framhaldsstofnþing Landssambands slökkviliðsmanna var baldið i ráðstefnusal Hótel Loftleiða núna um helgina. Myndin er af fundinum. (Timamynd: G.E.) Dómararnir um það, hverjir spilla mólstað okkar í landhelgismólinu, sitja ó Mbl. Eyjólfur Konráð Jónsson svaraði fyrir liönd Morgun- blaðsins i þætti Páls Heiðars á laugardag „Vikan sem var” þeirri ádeilu, sem Pétur Guð- jónsson, stórkaupmaður og Sjálfstæðismaður hefur haldið uppi opinberlega á Mbl. 1 svari Eyjólfs Konráðs segir m.a.: „Þaö er rétt, að fyrir nokkr- um mánuðum neitaði Morgun- blaðið aö birta grein, sem Pét- ur Guöjónsson sendi blaðinu um landhelgismálið. Ástæðan var sú, að við ritstjórarnir töldum fyrir ncðan virðingu Morgunblaösius að birta þá grein, enda var hún að okkar mati til þess fallin að spilla fyrir málstað tslands i land- hclgismálinu. Aður höfðuin við birt greinar eftir Pétur, in.a. um landhelgismálið, en Morgunblaðið cr ekki rusla- tunna.sem ha'gt er aðflcygja i hverju sein er.” Er það lá fyrir, að ritstjórar Mbl. vildu ekki birta grein Péturs og höfðu meira að segja neitað að birta hana sem auglýsingu.þar sem fullt gjald var boðið fyrir, sneri Pétur Guðjónsson sér til Timans og bað blaöiö að birta umrædda grein. Timinn birti þessa grein. Grein þossi var mál- efnalegt innlegg i landhelgis- málið og ekkert það i grein- inni, scm gat skaöað málstað okkar i landhelgismálinu, heldur þvert á móti tslending- um og rétti þeirra i málinu til framdráttar. Hvað var svona slæmt? Timinn lætur lesendum sin- um, sem lásu þessa grein,það eftir að dæma um það, hvort þessi grein i Timanum liafi verið þess eðlis, að hún væri „til þess fallin að spilla fyrir málstaö tslands i landhelgis- málinu”, eins og ritstjórar Mbl. lialda fram. En að gefnu tilefni skorar Timinn á Mbl. að gera grein fyrir þvi, hvað það liafi vcrið I grcin Péturs, sem svo mjög skaðaöi málstað okkar i landhelgismálinu. Rökstuðningur ritstjóra Mbl. um þau efnisatriöi, sem hirt- ust I grcin Péturs.gætu upplýst þjóðina nánar uin stefnu — eða réttara sagt stefnule.vsi Mbl. i landhelgismálinu og yrði því fengur að þeirri greinargcrö. Landhelgisumræð- ur í Strassborg í viötali við Ingvar Glslason, alþm., um uinræður um land- helgismálið á Evrópuþinginu I Strassborg i siöasta mánuði segir in.a.: „Aö sjálfsögðu var talsvert vikið að málefnum islendinga i þessum umræðum. tslenzku þingfulltrúarnir skýrðu sinn málstaö svo sem unnt var i stuttu máli og brezku þing- mennirnir geröu landhelgis- mál islands að umtalsefni, á sinn hátt. Oröaskipti, sem þarna áttu sér staö,leiddu að sjálfsögðu ekki til neins upp- gjörs milli okkar,” sagöi Ingvar Gislason”. En ég full- yrði, að þaö kom fram meiri skilningur á þörfum ts- lendinga fyrir stækkun fisk- veiðilandhelgi en ég hef þorað aö vona. Það, sem sett er út á okkar aðgerðir, er hin einhliða útfærsla. Það er þrástagast á þvi, að við hefðum átt aö biöa niðurstöðu hafréttarráðstefn- unnar. Eins og við er að búast verður að ráðast, hver sann- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.