Tíminn - 16.10.1973, Síða 4

Tíminn - 16.10.1973, Síða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 16. október 1973. Heima er bezt Brezk kvikmyndahús moka inn milljónum og aftur milljónum, við sýningar James Bond- mynda, með Roger Moore i aðalhlutverki. Siðasta myndin, sem gerð hefur verið þeirrar tegundar, Live and let die, hefur til dæmis slegið öll met, og ágóði af henni er þegar orðinn gffurlega mikill. Eins og allir vita, er James Bond stöðugt umkringdur fallegu kvenfólki i þessum myndum, en Roger Moore, segist varla taka eftir þvi, hvernig þessar fegurðardisir liti út, hann hafi ekki nokkurn áhuga á öðrum en sinni eigin, Luisu, og finnst bezt að vera heima hjá henni. Luisa, sem er itölsk að upp- runa, en lfka svo sannarlega kvenmaður, sem Iitandi er á. Eða hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Þessi mynd var tekin á heimili þeirra hjóna f London i sumar, þegar Lusia var að þvi koníin að fæða þriðja barn Kommúnistah jörtu slá í takt Næstum hálft þriðja þúsund Austur-Þjóðverja halda lifi með hjálp sérstakra rafmagnstækja. Þessi tæki, sem eru örsmá, halda beinlinis hjartanu gang- andi. Síðustu þrjú árin hafa 2.770 Austurþjóðverjar fengið slik tæki, og 2.325 lifðu að- gerðina af. ☆ Kóngaskipti í Belgíu Baudouin Belgiukonungur og Fabiola kona hans festu nýlega kaup á sveitasetri skammt frá Bilbao á Spáni. Þegar þetta fréttist, mögnuðust þegar þær sögusagnir, að Baudouin hyggðist draga sig í hlé og láta af konungdómi. Vegna þess að konungshjónin eiga engin börn, mun Philippe, bróðursonur Baudouins, taka við af honum. Þvi er haldið fram, að skiptin fari fram þegar á næsta ári, en þá verður Philippe ekki nema 13 ára, svo að væntanlega verður Albert faðir hans að taka að sér stjórn landsins, þar til drengurinn verður myndugur. ☆ Takk og bless! Eftir sjö ára pappirslaust hjónaband kvaddi Jean Paul Belmondo hinn franski Ursulu Andress og þakkaði fyrir sig. Aumingja Ursula var i öngum sinum lengi á eftir og virtist hafa misst alla Hfslöngun. En nú brosir hamingjan viö henni á nýjan leik, og eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi mynder það bros svo sannarlega endur- goldið. Hinn útvaldi heitir Fabio Testi og er leikari. ☆ Tower of London lokað í tvö ór Tower of London, sem áður fyrr geymdi fanga og á sér blóðuga sögu, verður lokað næstu tvö ár- in, að þvi er sagði i opinberri til- kynningu, sem birt var i London. Tower of London er einn þrettán turna i hinum fornu viggirðing- um við Thames-fljótið austan- vert. Venjulega koma þangað 14.000 ferðamenn á dag, en nú verða þeir að leita annað, þvi að gera þarf við þennan fræga turn. ☆ Boltaleikur Þessi risabolti, sem er hvorki meira né minna en fimm metrar i þvermál, var búinn til i tilefni af veglegri barnahátið i Dússeldorf i sumar. Eins og nærri má geta urðu börnin himinlifandi, og við lá að þau slægjust um boltann. Þótt margt væri gert til að skemmta börnunum þennan hátiðisdag, hafði ekkert eins mikið aðdráttarafl og tröllaboltinn. . Hundalíf St. Bernharðshundurinn Shona er reglulega áhyggjufull á svipin. Og áhyggjurnar stafa ekki af þvi, að henni ofbjóði af- kvæmafjöldinn, þótt auðvitað sé erfitt að hafa heimil á niu kátum hvolpum. Nei, það sem hryggir Shonu er vitneskjan um það, að þeir verða allir teknir frá henni og seldir, einn af öðrum. Þetta veit hún ósköp vel af biturri reynslu- ☆ Ekkert nýtt undir sólinni Haldið þið, að þessir þykku sólar séu ný uppfinning? Nei, segið þið kannski, sem munið striðsárin 1939 — 1945, þvi að þá ☆ voru i tízku sandalar með þykkum sólum og böndum um ökklana. En það var önnur eldri tizka, sem Spegill Timans frétti af nýlega. í áreiðanlegu dönsku blaði (um tizku og fleira) lásum við, að á miðöldum hafi finar frúr látið gera sér skó með mjög þykkum trésólum, þvi göturnar voru svo sóðalegar oft i borgunum, þar sem skólp og annað sorp rann eftir ræsum á miðjum götunum, að það var alis ekki fært um þær gangandi fólki, sem vildi reyna að óhreinka sig ekki mjög mikið. Þess vegna fann einhver snið- ugur skósmiður þeirra tima upp þykka sóla, svo að konurnar kæmust nokkurn veginn þurrum fótum ferða sinna. Ég nenni ekki að elda i kvöld. Er ætlast til að við étum draslið hrátt. DENNI DÆMALAUSI 0 ^3. fi'ðui&ts-rí*a. S-'«iaó«’r

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.