Tíminn - 16.10.1973, Side 8
8
TÍMINN
Þriöjudagur 16. október 1973.
þykir vænt um, hve margir hugsa
til okkar sagði hún. Hún skrifar
vel, en þarf að leggja mikið á sig
við það, þvi hún heldur pennanum
i munninum, en hún hefur
ákveðið að svara hverju einasta
bréfi.
Eftir tveggja mánaða sjúkra-
húsvist vildi Barbara endilega
fara heim, og að lokum gaf dr.
Dissevelt leyfi sitt. t eina viku
lærði Allan það helzta um með-
ferö ungbarna hjá lækninum og
hjúkrunarkonum.
Ellen var hjá móður sinni
daginn, sem- hún átti að fara
heim. „Lungað” var flutt sér-
staklega á vörubil, en Barbara lá
á börum i sjúkrabil, og Ellen hélt
lifi i henni með litlu gervilunga.
Gleðin yfir heimkomunni
blandaðist sorg, þviað Nick hund-
urinn þeirra var týndur. — Bar-
bara var óskaplega hrygg, segir
Allan. — Við leituðum að honum
alia nóttina. Næsta dag var aug-
lýst eftir honum, og þá kom i ijós,
aðhann hafði hoppað upp i vöru-
bilinn — sennilega af þvi að hann
hélt að ég væri með — og félagi
minn tók ekki eftir Nick fyr en
hann stoppaði i Cumnock, sem er
i 60 km fjarlægð. Barbara grét,
þegar hann kom loks heim....
Stjórnar og skipuleggur
— Það er pabbi, sem sér um
mömmu á morgnana og býr til
morgunmatinn, segir Ellen. —
Ég bý um rúmin og laga svolitið
til, áður en ég fer i skólann. Og
þegar ég kem heim, blanda ég
mjólk og gef barninu yfirleitt að
borða klukkan sex. Hún vaggar
barnarúminu, en faðir hennar
bannar henni það, þvi ekki má
eyðileggja þá litlu með dekri.
Nú, eins og alltaf áður, er það
Barbara sem stjórnar og skipu-
leggur, og Ellen og Allan vinna
samstillt. Aðstæðurnar eru dálitið
óvenjulegar, og Ellen er talsvert
bundnari heima en önnur börn á
hennar aldri, en foreldrarnir
gæta þess, að hún fái tima til að
hitta vinkonur sinar.
— Hún er hamingjusamt barn,
segir dr. Dissevelt. — Ég hef
engar áhyggjur af henni.
Og Barbara segir: — Ég vil
ekki að fólk haldi, að öll vinnan
komi niður á Ellen. Það er nefni-
lega ekki rétt. Allan vinnur mikið,
og við sjáum um að Ellen sé ekki
of skyldum hlaðin. Það er greini-
legt, að hún þrifst vel, og á meðan
henni sjálfri finnst vinnan ekki
vera til byrði, þá hef ég enga trú
á að hún geti skaðað hana.
Allan gerir allt, sem húsmóðir
Erfið fæðing
Læknirinn Gary Dissevelt og
aðstoðarfólk barðist fyrir lifi
hennar og ófædda barnsins
klukkutimum saman. Þetta var
erfið fæðing, og nota þurfti teng-
ur. Dr. Dissevelt kallaði á
fæðingarlækninn David Black-
ledge sér til aðstoðar. En barnið
var hraust og vel skapað, og
fréttin var send út um allan heim.
Fæðingin gekk mjög nærri Bar-
böru. Mánuði siðar var hún ennþá
föl og lasleg. — Hún nær sér,
sagði dr. Dissevelt, — en það
tekur sinn tima.
Bréf, blóm og gjafir streymdu
til sjúkrahússins og heimilis
Millgate fjölskyldunnar. Barbara
var furðu lostin yfir öllum fötun-
um, sem barnið fékk. Fjárhagur
Millgate f jölskyldunnar er
erfiður, þvi ekki er ýkja langt
siðan Barbara fékk örorkustyrk,
og fyrir örfáum mánuðum fékk
Allanrikisstyrk, sem hann gæti
verið heima og hugsað um Bar-
böru og barnið. Styrkurinn nemur
um 2000 kr. isl. á viku. — Við
keyptum þvi aðeins bráðnauðsyn-
legustu hlutina, sagði Barbara. —
Við höfum ekki enn fengið okkur
barnavagn, og barnarúmið feng-
um við lánað.
Allan lærði meðferð ungbarna, þvi Barbara getur ekki hjálpað. Hún
getur ekki einu sinni matað dóttur sina.
Allan Millgate heidur á Jan Maree við andlit konu sinnar, svo hún geti kysst hana.
Fædd í stállunga
Með geysilegri þolinmæði hefur Barbara lært að skrifa með
munninum. Það er erfitt, en hún vill halda sambandi viö vini og
ættingja.
barnarúmið með ungabarninu og
hina tólf ára dóttur sina Ellen
sem beygir sig yfir systur sina.
Barbara myndar orðin með takt-
bundnum hreyfingum upp og
niður i stóru blástursbelgjunum,
sem ganga fyrir rafmagni og eru
tengdir stállunganu með leiðslu.
Barbara hafði nú dvalið heima i
Peak Hill, New South Wales i 8
daga, en barnið i fimm daga. Það
var nærri mánuður siðan athygli
Astraliu beindist að sjúkrahúsinu
I smábænum, i 37 milna fjarlægð
frá Sydney. Barbara hafði haft
verki siðan snemma um daginn.
Hún lá i „lunganu,” sem hún hef-
ur verið fjötruð við i ellefu ár,
siðan hún lamaðist alveg frá
hálsi og niður úr. Hún var aðeins
tvitug, þegar það gerðist, og
Ellen ársgömul.
Jan Maree Millgate er þekkt
undir nafninu „stállungabarnið.”
— Hún hefur kraftmestu Iungu t'
Peak Hill segir Allan faðir
hennar. Hann kinkar kolli til konu
sinnar, eða réttara sagt spegil-
myndar hennar, en það er spegill
festur við stállungað. Það er
gluggi hennar að heiminum.
Spregilmyndin brosir á móti.
Með þvi að snúa höfðinu getur
Barbara séð með eigin augum
Ætlar að svara öllum
bréfunum
Blóm frá ókunnugum og
hundruð bréfa streymdu til Bar-
böru á sjúkrahúsið. —- Okkur