Tíminn - 16.10.1973, Síða 9

Tíminn - 16.10.1973, Síða 9
ÞriBjudagur 16. október 1973. TÍMINN 9 Stóra systirin Ellen er mikil hjálparhella. — Ég verö aö gæta þess, aö hún spilli ekki þeirri litlu meö dekri, segir Allan. þarf að gera. Hann er (karl)maður, sem geðjast mæta vel að þvi að fara út og drekka glas af bjór með kunningjunum, en hann hugsar einstaklega vel um Barböru og ungabarnið. — Við vitum ekki sjálf hvernig þetta fer allt saman, segir Allan.— Við verðum að taka þvi sem að höndum ber. Ef ég verð leiður á húsmóðurstarfinu verð- um við að hugsa um það, þegar sá timi kemur. — Komi til þess, segir Barbara, þá fær hann sér vinnu, og við finnum einhverja lausn fyrir heimilið. Seinustu ellefu árin höfum við lært að láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Og Allan bætir við: — Við höfum lika lært, að það er ekki til neitt sem heitir „Ég get ekki.” ,,Ég er heppin ” Jan Maree sefur vært i láns- rúminu sinu. — Þegar hún grætur, langar mig til að standa upp og gera eitthvað fyrir hana. Ég veit ekki hvað ég gæti gefið fyrir að fá að halda á henni, sagði Barbara. Þetta var i eina skiptið, sem Barbara virtist sýta örlög sin. Sjálf sagði hún: — En ég er samt miklu heppnari I þetta skipti. Þegar ég veiktist, varð ég að liggja á sjúkrahúsinu i Sydney i fimm ár. Ég sá Ellen ekki ganga fyrstu skrefin, eða þegarhún fór að tala. En nú er ég her og get séð og fylgzt með öllu. Ég er heppin. (Lauslega þýtt og endursagt — gbk.) Akranes — Akranes Komið og sjáið stórkostlegar litmyndir frá Austurlöndum nær, þessum hrjáðu lönd- um, sem nú er barizt i. Komið og sjáið margra alda dýrð hinna bornu Bibliu- landa. Sigurður Bjarnason er nýkominn úr ferð um löndin, þar sem saga Bibliunnar gerðist og segir frá og sýnir litmyndir úr ferðalaginu. Sjáið. FURÐUR HINS FORNA HEIMS i Félagsheimilinu Rein á morgun, miðvikudaginn 17. október kl. 20:30. Börn aðeins i fylgd með fullorðnum. Aðgangur ókeypis. Laus staða Starfmanns Verkalýðsfélags Húsavikur og lifeyrissjóðsins Bjargar, Húsavik, er laus til umsóknar. Umsóknir sendist skriflega til skrifstofu Verkalýðsfélags Húsavikur við Ketilsbraut Húsavik. BÚJÖRÐ KEYPT TIL AÐ NOTA SEM ENDURHÆFINGAR- STÖÐ FYRIR DRYKKJUSJÚKA HVÍTASUNNUMENN hafa alltaf sýnt málefn- um drykkjusjúkra mik- inn áhuga. Nú ætlar Magnús Guðnason, ásamt söfnuðinum i Kirkjulækjarkoti að standa fyrir kaupum á bújörð til endurhæfingar fyrir þá menn sem hafa farið halloka i lifinu vegna drykkjuskapar. Hafði söfnuðurinn auga- stað á góðri jörð á Suðurlandi, sem mundi henta vel fyrir starf- semina, en nú eru allar líkur á að þeir muni missa af henni vegna fjárskorts. Við fréttum að það stæði yfir fjársöfnun á vegum safnaðarins i Kirkjulækjarkoti, með samstarfi við Hvitasunnusöfnuðinn i Reykjavik, til að kaupa bújörð handa þeim mönnum sem hafa farið halloka i lifinu vegna drykkjuskapar. Ætlunin er að láta þessa merin sjálfa reka búið, og veita þeim þannig at- vinnumöguleika og andlega uppörvun til að rétta sig við i lif- inu. Það vita allir, sem hafa kynnt sér þessi mál að málefni drykkju-. sjúkra hafa lengi setið á hakanum, hér á þessu landi og ekki nógu mikið gert fyrir það fólk, sem vill reyna að hafa sig upp úr drykkjuskapnum, bæði hvað snertir atvinnu og aðra félagslega aðstoð. Við snérum okkur til Magnúsar Guðnasonar, i Kirkjulækjarkoti og inntum hann eftir hvernig söfnunin gengi. — Mjög illa, sárálitið fé hefur ennþá borizt til okkar, sagði Magnús. — Við höfðum gert okk- ur vonir um að geta keypt ágæta bújörð, Hellishóla i Fljótshlið.sem Hafsteinn Björnsson miðill á. Atti jörðin að'kosta 6 millj. Er þetta Ibúðarhús með 13 herbergjum ásamt 2 eldhúsum, 2 baðherbergj- um og þvottahúsi. Einnig eru þarna 2 fjárhús með áföstum hlöðum, 24 kúa fjós og fleiri byggingar. Hefði þessi jörð þvi verið mjög hentug undir starf semina. En nú verður ekki annað séö, en að við munum missa þessa jörð út úr höndunum á okkur, þar sem svo litiö fé hefur borizt til okkar. Þarna hefði mátt hafa margs konar atvinnurekstur kúabú, svinarækt, silungsrækt, fjárbú og léttan iðnað.— Magnús sagði að þeir væru þrir bræðurnir og hefðu þeir undan- farið alltaf haft einn eða tvo drykkjusjúklinga hjá sér að Kirkjulækjarkoti, til endur- hæfingar. Magnús sagðist sjálfur vera smiður, en hann ræki smá bú með kúm, kindum og hrossum, til að skapa atvinnu handa þessum mönnum. Þeir bræður eru allir i Hvita- sunnusöfnuðinum og hala sam- starf við Hvitasunnusöfnuðinn i Reykjavik til að hjálpa þessum mönnum. Magnús sagði okkur að hann hefði leitað ti opinberra aðila um fjárhagsaðstoð til að geta lceypt bújörð undir þessa starfsemi. Sagðist hann hafa talað við Ólaf Jóhannesson, forsætisráðherra sem hefði sýnt málinu mikinn áhuga. Er það núna til athugunar i dómsmálaráðuneytinu. Sagði Magnús að Jón Bjarman, fangelsisprestur, hefði verið sendur að Kirkjulækjarkoti til að kynna sér starfsemi þeirra bræðra og til að skoða Heliishóla. liefði honum litist mjög vel á þessa hugmynd, Væri hann núna búinn að senda dómsmálaráðu- neytinu skýrslu um málið, en málið væri enn i athugun. — Tilgangur okkar með rekstri þessa bús er að skapa þessum mönnum atvinnu og siðan þegar þeir hafa náð sér upp, að hjálpa þeim þá til að stofna sitt eigið heimili. — — Ég ber þó ósk i brjósti að hið opinbera láti fé af hendi rakna til þessarar starfsemi og það fyrr en siðar, við erum liklega búnir að missa af þessari jörð, en við munum finna aðra, sem reynist nothæf yfir okkur. —ÞÖrlin er af skaplega mikil og brýn nauðsyn að rétta þessu fólki hjálparhönd. Margt vel gefið fólk hefur faliið fyrir vininu og þarf bara á hjálp að halda til að geta haft sig upp úr eymdinni. Það eru miklir mögu- leikar til að hjálpa þessu fólki og með vilja er hægt að lækna þenn- an sjúkdóm. Fyrir það fólk,sem vill veita þessu máli fjárhagsstuðning, hefur Magnús opnað ávisana- reikning I Landsbankaútibúinu á Hvolsvelli nr. 507, svo má lika leggja inn i aðalbankann i Reykjavik — kris Flugmenn og flugvirkjar óskast Höfum i hyggju að ráða til starfa flugmenn og flugvirkja. Starfs- reynsla við þotuflug er æskileg, en til greina kemur að þjálfa flugliða. Væntanlegir starfsmenn verða að gera ráð fyrir að dvelja erlendis við störf um lengri, eða skemmri tima. Farið verður með umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist i pósthólf nr. 50 Reykjavik, fyrir 1. nóvember. tóí £E Alk VIKING 1 14444 % mmm » 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.