Tíminn - 16.10.1973, Qupperneq 12

Tíminn - 16.10.1973, Qupperneq 12
12 TÍMINN Þriöjudagur 16. október 1973. Þab þarf að nýta eggjahvítuefnin i mykjunni betur en gert hefur veriO, segja visindamennirnir. KÝRFÓÐUR UNNIÐ ÚR MYKJU OG HÆNSNASKÍT — nýstárlegar tilraunir í Bandaríkjunum og Danmörku Kýrmaginn er eggja- hvituefnaverksmiðja Framleitt hefur verið tvenns konar fóður. I öðru er eggjahvitu- magnið 8%, en i hinu 25-35%. Til samanburðar má nefna, að eggjahvitumagn i sojabauna- mjöli er 44% og i fiskimjöli 70%. Orsök þess að hægt er að vinna næringarefni úr mykjunni er sú, að kýrin meltir það sem hún étur ekki nema að rösklega fjórum fimmtu hlutum. Mikilvægast er þó, að i meltingarfærum kýrinnar meltist fæðan að mestu fyrir til- stilli bakteria öfugt við það sem gerist með mönnum og svinum sem eiga það sammerkt aö i meltingarfærum þeirra eru lif- andi efnahvatir (enzym) að verki. Bakteriurnar eru einfruma eggjahvituefni og berast i hrönn- um niður af kúnni með mykjunni, en um leið myndast nýjar bakteriur i meltingafærunum. Kýrin framleiðir þannig ein- fruma eggjahvituefni og þannig fæst megnið af þvi eggjahvitu- efni, sem er i þessari nýju tegund fóðurs. Bandariska nautgriparæktar- fyrirtækið, sem vikið er að hér að ofan gefur um 200 kúm i eigu þess hið nýja fóöur. Af heildarfóðrinu er um 15-20% unnið ur mykju og talið er að það kosti ekki nema tæplega þriðjung á við venjulegt fóður. Eftir að mykjan hefur verið nýtt þrisvar til fjórum sinnum er látið staðar numið, þvi að annars fyllast meltingafæri kýrinnar smám saman af ómeltanlegum efnum. lauslega þýtt HHJ. Næringar- og vistfræðingar bandariskir segja, að þó ekki væri nýttur nema hluti þeirra 1,7 milljarða tonna af dýrasaur, sem árlega gengur niður af skepnum i Bandarikjunum, sé þar um að ræða byltingu i landbúnaðinum. Þrir fjórðu hlutar þess saurs eru kúamykja. Sem stendur skortir eggja- hvituefni, og sumir spá þvi að með þessu móti megi að minnsta kosti draga úr þessum skorti. Þá muni þetta leiða til breytingar á kjötframleiðslu og verða til þess að kjötverð lækki og ennfremur koma i veg fyrir mengun, sem fylgt hefur fjósum og öðrum gripahúsum. Mörg undanfarin ár hafa i Bandarikjunum og viðar verið gerðar athyglisverðar tilraunir með nýjar fóðurtegundir handa nautgripum. Hráefnið kann að koma mönnum spánskt fyrir sjónir. Það er nefnilega ætlunin að fóðra kýrnar með fóöri, sem unnið er úr mykju! Þetta er þegar hafiö I Bandarikjunum og visindamenn bandariska land- búnaðarráðuneytisins telja, að þótt ekki væri nýttur nema þriðjungur allrar kúamykju þar i landi, fengist samt svo mikill forði eggjahvltuefna, aö jafngilti allri sojabaunauppskerunni, en úr sojabaunum eru unnar mikil- vægar fóðurvörur. Rannsóknir svipaðar hinum bandarisku eru gerðar viðar sem fyrr segir. Visindamenn danska landbúnaðarháskólans hafa gert tilraunir með að vinna foður úr hænsnaskit. Hænsnaskiturinn var valinn vegna þess að i flestum dönskum hænsnabúum er haft virnet undir hænunum, svo að ekki fer hálmur eða önnur aö- skotaefni saman við skitinn. Framleiðsla á fóðri úr þessu efni er þó vandasöm, þvi að gæta verður hins itrasta hreinlætis og fylgjast nákvæmlega með eggja- hvituefnum og hitaeiningum i fóörinu. Að öllum likindum verður farið að selja fóður af þessu tagi i Danmörku nú i haust og visindamen telja að fóðurgildi þess sé svipað og hafra. Hið nýja fóöur er kallað Urimix. t mörgum hænsnabúum er virnet undir hænsnunum. Þess vegna er hænsnaskiturinn alveg laus við öll aðskotaefni. Sérfræðingar bandariska landbúnaðarráðuneytisins álita, að þó ekki verði nýttur nema þriðjungur allrar bandariskrar mykju megi framleiða eggja- hvituefni, sem jafngildi þeirri eggjahvitu sem fæst úr allri soja- baunauppskerunni þar i landi. Mikill sparnaður Lauslega áætlað er talið að bændur sem noti þetta fóður spari um það bil eitt hundrað krónur danskar á hverja kú, eða um 1500 krónur islenzkar. Þá verður þessi framleiðsla hænsnabúunum drjúg tekjulind. Dönsku visinda- mennirnir segja, að ekki sé hægt að una þvi að láta stórfellt magn eggjahvituefna fara forgörðum með þvi að nýta ekki skitinn betur, en gert hefur verið fram til þessa. Fóðrið er i formi köggla og likist ekki skltnum á nokkurn hátt, svo að engum ætti að bjóða við þvi af þeim sökum. Eitthvert stærsta nautgripa- ræktarfyrirtæki Bandarikjanna hóf fyrir skömmu að fóðra naut- gripi I eigu þess að nokkru leyti með fóðri er unnið er úr mykju. Fyrirtækið sem hér á i hlut, á um 60 þús. nautgripi og er fyrsta fyrirtækið, sem lætur fóðra gripi sina með eggjahvituriku fóðri unnu úr mykju. Undanfarin fimmtán ár hefur þetta fyrirtæki og önnur sem og háskólar ýmsir rekið tilraunir á þessu sviði. Eggjahvituefni sem jafngilda allri soja- baunauppskerunni

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.