Tíminn - 16.10.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 16.10.1973, Qupperneq 13
Þriðjudagur 16. október 1973. TÍMINN 13 UNGUR Keykvikingur, Einar Bjarnason, hefur undanfarin þrjú ár starfað sem leiðsögu- maður á vegum þýzkrar ferða- skrifstofu, en s.i. eitt ár á vegum TUI, sem er nokkurs konar sam- steypa 6 ferðaskrifstofa viðs vegar i Þýzkalandi. Einar er hér i sumarleyfi og þar sem starf hans hlýtur að vera skemmtilegt og fjölbreytilegt rabbaði blaða- maður við hann, og bað hann að segja litillega frá starfinu og hvernig hann kynntist því upp- haflega. — Ég fór út til Berlinar eftir stúdentspróf, en ég er stúdent frá M.R. árið 1968. Eftir eitt ár i Berlin langaði mig að fara niður til Spánar til að læra spænsku. Ég var blankur og eini möguleikinn var þvi að reyna að O _ Þjóoverjar eru ókaflega c — viðtdl við Einar Bjarnason, ; fararstjóra hjó TUI, sem er með stærstu ferðaskrifstofum heims. kröfuharði Einar Bjarnason heldur hér á nokkrum bækiingum ferðaskrifstofunnar (Tfmamynd: G.E.) komast einhvern veginn i vinnu. Þýzkir kunningjar minir sögðu mér að reyna að komast að hjá einhverri ferðaskrifstofunni og ég fékk starf hjá Twen Tours, sem er eitt af dótturfyrirtækjum Hummel en það félag er með- limur i -TUI, ásamt Touropa, Scharnow, Dr. Tigges, Transeuropa og Airtours. Þessi félög leigja saman vélarnar og hafa sameiginlega fulltrúa fyrir sina gesti, en áður var höfð sam- keppni á milli félaganna. — Ég byrjaði sem sagt hjá Twen Tours, sem er eingöngu fyrir ungt fólk, og var sendur á þeirra vegum til Spánar án þess að kunna nokkra spænsku og var þar i eitt sumar. Siðan var ég sendur til GranCanaria til þess að fylgja ferðahópum i flugferðir frá GranCanaria til Tenerife og ýmissa annarra staða m.a. i Afriku. 1 þessu var ég einn vetur og þetta var mjög erfitt starf. — t mai i fyrra byrjaði ég svo af fullum krafti hjá TUI og þá voru ekki lengur neinir sérstakir fararstjórar fyrir hvert félag, heldur unnu allir hjá TUI. I fyrra- vetur var ég á Mallorca, en á veturna eru það nær eingöngu gamlir Þjóðverjar sem þangað fara i 6 og upp i 20 vikur. Að vera þar að vetrarlagi er eins og að vera á stærsta ellíheímili i heimi. Þegar farið var út á völl til að ná i fólkið, kannski nokkrar hræður, þá var jafnvei fólk með meira en 2000 ára lif að baki samanlagt i bilnum. Þetta var hryllilegt. Þetta voru mest gamlar ekkjur og einstaklingar, og þegar niður eftir kom, var fólkið fullt mest allan timann, ekkert betra en tslendingar, segir Einar og hlær. Það var meira að gera með þessi 70 gamalmenni hpldur pn með 400 manns, sem ég hafði svo aftur fararstjórn fyrir s.l. sumar, en þá var ég á Cala Millor á austurströnd Mallorcu, en þar erum við með 32 hótel... — Ungt fólk i Þýzkalandi fer til Kanarieyja á veturna og einnig höfum við ferðir til Suður- Ameriku, Austur-Afriku og til Austurlanda fjær. Að fljúga frá Frankfurt til Bangkok kostar um 50 þúsund krónur og þá er inni- falið hótel og morgunverður i tvær vikur. — Starfið á Cala Millor var mjög erfitt og stundum vann maður hátt i 90 vinnustundir á viku. Launin voru föst mánaðar- laun, um 3000 mörk, en ekkert borgað aukalega fyrir yfirvinnu og þess háttar. Auk þess fáum við frian bil, fritt húsnæði, ritt fæði svo að launin eru mjög góð. Skattarnir eru háir og að þvi leytinu ekkert betri en hér. — Við höfum einn fridag i viku og auk þess getum við tekið okkur fri við og við, en vinnum það siðan upp siðar. Næst fer ég til Austurlanda fjær, þar sem ég ásamt þrem öðrum, munum kynna okkur allar aðstæður þar og menningu landanna með það fyrir augum að veröa farar- stjórar. Krá Bangkok verður siðan farið með ferðamenn viðs vegarum Indónesiuog tilJapan. Buið er að panta fram i febrúar á næsta ári, en farið verður vikulega með Jumbó-þotu, sem tekur 450 manns, frá Frankfurt. — Ekki veit ég hvað ég á eftir að starfa við þetta lengi ! við- bót, en ég stefni að þvi að vinna a.m.k.i5ár hjá þeim og athuga hvað þeir bjóða. — Ef einhverjir tslendingar hefðu áhuga á að vinna hjá fyrir- tækinu um skamman tima, en mjög vont er að fá langtima samninga hjá þeim, geta þeir skrifað beint TUI i Hannover og bezt er að skrifa i desember eða janúar. Auk þýzku þarf við- komandi að kunna a.m.k. eitt annað tungumál annað en isienzku t.d. ensku eða frönsku. — Þýzkir ferðamenn eru ákaf- lega kröfuharðir og geta verið frekir, en þá er bara að taka þá réttum tökum og jafnvel byrsta sig við þá. Þeir eru háðir farar- stjóranum og ef maður finnur þennan fina þráð hjá Þjóöverjum, nákvæmlega þennan fina þráð sem þeir eru svo þekktir fyrir, þá gengur allt ágætlega, en þeir eru mjög nákvæmir meö allt. — Ég fer á miðvikudaginn til Luxemhurg og þaðan til Bonn þar sem ég fæ áritun á vegabréfið mitt, en að þvi loknu fer ég til Bangkok. Viðóskum siðan Einari Bjarna- syni góðrar ferðar til hinna fjar- lægu Austurlanda og góðs gengis i starfinu. —hs— Þessa myntf fékk Einar senda frá einum litlum gesti á hótelinu á Cala Millor.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.