Tíminn - 28.10.1973, Qupperneq 2

Tíminn - 28.10.1973, Qupperneq 2
2 tímíNn Sunnudagur 28. október 1973. ■ ' . ■ Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga n 1 TtMANUM 21. okt birtist fyrri hluti þessarar greinar og voru þar myndir af fjórum allreisu- legum gömlum sveitabæjum, meö mismunandi byggingar- lagi. Gömlu torfbæirnir entust fremur stutt. Þurfti oft aö gera viö þök og veggi, en endurbygg- ing var ódýr. Hér eru sýndir saman tveir gamlir bæir, eins og þeir voru sumarið 1962, en um þaö leyti voru þeir yfirgefnir og byggð steinhús i staðinn (Valagerði og Gilsá). Fleira var fyrrum sótt út i mýrarnar en byggingarefnið. Þar var slegiö úthey og þar var tekinn upp svörður (mór) til eldneytis. Myndin sýnir heila herfylkingu af svarðarhraukum i Búðarmýri á Hámundarstöð- um sumarið 1933. Þá var og enn algengt að brenna sauðataði. Það er þyngra og hitameira en svörðurinn. Rækalli þungt að bera það i poka á bakinu! A myndinni sjást taðflögur breiddar til þerris og þurrt tað i taðhlaða á Skútustöðum við Mývatn i júli 1935. Um það leyti var ullin þvegin heima við læki á bæjunum. Keyta var hituð i stórum potti og þvegið upp úr henni heitri. Sumir sjómenn þvoðu sér um hendur i keytu um veiðitimann og kváöu þá miklu siður hætta viö fingurmeinum og igerð. Ull- in var fyrst þvegin upp úr heit- um pottinum, látin i ullarlár (einskonar grindakassa) og skoluð i honum i köldum lækn- um. Myndin sýnir ullarþvott á Skútustöðum við Mývatn 7. júli 1935. Svo var eftir að breiða ull- ina og þurrka hana. Ég sagði áðan að taði hafi verið brennt. En mest af þvi var þó notað til áburðar á tún og i garða, likt og nú. Upphaflega var það gróf- mulið með pál og með höndun- um og barið niður i túnin með kláru. Það var erfitt verk og seinlegt, en þannig var aðferðin i mörg hundruð ár. Loks kom fram hið þarfa þing taðkvörnin. Hún bæði létti erfiöið og stuðlaði að bættri nýtingu búfjár- áburðarins. Allt gekk og miklu fljótar en áður. Sumir garð- yrkjumenn nota enn taðkvörn. Þeir vita sem er, að t.d. malað sauðatað er ágætur áburður i reiti og garða. A myndinni sést taðkvörn i Arbót i Aðaldal árið 1957. Niður úr kvarnartroginu gægjast járngaddarnir á möndlinum. Sveifarnar voru oftast tvær, sin á hvorum enda möndulsins. Stóðu þá tveir að verki við mölunina, en sá þriðji, venjulega unglingur, sótti áburðinn og lét hann upp i kvarnartrogið. Möluðum áburðinum var siðar ausið á túnin úr trogum. Nú er heyskapur orðinn stór- virk vélavinna og nær eingöngu heyjað á ræktuðu landi. Það er orðið fremur fátitt að sjá fólk ganga i röð og snúa heyi i.flekk eins og myndin sýnir, en hún er tekin á þurrkdegi á Stóru-Hámundarstöðum við Eyjafjörð sumarið 1936. Það var gengið hratt við snúninginn, þegar þurrkur var og hverja stund þurfti að nota. Þótt hey- skapurinn væri miklu erfiðari og seinlegri þá en nú, lá venju- lega mj.ög vel á heyskaparfólk- inu. Allir kepptust við á þurrk- dögum og þá var ekki spurt um lengd vinnutimans, fremur en i aflahrotum hjá sjómönnum. Þurrt heyið var sett i bólstra (galta), lanir, sátur, krosssátur o.s.frv. og beið þar bindings og heimflutnings. Myndin sýnir hesta undir böggumá Kaldbak i Kaldbaksvik á Ströndum sumarið 1947. Unglingspiltur rekur lestina heim að hlöðu. Krökkum þótti ekki ónýtt að fá að sitja milli bagganna á leið- inni heim. Þetta var laufhey, þ.e. stór viðilauf og smágerður hris. Heilnæmt þótti að gefa laufhey meðöðiuvenjulegu gras- eða mýraheyi. „Kvölda tekur, sezt er sól, sveimar þoka um daginn. Kom- ið er heim á kviaból, kýrnar féð og smalinn”, segir i gamalli visu. En hve langt er siðan frá- færur hættu á Islandi? Enn komu ær heim á kviaból i Þver- dal i Aðalvik sumarið 1930. Það er værð yfir kviaánum á mynd- inni, logn á grund og þoku- slæðingur i f jöllum. Heyrt hef ég að lengi hafi verið fært frá viðar á Vestfjörðum og á stöku bæ einnig annars staðar á landinu. Margt af þvi.sem myndirnar sýna þekkir unga fólkið aðeins af afspurn eða alls ekki. Vinnu- brögðin hafa gerbreytzt á fáum áratugum, og breytingin er mjög ör, sem stendur. Eftir nokkra áratugi telja menn okk- ur hafa notað „fornaldarvinnu- brögð”. „En þeir reyndu þó ýmislegt”, bæta þeir kannski góðlátlega við.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.