Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 28. október 1973. Klukku- strengir Þjóðleikhúsið frumsýnirKlukku- strengi eftir Jökul Jakobsson Flutt af L. A. á liðnum vetri (frumflutningur) Frumsýning Þjóðleikhússins föstu- dag2.nóv. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Sigurður Skúla- son Persónur og leikendur Jórunn: Kristbjörg Kjeld Orgelstillarinn: Jón Júliusson Haraldur: Róbert Amfinnsson Kristófer: Bessi Bjarnason Rannveig: Sigrún Björnsdóttir Læla: Þóra Lovisa Friðleifsdóttir Eirikur: Randver Þorláksson Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leiktj öld: Gunnar Bjarnason og Þor- björg Höskuldsdóttir „Eftirmiðdagsboðsfólkið” sér i orgelstillaranum, sem annars er ósköp venjulegur maður, (og kemur raunar fram sem eini eðli- legi maðurinn i leiknum), von til að brjótast úr vanabundnu og stöðnuðu lifi sinu. Og hvert i sinu lagi reyna þau fyrir sér, — á sinn sérstaka hátt. Jórunn ákveður að orgelstillarinn sé miðill....Rannveig, að hann sé gamall unnusti...Læla, að hann sé riddarinn gullbúni...Kristófer fer að skýra frá þvi, að látlaust séu að brjótast um i sér hugmyndir að ljóðaflokk, sem allt eins vel gæti orðið ballett. Hann er alveg að springa af hugmyndum, en svo hún Emelia hans er með þetta i ristlinum... „Þetta er harmþrunginn sorg- arleikur”, segir leikstjórinn. Leikendur f Klukkustrengjum hafa hér safnazt saman aö lokinni æfingu i Þjóðieikhúsinu. Frá vinstri: Róbert Arnfinnsson, Bessi Bjarnason, Jón Júliusson, Þóra Lovfsa Friöleifsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Kristbjörg Kjeid og Randver Þorláksson. Fyrir aftan standa leikstjórinn Brynja Benediktsdóttir og aöstoðarleikstjórinn, Siguröur Skúlason. Jú orgelstillarinn kemur og dvelur, en um siðir' fer hann aftur og allt fellur i sömu skorður hjá Jórunni og vinum. Tónlist Atla Heimis er ekki sizt notuð til að ná fram „effektum” i einstökum köflum verksins, orgelhljómum stillarans, en einnig fljóta með einstök lög. Leikstjórinn kveður Klukku- strengi ekki frábrugðna fyrri leikritum Jökuls að formi og uppbyggingu, en i leikmeðferð Þjóðleikhússins sé reynt að gera persónurnar ákveðnari, meira „grotesque”, en verið hefur i fyrri verkum Jökuls. t eftirmiödagsboöinu: menntamaöurinn Haraldur og hin góöa kona Jórunn Við litum inn á æfingu Þjóðleik- hússins á Klukkustrengjum Jök- uls Jakobssonar i vikunni og fylgdumst með nokkra stund, auk þess sem við spjölluðum litils háttar við leikstjórann Brynju Benediktsdóttur. Sviðið er setustofan á heimili Jórunnar (einnig sér upp á loft) i einhverjum, ótilteknum bæ úti á landi. Leikurinn hefst með þvi, að Jórunn, sem býr ein ásamt dóttur sinni Lælu, hefur boðið nokkrum vinum sinum úr bænum i eftir- miðdagsboð. Vinirnir eru menntamaðurinn Haraldur, bankagjaldkerinn Kristófer („Þegiðu, Kristófer”.), ógifta stúlkan með svörtu fortiöina hún Rannveig, og loks menntaskóla- pilturinn Eirikur. Eirikur er ástfanginn af Lælu litlu, Haraldur er hæglátur mað- ur, sem hættir til að gleyma að hann er menntamaöur, og kveðst siðast hafa talað við lifandi sál, er hann rabbaði við hundinn sinn forðum daga, sem var svo sorg- mæddur i augunum, en grét þó aldrei upphátt. Jórunn er einna mest áberandi persónan i leikritinu. Það er með hana eins og Rannveigu (og raunar hinar persónurnar lika), að . hún kemur fram i leiknum eins og hinar persónurnar lita á hana (og vilja að hún sé). Hún er tákn alls hins bezta og fegursta, heldur heimili sinu i röð og reglu o.s.frv. Alger andstaða hennar er Rannveig. Hún á sér svarta for- tið. 1 augum Jórunnar er hún tákn hins illa. Þar sem þau sitja i eftirmið- dagsboði Jórunnar, kemur orgel- stillarinn i heimsókn. Hann er kominn i bæinn til að stilla kirkju- orgelið. Hann kemur frá öðru umhverfi, öðrum heimi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.