Tíminn - 28.10.1973, Qupperneq 19

Tíminn - 28.10.1973, Qupperneq 19
Sunnudagur 28. október 1973. TÍMINN 19 — 1 -------- 1 \ — Siminn —| Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Iielgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. ■< Traustur leiðtogi Það kemur bezt i ljós á örlagastundum, hvað býr i miklum stjórnmálaleiðtogum. Sannindi þessi hafa komið glögglega i ljós i sambandi við störf Ólafs Jóhannessonar að lausn land- helgismálsins. Hann hefur allt frá upphafi haldið af einurð og festu á stefnu og hags- munum íslands i málinu. Þegar i það óefni var komið, að brezk herskip voru komin inn i islenzka landhelgi og farin að vernda landhelgisbrjóta, ástunda ásiglingar á islenzk varðskip og valda meiriháttar skaða, kom festa og skarpskyggni ólafs Jóhannes- sonar fram i þeirri tillögu, sem hann flutti á sameiginlegum fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Framsóknarflokksins á Hollormsstað i fyrra mánuði um, að stjórn- málasambandi við Breta yrði slitið, ef þeir kölluðu ekki herskipin og dráttarbátana út fyrir 50 milurnar. Þessi tallaga var samþykkt einróma i þingflokki og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins, og ólafur Jóhannesson tók siðan málið upp i rikisstjórninni,sem ákvað að veita Bretum ákveðinn frest til að kalla her- skipin á brott, ella yrði stjórnmálasambandi slitið. Þessi einarða afstaða islenzku rikisstjórn- arinnar olli miklum þrýstingi á Breta frá vissum aðildarþjóðum Atlantshafsbanda- lagsins. Forsætisráðherra Breta, Edward Heath, tók þá málið i sinar hendur og ákvað að hörfa með herskipin og dráttarbátana, en bauð jafnframt ólafi Jóhannessyni að koma til Lundúna til viðræðna við sig, til að freista þess enn að finna bráðabirgðalausn á deilu þjóð- anna. Ólafur Jóhannesson ákvað þegar að þiggja boð Heaths. Forsætisráðherrarnir skiptust á skoðunum og tillögum um málið, og niður- staðan af fundum þeirra var ,,grundvöllur að lausn”, sem þeir lögðu siðan fyrir rikisstjórnir sinar og mæltu með að yrði samþykktur. Að meginefni til var samkomulagsgrundvöllurinn málamiðlunartillögur, sem ólafur Jóhannes- son hafði borið fram i viðræðum forsætisráð- herranna, en hins vegar taldi Heath sig ekki geta fallizt á, að tvö svæði yrðu lokuð, eins og Ólafur lagði áherzlu á. Engu að siður taldi Ólafur rétt að mæla með samkomulagsgrund- vellinum. Rikisstjórnin ákvað siðan að láta vinna að samkomulagsuppkasti á grundvelli Lundúnaviðræðna forsætisráðherranna. Af skýrslu þeirri um gang viðræðna forsætis- ráðherranna, sem birt hefur verið, er ljóst, að Ólafur Jóhannesson hefur haldið fast á málum íslendinga, en jafnframt sýnt þá lagni, og skerpu, sem leiddi til málamiðlunar i þeim þáttum samninganna, sem reynzt höfðu erfiðastir viðureignar i fyrri samningatil- raunum þjóðanna. Telja má nú miklar likur á þvi, að deilan við Breta muni leysast á grundvelli Lundúnavið- ræðnanna, þótt enn sé ekki séð fyrir endann á málinu. í atburðum siðustu vikna hafa kostir og hæfileikar ólafs Jóhannessonar sem forystu- manns komið glögglega i ljós.Enginn efast lengur um það, að i forsætisráðherrastóli á íslandi situr nú mikilhæfur og traustur leiðtogi. —TK Walter C. Clemens, Christian Science AAonitor: Bandaríkin eru miklu öflugri en Sovétríkin Þeim ber því að hafa forustu um afvopnun James K. Schiesinger varnarmúlaráðherra Bandarlkjanna. Höfundur þessarar greinar, Walter C. Clemens Jr., hefur ritað átta bækur um hermál, og hefur nýlega lokið þcirri niundu, sem nefndist „The Superpowers and Arms Control. From Cold War to Interdepence”. Hann er talinn meðal fróöustu manna um hernaðarleg málefni. Greinar eftir hann birtast öðru hverju i The Christian Science Monitor. ÞEGAR framhald samningaviðræðna um tak- mörkun kjarnorkuvopna er að hefjast i Genf segir banda- riska hermálaráðuneytið frá nýrri eldflaug Sovétmanna og áframhaldandi tilraunum þeirra með kjarnaodda, sem miða megi hverjum að sinu skotmarki. Samtimis rökræða bandariskir þingmenn um nauðsyn þess, að halda áfram tilraunum með nýja gerð kafbáta. Hafa Bandarikja- menn þá sterka aðstöðu i samningunum við Sovétmenn — nægilega sterka, ef ekki yfirburðaaðstöðu — eða ættu valdhafarnir i Washington að vera uggandi um sinn hag? Jackson öldungadeildar- þingmaður hyggur eins og fleiri, að Sovétmenn kunni að vera að nálgast það að hafa afl til að afvopna andstæðinginn i fyrstu árás, og sovézkir vald- hafar geli haft af því veru- legan stjórnmálahag að jafna hernaðarmátt Bandaríkjanna eða komast fram úr honum. Bandariskir þingmenn létu i ljós svipaðar áhyggjur i fyrra, þegar þeir lýstu þeirri von sinni, að framhald fyrstu lotu afvopnunarviðræðnanna. „setti Bandarikjamönnum ekki þær skorður, að verða að sætta sig við minni hernaðar- styrk, sem dragi milli meginlanda, en Sovétmenn geta ráðið yfir”. ÉG leitaði álits 151 sér- fræðings i utanrikismálum i vor sem leið og niðurstaöa þeirrar könnunar var á annan veg. Þessir sérfræöingar voru flestir starfandi við nafn- kennda háskóla til og frá um Bandarikin, en fáeinir þó hjá stjórnardeildum eða rikis- stofnunum. Sumir töldu, að annað hvort risaveldið hefði nú þegar hernaðaryfirburði eða öðlaðist þá innan skamms, en mikill meirihluti leit svo á, að umframstyrkur af beggja hálfu svipti samanburðar hug- tök eins og yfirburði allri merkingu. Þegar litið er á alla þætti aflsins, svo sem tækni, efna- hagsmál og stjórnmál ekki siður en hermál, kemur greinilega i ljós, að Banda- rikin bera langt af helzta keppinaut sinum og sú aðstaða breytist varla á þessum áratug. Sé mætti banda- manna hvors risaveldisins um sig bætt á metaskálarnar, verða yfirburðir Vesturveld- anna enn meira áberandi. HVORT risaveldið um sig ber auðvitað af hinu á sinum sérsviðum. Eldflaugar Sovét- manna geta til dæmis borið miklu meiri þunga samanlagt en eldflaugar Bandarikja manna. Á miðju ári 1972 var burðarmagnið áætlað 6,5 milljónir punda móti 3,8 millj- onum punda. Sprengjuflug- vélar Bandarikjamanna voru hins vegar taldar bera mörgum sinnum meira hlass en sprengjuflugvélar Sovét- manna. 1972 var burðarþolið áætlað 33,4 milljónir punda móti 4,8 milljónum punda. Báðir aðilar nota iðulega miklu léttari karnaodda en eldflaugarnar geta borið, enda er hæfnin miklu mikilvægari en magnið. Sovétmenn hafa yfirburði bæði i burðarþoli flugskeyta og tölu skeyta, sem draga milli heimsálfa. Bandarikja- menn bera hins vegar af i þvi, sem er meira um vert, eða hæfninni og tölu kjarnaoddda, ( meira en tveir á móti einum) og öryggi búnaðarins. Banda- rikjamenn eru fjórum eða fimm árum á undan Sovét- mönnum i eldflaugavarna- tækni, enda gerðu Sovétmenn fyrstu tilraunir sinar þremur árum eftir að Bandarikja- menn hófu uppsetningu sins kerfis. BANDARtKIN þurfa ekki að gera ráð fyrir árás frá öðrum en Sovétrikjunum. Sovétrikin geta hins vegar oröið fyrir árás kjarnorku- vopna Breta, Frakka, Kinverja auk herjanna tveggja i Vestur-Þýzkalandi og annarra Atlantshafsbanda- lagsrikja. (Moskvumenn hafa ekki þorað að láta banda- mönnum sinum kjarnaodda i té af ótta við, að þeir yrðu notaðir án leyfis og ef til vill gegn hagsmunum Sovétrikj- anna). Sovétmenn bera hvergi af Atlantshafsbandalaginu nema i Evrópu. En hinum fjölmennu sovézku hersveitum i Austur- Evrópu er sennilega fremur ætlað að tryggja Bréznjéf- kenninguna i framkvæmd en að ógna Vesturveldunum. Traustleiki annarra aðildar- rikja aö Varsjárbandalaginu er vafasamur. Hinn mikli máttur skriðdrekasveita Sovétmanna má sin miklu minna en áður, vegna þeirra gifurlegu framfara, sem orðið hafa i skriðdrekavörnum hjá Atlantshafsbandalaginu. MIÐJARÐARHAFSFLOTI Frakka og Itala er hvor um sig stærri en Miðjarðarhafsfloti Sovétmanna, án þess að Sjötti floti Bandarikjamanna komi þar til sögu. Ef til ófriðar kæmi væri unnt að loka sovézka flotann inni i Eystra- salti og Svartahafi, en þangað verða sovézkir kafbátar að lcita milli eftirlitsferða með fram Atlantshafsströnd Bandarikjanna. Bandariskir valdhalar eiga að sönnu oft i erfiðleikum með bandamenn sina, allt frá Saigon um Tokio til Bonn, en það er þó hreinn hégómi hjá erfiðleikum Sovétmanna i samskiptum við vini sina og bandamenn. Sovézkir leið- togar óttast sýnilega, að aukið frjálsræði i samskiptum vest- rænna manna og austrænna veki nýjar óánægjuöldur i Austur-Evrópu og Sovetrikj- unum. Valdhafarnir i Mosvku eiga i nokkru basli með van- þakkláta skjólstæðinga til og frá, svo sem i Kairó, Damaskus, Pyongyang, Hanoi og viðar. SOVÉTMENN byggja valda- og áhrifakerfi sitt á ótraustari efnahagsgrunni en Vesturveldin. Verg þjóðar- framleiðsla i Sovétrikjunum er ekki helmingur á við þjóðarframleiðslu Bandarikj- anna. Þessi munur á þjóðar- framleiðslu og lifskjörum á mann er þó ekki eins alvar- legur og hitt, að efnahagslif Sovétrikjanna og fylgirikja þeirra er yfirleitt dauft og brestur nýbreytni og þrótt. Aætlunarsérfræðingarnir halda áfram að lifa i þeirri von, að mannaskipti i ráðu- neytum og skipulagsstofn- unum veki þann neista, sem vantar. Ef til vill reynist þjóðernis- stefna Sovétmönnum erfiðari viðfangs en allt annað. Rússar og aðrir Slavar eruekkinema tæpir þrir fimmtu ibúa Sovét- rikjanna. Undanlátssemi við Gyðinga i Sovétrikjunum gæti valdið verulega auknum kröfum annarra minnihluta- hópa. Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.