Tíminn - 28.10.1973, Side 23
Sunnudagur 28. október 1973.
TÍMINN
23
borðer farinn að leiðrétta þennan
áratuga gamla misskilning.
Einu sinni sem oftar mætti ég
Vilhjálmi Þ. Gislasyni, þáverandi
útvarpsstjóra, á götu. Við heils-
uðumstoghann sagði: „Heldurðu
að þú vildir ekki tala einhvern
tima i útvarpið um eitthvað ann-
að en pólitfk, Eysteinn?” Jú, ég
sagði, að það gæti meira en verið.
,,Til dæmis um Sturlungu?” sagði
Vilhjálmur, þvi að auðvitað trúði
hann þvi eins og margir aðrir, að
þar væri ég betur heima en marg-
ir aðrir. Þessu neitaði ég og sagði,
að ég væri alls ekki rétti maður-
inn til þess að flytja erindi um þá
ágætu bók. Hins vegar skyldi ég
rabba eitthvað úm gönguleiðir i
grennd við Reykjavfk, og það
varð úr. Ég kom i útvarpið og tal-
aði um gönguleiðirnar, en minnt-
ist auðvitað ekki á Sturlungu!
Húsfreyja hefur fylgzt með
samtali annað veifið, og nota ég
þvi tækifærið til þess að skjóta að
henni nokkrum spurningum.
— Hefur þér ekki, frú Sólveig,
stundum fundizt erfitt að vera
bæði bóndinn og húsfreyjan, þeg-
ar heimilisfaðirinn var viðs fjarri
og ekki hægt að spyrja hann, ef
einhver vandamál bar að hönd-
um?
— Nei, mér fannst það aldrei
neitt sérstaklega erfitt. Ég ieit
alltaf á það sem sjálfsagðan hlut,
að þetta væri svona. Auk þess hef
ég aldrei þekkt neitt annað, ég
var svo ung, þegar við Eysteinn
giftumst, aðeins tvitug, og hann
kominn á kaf i pólitfkina, kosinn á
þing árið eftir.
— Fyrst ég er farinn að spyrja
nærgöngulla spurninga, er bezt
að halda áfram og bæta gráu ofan
á svart: Hefur það ekki verið gíf-
urlegt andlegt álag að lesa enda-
Areiðanlega er það ekki nein tilviljun, að myndir af þessum stöðum
hanga i stofu Eystcins .lónssonar og frú Sólveigar. Efri myndin er af
Atlavik, og er tekin árið 1942. Hin neðri: Gömui mynd af Djúpavogi.
.r.vandamálin
smækka
laust nfð um bónda þinn i and-
stæðingablöðunum, jafnvel þótt
þú trúir ekki þvi, sem þar stend-
ur?
— Ég get vel imyndað mér að
þetta sé erfitt fyrir margar eigin-
konur og fjölskyldur stjórnmála-
manna. En ég setti mér það strax
að tala ekki um slika hluti við Ey-
stein, og hef haldið þeirri reglu
fram til þessa dags. Sú brynja,
sem ég smiðaði mér þegar i upp-
hafi, hefur dugað ágætlega. Þetta
hefði verið margfalt erfiðara, ef
ég hefði tamið mér að vera alltaf
að hugsa og tala um það, sem
misjafnt var sagt og skrifað um
Eystein, en auk þess hefði það
ekki verið hollt, þvi að þá hefði
vel getað farið svo, að mér hefði
orðið illa við pólitiska andstæð-
inga hans, en það er engri mann
eskju hollt að bera óvildarhug til
'annarra. Nú, — og svo njóta
stjórnmálamenn vissra forrétt-
inda i þvi að taka munninn fullan.
Það er nú einu sinni þeirra starf
að standa i þessu. Þetta hefur lika
allt verið auðveldara fyrir mig
vegna þess, að ég hefi alltaf haft
áhuga á þjóðmálabaráttunni.
— Sleppum þá þvi, en hefur þú
ekki stundað tómstundavinnu
eins og bóndi þinn?
— Ég veit ekki hvort rétt er að
kalla það tómstundavinnu, en ég
hef alltaf haft ákaflega gaman af
þvi að sauma og búa til ýmsa
hluti. Það er eina hjáverkið, sem
ég tel mig hafa unnið. Fyrr á ár-
um hafði ég hugsað mér að verða
leikkona. Ég var i leikskóla, þeg-
ar ég var ung, og fór með nokkur
hlutverk hjá Leikfélagi Reykja-
vikur, en svo drukknaði það i bú-
skaparönnum, hér hefur alltaf
verið margt fólk i heimili.
Við vorum sex á heimilinu, þeg-
ar við Eysteinn byrjuðum bú-
skapinn, svo komu börn okkar,
þannig að hér hefur alltaf verið
fullt af fólki. Þá má telja, að ég
hef farið nokkuð margar ferðir
með Eysteini, þótt ég hafi ekki
verið með i fjallgöngum og skiða-
ferðum. Þegar við höfum náð
nokkrum dögum samfelldum,
sem helzt er nú seinni árin, höfum
við jafnvel farið i útilegu. Eina
viku höfum við verið i Kerlingar-
fjöllum á hverju sumri, sex til sjö
seinustu árin. Þar er gott að vera,
lika fyrir þá, sem ekki fara á skiði
eins og ég.
Umhverfismál
og útivera
— Nú er bezt að vikja aftur
talinu að Eysteini.
Finnst þér, Eysteinn, að úti-
vera þin og náttúruskoðun hafi
haft áhrif á lifsviðhorf þitt?
— Já, alveg tvimælalaust. í
framhaldi af þessu tómstunda-
gamni minu hef ég fengið mikinn
áhuga á þvi, sem nú er farið að
kalla umhverfismál. Mér hefur
verið trúað fyrir þvi að vera for-
maður Náttúruverndarráðs, og
ég hef mikla ánægju af þvi, þótt
það sé að visu mikið verk. Þar
Mynd úr stofu. Þarna er margt góðra bóka, enda þótt Eysteinn láti fremur iitið af bókaeign sinni i með-
fylgjandi viðtali.
koma til mörg þýðingarmikil
verkefni. og ætlazt er til að þar sé
sinnt bæþi náttúruvernd og úti-
vistarmálum. Út i það fer ég ekki
nú. en get ekki stillt mig um að
nefna einn málaflokk, það aö
tryggja greiðan aðgang þéttbýlis-
fólks að landinu og samræma
hann eðlilegum landsnytjum
öðrum. Þetta álit ég(að hægt sé að
leysa með góðu samstarfi sveita-
fólks og þeirra, sem i þéttbýli
búa, þvi að lausnin er fyrst og
fremst i þvi fólgin að skipuleggja
skynsamlega nýtingu landsins,
taka til dæmis frá nægilega stór
svæði til útivistar fyrir þéttbýlis
fólkið. Á þeim svæðum þarf að
vera opið land til umferðar, þar
sem hægt er að njóta landsins, en
sjónarmiða náttúruverndar þarf
að gæta jafnframt. Saman við
þetta tvennt má svo blanda hæfi-
legurn búskaparnyt jum. Allt
þetta er vel hægt að samræma, sé
rétt að farið'.
Ég hef hreyft þeirri hugmynd
áður og langar að koma henni
einnig á framfæri hér — sem
dæmi um það sem gera þyrfti —
aðviðættum að leggja ..útivistar-
veg” sem ég vil kalla svo, frá
Kúagerði, hérna á Vatnsleysu-
ströndinni, um Höskuldarvelli og
Vatnsskarð, sem er á Krýsu-
vikurveginum norðan Kleifar-
vatns, upp i Grindaskörð, um
Bláfjöll, niður á Sandskeið, þaðan
norður á bóginn fyrir vestan
Hengilinn, inn á Þingvallasvæðið
og af Þingvallasvæðinu norður
um Leggjabrjót niður i Brynjudal
og Botnsdal, og loks á milli Botns-
súlna og ILvalfells upp á Kalda-
dalsleiðina.
A þessari leið eru ótal dalir og
margvislegt landslag, semhin
mesta unun er að fara um. Þetta
land þyrfti ekki að alfriða, þótt
það yrði opnað til útivistar fyrir
hinar fjölmennu byggðir við
Faxaflóa. Það mætti vel hafa hóf-
legan búskap með. Þessu likt þarf
aö gera miklu viðar á landinu.
Það á að opna stór landsvæði,
sem tiltæk væru i þessu skyni, og
þar með væru þessi mál að veru-
legu leyti leyst. Við þurfum að
hugsa stærra i þessum efnum en
venja okkar hefur verið hingað
til.
Með þvi að opna stór svæði,
myndum við lika bjarga frá
örtröð mörgum þeim stöðum,
sem við nú höfum hvað mest
dálæti á, en liggja undir
skemmdum vegna of mikillar
umferðar ferðamanna. Við
þurfum að dreifa okkur meira um
landið en við gerum núna á þvi er
ekki minnsti vafi. Einmitt þetta,
hvernig við skipuleggjum úti-
vistarsvæðin, er áreiðanlega
meðal mikilvægustu þátta um-
hverfismála okkar.
— Við höfum hér að framan
talað um útiveru sem hvild og
skemmtun, en hefur þér ekki
stundum lundizt hún hafa blátt
áfram hagnýtt gildi?
— Það er nú ekki mikill vafi á
þvi. Fyrir mig hefur þetta haft
stórlega mikið gildi. Útilveran
hleður menn orku, og margt af
þvi sem manni finnst erfitt og
kvlðir fyrir, áður en lagt er af
stað, sýnist vel viðráðanlegt,
þegar maður kemur til baka.
Ahyggjur minnka og vandamálin
smækka við umgengni við landið
og náttúruna.
TWYFORDS
hreinlætistæki fyrirliggjandi
BYGGINGAVÖRUVERZLUN
TRYGGVA HANNESSONAR
Suðurlandsbraut 20 — Sími 8-32-90
aitíma
FYRIR
HEIAAILIÐ:
Gluggafjöld
Gólfteppi
Húsgagnaáklæði
Veijið íslenzka gæðavöru
KJÖRGARÐI