Tíminn - 28.10.1973, Page 27
Sunnudagur 28. október 1973.
TÍMINN
27
menntun í hiúkrun
ÞAÐ A nú að stofna samnorræna
menntastofnun fyrir þær
hjúkrunarkonur, sem hyggja á
frekari menntun í grein sinni. A
öllum Norðurlöndunum er fram-
haldsnám i hjúkrun, en ekki
nægjanlegt til að leysa úr brýn-
ustu þörf. Þar sem hvert Norður-
landanna hefur aðeins takmark-
aöan fjölda hjúkrunarkvenna,
sem hafa not fyrir slika menntun,
á að koma henni upp á samnor-
rænum grundvelli. Kennslan á að
fara fram við Norræna heilsu-
háskólann i Gautaborg.
Þetta er i stórum dráttum
niðurstaða sérfræðinganefndar á
vegum Norðurlandaráðs, sem ný-
lega kannaði þörfina á sameigin-
legri framhaldsmenntun fyrir
hjúkrunarkonur á Norðurlöndum.
Alger samstaða var um ályktun-
ina. Nefndin hefur mest starfað i
Noregi og hjúkrunarkvennaskrif-
stofan i Heilbrigðisráðuneytinu
hefur verið mjög hjálpleg, segir
forstöðukonan fyrir skrifstofunni,
Idunn Heldal Haugen. Hún var
ein hinna þriggja Norðmanna i
nefndinni. Sviþjóð og Danmörk
höfðu einnig þrjár fulltrúa, en
Finnland aftúr á móti tvo.
Það var árið 1967, sem Norður-
landaráð skipaði sérfræðinga-
nefnd til að fjalla um þetta mál.
En hvers vegna hefur þetta tekið
svo langan tima?
— Það hefur gerzt mikið i
hjúkrunarmálum á Norðurlönd-
um á þessum tima. I hvert skipti,
sem eitthvað gerðist, varð að
breyta ályktuninni. Auk þess urð-
um við að biða eftir niðurstöðum
frá hinum ýmsu löndum, og þess
vegna tók þetta svona langan
tima, segir Idunn Heldal Haugen.
— Mundi ekki vera einfaldara
að fuilkomna frekar framhalds-
menntunina, sem nú þegar er fyr-
ir hendi á öllum Norðurlöndun-
um?
— Það er þörf á háskólamennt-
un fyrir hjúkrunarkonur, en það
væri út ihött, aðhafa slikt á öllum
Norðurlöndunum. Þess vegna er
bezta leiðin að hafa sameiginlega
háskólamenntun fyrir öll
Norðurlöndin. Hún leggur einnig
á það áherzlu, að þessi samnor-
ræna menntun komi ekki i staðinn
fyrir þá framhaldsskóla fyrir
hjúkrunarkonur, sem nú þegar sé
búið að koma upp á Norðurlönd-
unum, heldur viðbót við þá.
Hjúkrunarkonur frá Norðurlönd-
unum, sem hafa stundað háskólá-
nám i hjúkrun, hafa orðið að leita
til landa eins og Bandarikjanna,
Kanada og Englands. Eða þær
hafa tekið þann kostinn að leggja
stund á aðrar greinar við háskól-
ana i heimalöndum sinum, eins
og t.d. þjóðfélagsfræði, sálfræði
og lögfræði.
— Hverjum er þessi samnor-
ræna menntun sérstaklega ætluð?
— Aðallega forstöðukonum við
stór sjúkrahús, héraðs-
hjúkrunarkonum, yfirhjúkrunar-
konum, skólastjórum við undir-
stöðuhjúkrunarskóla, skólastjór-
um við framhaldsskóla i hjúkrun
og fleiri, sem þurfa á slikri
menntun að halda.
(Þýtt og endursagt — gbk.)
Electrolux
Eðlileg hagræðing
1 sambandi við aðalfund FUF
nú, ákvað formaður félagsins að
fela gjaldkera og spjaldskrár-
ritara að koma út eins mörgum
félagsskirteinum og kostur væri,
og dreifa jafnframt kjörseðlum,
til hagræðis, enda slæm reynsla
af þvi að afhenda öll félags-
skirteini á nokkrum mfnútum
fyrir aðalfund. Að sjálfsögðu hafa
þeir, sem fengu félagsskirteini
sin fyrir fundinn, greitt ársgjöld.
Vera má, að i einstaka tilfellum
eigi greiðslur eftir að koma inn,
en að sjálfsögðu ber gjaldkeri
félagsins ábyrgð á þvi, að það
skili sér.
Áður en aðalfundur félagsins
hófst, trufluðu Baldur Kristjáns-
son og félagar hans starfsmenn
stjórnarinnar við innganginn og
veittust með dólgslegum hætti að
fólki, sem komið var til að sækja
aðalfundinn. Slik framkoma er
óafsakanleg móðgun við félags-
menn, og ekki til þess fallin að
laða ungt fólk að stjórnmála-
flokki.
Útgöngumennirnir
70-80 talsins
Þegar fundurinn hófst, var
ljóst, að Baldur Kristjánsson átti
ekki nema tiltölulega fáa
stuðningsmenn. Fyrir þessu mun
hann hafa gert sér grein, áður en
fundurinn hófst. Þess vegna var
sviðsetning á útgöngu skipulögð
fyrirfram, sem sést á þvi, að
annar fundarsalur var til reiðu.
Síðan er dylgjum um kosninga-
svik skellt framan i fundarmenn,
fullyrt að fundurinn sé ólöglegur,
og skorað á fólk að yfirgefa salinn
og halda „löglegan” aðalfund
annars staðar. M.ö.o. minni-
hlutinn vildi ekki sætta sig við
vilja meirihlutans.
Það er athyglisvert, að einungis
73-76 menn gengu af fundinum.
Eftir sátu um 400 manns, sem
siðan héldu fundarstörfum
áfram, eins og ekkert hefði i
skorizt, og kaus stjórn FUF fyrir
næst.a starfsár.
Er það svona, sem
á að starfa I félögum?
Útgöngumenn munu hafa
haldið fund annars staðar og
kosið stjórn, sem þeir telja hina
einu löglegu. Hvað fyndist
mönnum um það, ef i hvert skipti,
er haldinn væri aðalfundur i
félagi, gæti minnihluti farið af
fundi i annað húsnæði og kosið
stjórn, eins og útgöngumenn
gerðu?
Óhætt er að fullyrða, að sjaldan
hafi verið gerð jafn óprúttin til-
raun til að fótum troða lýðræðis-
legar leikreglur i félagi ungs fólks
i islenzkum stjórnamálaflokki og
-þarna var gerð.
Atlagan dæmd til
að mistakast
Eftirleikurinn er svo sérkafli út
af fyrir sig. Grófar ásakanir um
Samnorræn framhalds
Hér sést hluti fundarmanna á hinum fjölsótta aðalfundi FUF. Ómar Kristjánsson formaður FUF er i ræðustól.
svik og falsanir. Sú atlaga er
dæmd til að mistakast. Meirihluti
stjórnar FUF gerði sér grein fyrir
þvi við hverju mátti búast af
hendi Baldurs Kristjánssonar og
félaga. Þess vegna var haft ná
kvæmt eftirlit með þvi, hverjir
fóru inn á fundinn, með þvi að
halda saman afrifum af þeim
félagsskirteinum, sem sýnd voru
vin innganginn. Þau gögn voru
siðan innsigluð, en jafnframt
óskaði formaður FUF, Ómar
Kristjánsson, eftir þvi, að spjald-
skrá félagsins væri innsigluð á
flokksskrifstofunni til þess að
hægt yrði að gera nákvæman
samanburð á félagsskirteinum og
spjaldskrá. Stjórn FUF hefur
ekkert að fela, þó að félagar
Baldurs Kristjánssonar hafi þurft
að fela sig bak við læstar dyr.
Til að draga athyglina
frá fylgisleysinu
En hvað sem öllu moldviðri um
spjaldskrá lfður, verður ekki hjá
þvi komizt að brjóta til mergjar
þá spurningu, hvers vegna þvi
var þyrlað upp. Það er örugglega
ekki vegna þess, að Baldur
Kristjánsson og forustumenn
SUF telji, að með því geti þeir
komið höggi á ýmsa forustumenn
i röðum ungra Framsóknar-
manna í Reykjavik, þvi að stjórn
FUF hefur hreinan skjöld. Heldur
er moldvirðinu þyrlað upp i þeirri
von, að það hylji fylgisleysi SUF-
manna og dragi athygli ntanna
frá þeirri staðreynd, að fylgi
þeirra ntinnkar stöðugt. Það er
ekki gott til afspurnar fyrir ólaf
liagnar Grintsson og félaga, að
upplýstist, að fylgi þeirra er ekki
nteira en 70-80 ntanns, ef til
samninga kentur við Alþýðu-
flokkinn og Samtök frjálslyndra
og vinstri manna. Svo litið fylgifé
er ekki i Itáu verði á þeint póli-
tiska uppboðsmarkaði, scnt
ólafur Iiagnar Grimsson og
félagar hafa verið á undanfarin 2-
3 ár. Það hefur ekki farið frant-
Itjá neinunt, að þeir félagar ætla
sér eigi all litinn hlut i framtið
stjórnmála á tslandi. Allur fyrir-
gangurinn hefur að þvi ntiðað að
reyna að gera uppboðsgóssið sem
girnilegast. Boðin hafa hins vegar
verið nokkuð lág að dómi þeirra
félaga til þessa. Þeir sem stórt
lita á sig, sætta sig ekki við neitl
minna en örugg þingsæti og helzt
ráðherrastóll um leið. Þess vegna
finnst þeint þau trúnaðarstörf,
sent þeint hafa verið falin á
vegunt Framsóknarflokksins,
sent ekki er að neita að ýntsunt
háfa þótt vera talsverð og æði
skjótfengin, heldur litils virði, en
miklu fremur aðeins sönnun um
það, að frekari hávaði, uppi-
vaðsla og hólanir muni færa þeim
á silfurfati það, sem persónulegur
inetnaður og framavonir stefndu
til. Spurningin er þess vegna sú,
hvort sönnu og liollu
Frainsóknarfólki þyki mi ekki, að
kornið liali íyllt mælinn. Eg
persónulega vona, að þeir, sem
stóðu að liinni svivirðilegu árás
og persónuníði um Ólaf
Jóliannesson lorsætisráðherra á
SUF-siðu Timans lyrir skömmu,
eigi sér formælendur laa innan
Framsðknarflokksins. Það er
nokkuð lil i þvi, að vinnubrögð
þessara mamia og framkoma
innan flokksins á iindanförnum
misserum sé likt þvi, sem menn
ga'lu liugsað sér að fimmtaher-
deild liagaði störfum sinuni. Ilitt
er vist. að andsta'ðingar Fram-
sóknarflokksins gætu naumast
keypt sér ska'ðari vopn á flokkinn
og forystumenii hans en frain-
ferði þessara framagikkja liefur
vcrið að undanförnu.
JEPPAKERRUR
Vorum að fá Willys og Land Rover
kerrur — notaðar.
Þetta er siðasta sending á þessu ári.
Við eigum á lager:
Fólksbilakerrur, hestaflutningakerr-
ur, tankkerru (2000 litra) úr áli.
Gísli Jónsson & Co. h.f.
SUNDABORG
Simi 8-66-44 — Klettagörðum 11