Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 11
edda.is Kristín Helga Gunnarsdóttir Fíasól er sjö ára stelpa sem vill BARA ganga í bleikum fötum og svo hefur hún meira að segja rænt sjoppu. Hugmyndir hennar um að vera í fínum málum stangast oftar en ekki á við hugmyndir fullorðna fólksins. Og þá getur hún verið í vondum málum. Safn skemmtisagna af spræku stelpuskotti eftir metsölu- höfundinn Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, höfund Strandanorna og Gallsteina afa Gissa. Listilega mynd- skreyttar af Halldóri Baldurssyni. KOMIN Í VERSLANIR Kristín Helga hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fyrri bækur sínar: Strandanornir: Bókaverðlaun barnanna, Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi Í Mánaljósi: Bókaverðlaun barnanna Mói hrekkjusvín: Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi Bókaverðlaun barnanna 11FÖSTUDAGUR 29. október 2004 SAMSTARF Jón Ólafsson og Þórólfur Árnason fagna samstarfi Reykjavíkurborgar og Akademí- unnar. ReykjavíkurAkademía og Reykjavíkurborg: Þriggja ára samningur RANNSÓKNIR Jón Ólafsson, formað- ur ReykjavíkurAkademíunnar (RA)og Þórólfur Árnason borgar- stjóri tilkynntu í gær um þjónustu- samning sem Akademían og borgin hafa gert með sér til þriggja ára. Felur samningurinn í sér árlega greiðslu til RA sem nemur 4,5 millj- ónum. Um tveimur milljónum verð- ur varið í að borga laun starfs- manna og 2,5 milljónum verður varið í að kosta rannsóknarverk- efni, að hluta til þeirra sem borgin óskar eftir að verði gerð. Jón segir þetta geysilega mikil- vægan samning til að renna stoðum undir RA sem sjálfstæða menning- ar- og fræðastofnun í borginni. Við þetta tækifæri voru útnefnd- ir tveir heiðursfélagar RA, þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björn Bjarnason, fyrir stuðning við Akademíuna á fyrstu árum hennar. - ss ÁSKORUN Öryrkjabandalagið skorar á stjórnvöld að standa við gerða samninga. Öryrkjabandalagið: Samningar haldi FÉLAGSMÁL Ein mikilvægasta for- senda þess að þjóðfélag fái staðist er að fólk virði og haldi gerða samninga, segir í ályktun aðal- fundar Öryrkjabandalags Íslands. Fundurinn átelur harðlega að 10 mánuðir skuli liðnir án þess að þorri öryrkja hafi fengið þá kjara- bót sem um var samið fyrir þing- kosningarnar í fyrra. Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á ríkisstjórn Ís- lands og þá þingmenn sem hana styðja að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að samkomulagið við ÖBÍ megi koma til framkvæmda eigi síðar en þann 1. janúar. -jss HJÁLPARSTARF Rauði krossinn kynnti í gær árbók um hamfarir og hjálparstarf. Bókin nefnist World Disasters Report og er nú gefin út í tólfta sinn. Með útgáfu bókarinnar reynir Rauði krossinn að gefa árlegt tölulegt yfirlit yfir viðfangsefni hjálparstofnana auk gagnrýninnar umfjöllunar um alþjóðlegt hjálparstarf. Jeremy Hughes upplýsinga- stjóri Alþjóðasambands Rauða kross félaga kynnti bókina á fundi formanna og framkvæmdastjóra norrænna Rauða kross félaga sem fram fór í Reykjavík. Í bókinni er bent á mikilvægi þess að bjargráð þolenda hamfara séu tekin með í reikninginn þegar hjálparstarf er skipulagt. Þá kemur fram í henni að í fyrra hafi 255 milljónir manna orðið fyrir skakkaföllum vegna hamfara og 76.806 manns látið lífið af þeim sökum, eða þrisvar sinnum fleiri en árið 2002. Í árbókinni er bent á að yfir- leitt séu það sjálfir íbúarnir á hamfarasvæðunum sem fyrstir eru til að bregðast við vá og sagt að nánari skoðun hafi leitt í ljós að mikilvægt sé að gera ráð fyrir bjargráðum fólks á staðnum þar sem stórslys eða hamfarir hafa átt sér stað. Með því móti er sagt að hægt sé að gera hjálparstarf skilvirkara og forðast að draga úr frumkvæði og getu heimamanna. - óká Á FUNDI RAUÐA KROSSINS Í REYKJAVÍK Í GÆR Jeremy Hughes kynnti árbókina World Disasters Report þar sem fram kemur að eftir jarðskjálftann í Bam í fyrra hafi alþjóð- legar björgunarsveitir bjargað 22 manns- lífum meðan sjálfboðaliðar Íranska Rauða hálfmánans grófu 160 manns út úr rústum húsa. Alþjóðasamband Rauða krossins: Áhersla lögð á mikilvægi bjargráða heimamanna Yfirfullur bátur: Bjargað úr sjávarháska SPÁNN, AP Spænskir björgunar- sveitarmenn björguðu 41 ólögleg- um innflytjanda úr sjávarháska í spænskri landhelgi. Fólkið fannst tíu klukkutímum eftir að einhver úr hópnum hringdi úr farsíma í björgunarsveitir og sagði fólkið í hættu. Nítján karlmenn, átján konur og fjögur ung börn voru um borð í yfirfullum báti sem hafði verið á reki í þrjá daga. „Þau sögðust vera villt og að þau sæju ekki til lands,“ sagði Anibal Carrillo, yfirmaður björgunarsveit- anna. Hann sagði fólkið þó hafa verið við góða heilsu miðað við þriggja daga hrakningar á sjó. ■ 10-11 28.10.2004 19:19 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.